Alþingiskosningar - 01.03.2002, Qupperneq 27
Alþingiskosningar 1999
25
kostur er að hver þingflokkur fái þingmannatölu í sem fyllstu
samræmi við heildaratkvæðatölu sína. Er þá heimilt að
úthluta allt að ijórðungi þingsæta hvers kjördæmis, þeim sem
bundin eru og þeim sem ráðstafað er fyrir kosningar, með
hliðsjón af kosningaúrslitum á landinu öllu.
Úthlutun þingsætatil landsffamboðaeftirúrslitumálandinu
öllu, samkvæmt 112. gr. kosningalaga, er sýnd í töflu 7.
Vinstrihreyfingin -grænt framboð hlaut 4 sæti, Samfylkingin
og Sjálfstæðisflokkur hlutu 3 sæti hvort, Framsóknarflokkur
2ogFrjálslyndifIokkurinn 1 sæti. HefurFramsóknarflokkur
aldrei áður hlotið svokölluð uppbótarsæti, þ.e. hvorki þingsæti
samkvæmt 112. grein núverandi kosningalaga né heldur
landskjörna þingmenn samkvæmt kosningalögunum frá 1934
og 1959.
Til þess að ráðstafa þessum 13 þingsætum þarl' fyrst að
reikna kjördæmistölu að nýju samkvæmt 2. mgr. 113. gr.
kosningalaga. Sá reikningur er sýndur í töflu 8.
Úthlutun þingsæta samkvæmt 113.gr. kosningalaga skiptist
þannig á áfangana sem ákveðnir eru í 3. mgr.: 6 sætum var
úthlutað í fyrsta áfanga, 3 í öðrum og 4 í þriðja áfanga.
I töflu 9 er sýnt hvemig þingsætum var úthlutað samkvæmt
113. gr. í 17. yfirliti er sýnd tala þingsæta sem hvert lands-
framboð hlaut í hverju kjördæmi, í heild og eftir úthlutunar-
reglum 111. og 113. gr. Alls hlaut Sjálfstæðisflokkur 27
þingsæti, Samfylkingin 17, Framsóknarflokkur 12, Vinstri-
hreyfingin - grænt framboð 6 og Frjálslyndi flokkurinn 2
þingsæti.
I töflu 7 sést hve mörg atkvæði reyndust að baki hverju
þingsæti landsframboðanna. Að lokinni úthlutun allra
þingsæta eru flest atkvæði að baki þingmanna Frjálsynda
flokksins, 3.460. Samfylkingin hefur 2.611 atkvæði að baki
hverjum þingmanni, Sjálfstæðisflokkur 2.597, Framsóknar-
flokkur 2.535 og Vinstrihreyfingin - grænt framboð 2.519.
Þar sem öll stjórnmálasamtökin firnm hlutu þingsæti
samkvæmt 112. grein kosningalaga náðist samkvæmt eðli
máls fullurjöfnuðurmilli þeirravið úthlutun þingsæta. Þó að
Framsóknarflokkur hlyti ekki þingsæti samkvæmt þeirri
grein í kosningunum 1991 og 1995 náðist einnig fullur
jöfnuður þá því að þegar lokið var úthlutun allra þingsæta átti
ekkert landsframboðanna óúthlutað sæti með hærri atkvæða-
tölu að baki en var að baki þingmanna Framsóknarflokks.
9. Breytingar á framboðslistum
Changes in candidate lists
Samkvæmt kosningalögum er kjósanda heimilað að breyta
röð frambjóðenda á þeim lista er hann kýs með því að rita
tölustafmn 1 fyrir framan það nafn er hann vill hafa efst,
töluna 2 fýrir framan það nafn sem hann vill hafa annað í
röðinni o. s. frv. Vilji kjósandi hafna frambjóðanda á þeim
listasemhannkýsstrikarhannyfirnafnhans. Frambjóðandinn
hlýtur þá ekkert atkvæði af þeim seðli en þeir sem neðar
standa á listanum færast upp um sæti.50
I kosningalögum segir hvemig fmna skal hverjir fram-
bjóðendur hafi náð kosningu á hverjum lista í kjördæmi.
Reikna skal frambjóðendum atkvæðatölu á eftirfarandi hátt:
50 2. og 3. mgr. 84. gr. laga nr. 80/1987.
„Yfirkjörstjóm tekur saman þá kjörseðla þar sem engin
breyting hefur verið gerð á listanum. Þar telst efsta nafh
listans vera í fyrsta sæti, næsta nafn í öðru sæti o.s.frv. Næst
tekur yfirkjörstjóm alla þá kjörseðla þar sem kjósendur hafa
gert einhverj ar breytingar á röð frambj óðendaogtelur atkvæði
hvers frambjóðanda í hvert sæti listans.
Landskjörstjórnskalraðanöfnumframbjóðendaáhverjum
lista þannig að sá, sem hlotið hefur flest atkvæði í 1. sæti,
samkvæmt næstu málsgrein hér á undan, hlýtur það sæti. Sá
frambjóðandi, að þessum slepptum, sem hlotið hefur flest
atkvæði í 1. og 2. sæti samanlagt, hlýtur 2. sætið o. s. frv. uns
raðað hefur verið í sæti svo mörgum frambjóðendum listans
að ljóst sé hverjir teljast þingmenn hans í kjördæminu og
hverjir varaþingmenn.“51
Reglur þessar eru allt aðrar en þær sem giltu frá hausti 1959
til 1983. Samkvæmtþeimreglumskyldireiknaframbjóðanda
atkvæðatölu að tveim þriðju hlutum eins og engin breyting
hefði verið gerð á listanum, en að einum þriðja hluta eftir
listanum að teknu tilliti til breytinga. Fyrsta sæti á lista hlaut
atkvæðatölu listans, hvert sæti er á eftir fór hlaut það brot af
þessari atkvæðatölu að í teljara væri tala þeirra þingmanna og
varaþingmanna sem kjósa átti, að frádreginni tölu þeirra sæta
sem á undan voru álistanum, og í nefnaratalaþeirraþingmanna
og varaþingmanna sem kjósa átti.52
Fram til sumars 1959 var atkvæðatala frambjóðenda
reiknuð á sama hátt nema að hún fór að öllu leyti eftir lista-
num eins og hann var eftir breytingar.53
Samkvæmt þeim reglum sem nú gilda skipta frambj óðendur
um sæti ef meiri hluti kjósenda færir einn niður fyrir annan
með yfirstrikun eða nýrri tölusetningu.
í aftasta dálki í töflu 10 sést atkvæðatala sem hver þing-
maður hlaut í sitt sæti á lista eða ofar. Breytingar á listum
breyttu engu um röð manna á þeim í alþingiskosningunum
1999 fremur en í fyrri kosningum - að undanskyldum
kosningum í Reykjavík árið 1946.
10. Kjörnir þingmenn
Elected Members of the Althingi
í töflu 10 eru taldir kjörnir þingmenn og varamenn í hverju
kjördæmi í alþingiskosningunum 1999. Þar er sýnt hvaða
stjómmálasamtök þeir eru kjörnir fyrir og úthlutunartölur
þær sem kjör þeirra byggist á og lýst er í töflum 5-9 og í 8.
og 9. kafla þessa inngangs.
Þrír þingmenn kjörnir í alþingiskosningunum 1995
afsöluðu sér þingmennsku á kjörtímabilinu. Olafur Ragnar
Grímsson, semtók við embætti forsetaíslands 1. ágúst 1996,
afsalaði sér þingsetu í júlí 1996 er hann hafði verið kosinn til
þess embættis. Sæti hans tók Sigríður Jóhannesdóttir (f. 10.
júní 1943). Jón Baldvin Hannibalsson sagði af sér þing-
mennsku í janúar 1998 og tók Ásta B. Þorsteinsdóttir (f. I.
desember 1945) sæti hans. Hún lést 12. október 1998 ogtók
Magnús Árni Magnússon (f. 14. mars 1968) sæti hennar.
51 2. og 3. mgr. 115. gr. laga nr. 80/1987.
52 84. gr. laga nr. 52/1959.
53 7. gr. laga nr. 11/1920 og síðar 88. gr. laga nr. 18/1934 (varðar aðeins
Reykjavík) og enn síðar 88. gr. laga nr. 80/1942 (varðar Reykjavík og 6
önnur kjördæmi með hlutbundna kosningu).