Alþingiskosningar - 01.03.2002, Síða 9
Inngangur
Introduction
1. Framkvæmd kosninganna
Background of the elections
Kosningar til Alþingis fóru fram 8. maí 1999.
í lögum um kosningar til Alþingis er kveðið áum kjörtímabil
Alþingis:
„Almennar reglulegar alþingiskosningar skulu fram eigi
síðar en við lok kjörtímabils. Upphaf og lok kjörtímabils
miðast við sama vikudag í mánuði, talið frá mánaðamótum,
þó að einstöku kosningar hafi ekki farið fram á þeim degi.
Kjörtímabilið er fjögur ár.“‘
Síðast var kosið til Alþingis 8. apríl 1995 og hefðu því
reglulegar alþingiskosningar átt að verða í síðasta lagi 27.
mars 1999 þar sem 3. apríl bar upp á aðfangadag páska.
í kosningalögum frá 1934 var kjördagur ákveðinn síðasti
sunnudagur í júní. Því var breytt 1981 í síðasta laugardag í
júní. í kosningalögum frá 1987 sagði að þá er almennar
reglu legar alþingiskosningar færu ir am væri kjördagur annar
laugardagur í maí. Alþingiskosningamar 1979-1995 voru
allar haldnar utan lögbundins kjörtíma. Arin 1979 og 1983
var þing rofið áður en kjörtímabilið rann út en 1987 og síðan
hefur það runnið út í aprílmánuði. Akvæði kosningalaga um
að kjörtímabilið sé fjögur ár leiddi til þess að kosningamar
færðust framar og ffamar í aprílmánuði og hefðu eins og segir
hér að ofan færst fr am í marsmánuð 1999 hefði því ekki verið
breytt með ákvæði til bráðabirgða 1 stjórnarskipunarlögum
árið 1995 þar sem segir:
„Þrátt fyrir ákvæði 31. gr. og 45. gr. stjórnarskrárinnar
skulu næstu reglulegar alþingiskosningar fara fram annan
laugardag í maí 1999 nema Alþingi hafl áður verið rofið.“2
Samkvæmt þessu fóru kosningarnar fram laugardaginn 8.
maí 1999.
Samkvæmt stjómarskrá eru kjördæmin átta og hefur svo
verið ffá 1959. Með breytingu stjómarskrárinnar 1984, sem
kom til ffamkvæmda í kosningunum 1987, fjölgaði þingsætum
úr 60 í 63. Af þessum 63 þingsætum eru 54 bundin í
stjómarskráeftir lágmarkstölu í hverju kjördæmi en kosninga-
lög kveða að öðru leyti á um skiptingu hinna 9 milli kj ördæma.
Lágmarkstala bundinna þingsæta í kjördæmum er hin sama
og tala kjördæmiskjörinna þingmanna var frá 1959 nema í
Reykjavíkurkjördæmi þar sem hún er 14 en var 12 og í
Reykjaneskjördæmi þar sem lágmarkstalan er 8 en var 5.3
Samkvæmt ákvæðum kosningalaga frá 1987 skyldi fyrir
hverjar kosningar ráðstafa 8 þingsætum, en einu þingsæti var
ráðstafað til kjördæmis að loknum hverjum kosningum.
Þingsætin 8, sem ráðstafað var fyrir kosningamar 1987 og
1991, fóru ti 1 þriggj a kj ördæma: 4 ti 1 Rey kj aví kurkj ördæmis,
3 til Reykjaneskjördæmis og 1 til Norðurlandskjördæmis
eystra. Obundna þingsætinu (,,flakkaranum“) var ráðstafað
1 57. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 80 16. október 1987, sbr. 16. gr.
laga nr. 9 27. febrúar 1995.
2 3. gr. stjómarskipunarlaganr. 10028. júní 1995 um breytingu á stjómarskrá
lýðveldisins íslands nr. 33 17. júní 1944.
til Vesturlandskjördæmis eftir kosningarnar 1987 en til
Vestfjarðakjördæmis 1991. Samkvæmt fjölda kjósenda á
kjörskráí kosningunum 1991 áttu þingsætin 8 hins vegarað
skiptast jafnt milli Reykjavíkurkjördæmis og Reykjanes-
kjördæmis við næstu kosningar. Úrslit kosninganna hefðu
síðan ráðið því hvert óbundna þingsætið hefði farið.
Kosningalögum var breytt í febrúar 19954 þannig að
ákvæðið um óbundna þingsætið var fellt niður. Er nú öllum
þingsætunum 9, sem ráðstafað er samkvæmt kosningalögum,
úthlutað fyrir kosningar. Jafnframt var deilitölum til
úthlutunar breytt svo að níunda sætið kæmi að þessu sinni í
hlut Reykjavíkurkjördæmis. Við þessar breytingar fóru því
5 þingsæti til Reykjavíkurkjördæmis en 4 til Reykjanes-
kjördæmis.
Ákvæði um skiptingu þingsæta milli kjördæma eru í
kosningalögunumfrál987. ía-lið l.mgr. 5.gr. erkveðiðáum
hvemig bundnu þingsætin 54 skuli skiptast milli kjördæma. I
b-lið sömu mgr. er kveðið á um hvemig þau þingsæti, sem
ráðstafa skal fyrir hverjar kosningar, eigi að skiptast milli
kjördæma. Við skiptingu þeirra er lögð til grundvallar tala
kjósenda á kjörskrá í hverju kjördæmi í næstu almennum
þingkosningum á undan. Eftir breytingu á kosningalögunum
1995 gilda eftirfarandi reglur um skiptinguna:
1. í hverju kjördæmi skal deila tölu kjósenda á kjörskrá í
næstu almennum alþingiskosningum á undan með
tölunum 10, 13, 16, 19 o. s. frv. eins oft og þörf krefúr.
Útkomutölur eru skráðar fyrir hvert kjördæmi.
2. Hafi kjördæmi hlotið fleiri þingsæti en 5 samkvæmt
stjórnarskrárbundnu skiptingunni skal fella niður hæstu
útkomutölur kjördæmisins, eina fyrir hvert þingsæti
umfram 5.
3. Ráðstafa skal einu þingsæti í senn. Fyrsta sætið hlýtur
það kjördæmi sem hæsta útkomutölu hefur. Sú tala er
síðan felld niður. Annað þingsæti kemur í hlut þess
kjördæmis sem þá hefur hæsta útkomutölu o. s. frv. uns
öllum sætunum hefur verið ráðstafað.
4. Séu tvær eða fleiri útkomutölur jafnháar samkvæmt 3.
tölulið þegar að þeim kemur skal hluta um röð þeirra.5
Samkvæmt kosningalögum6 gaf dóms- og kirkjumála-
ráðuneytið út auglýsingu árið 19957 um þingsætatölu kjör-
dæma við næstu almennu kosningar til Alþingis samkvæmt
a- og b- lið 1. mgr. 5. gr. sömu laga. Samkvæmt henni skyldu
þingsætin 63 skiptast eins og hér fer á eftir. Til samanburðar
er einnig sýnd skipting þeirra 54 þingsæta sem bundin eru
samkvæmt stjórnarskrá.
3 31. gr. stjómarskrárinnar, sbr. 1. gr. laganr. 65/1984.
4 Lög nr. 9/1995.
5 1. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1987, sbr. 2. gr. laga nr. 9/1995.
6 2. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1987.
7 Auglýsing nr. 322 31. maí 1995.