Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.09.2019, Side 4

Víkurfréttir - 05.09.2019, Side 4
Ljósanótt í Reykjanesbæ fer fram í 20. sinn dagana 4.-8. september. Af því tilefni verða nýjar sýningar opnaðar í sölum Listasafns Reykjanesbæjar fimmtudaginn 5. september kl. 18.00. Ein þeirra er sýning Reynis Katrínar, Galdrameistara og skapandi listamanns í Stofu Duushúsa. Andleg málefni hafa alla tíð átt huga og hjarta Reynis og bera verk hans þess sterk merki. Reynir sem hefur stundað hugleiðslu um árabil segir frá því að í gegnum hugleiðsluna hafi hann m.a. kynnst ljósverum og litríkum heimi þeirra. Hann hefur þessi kynni að leiðarljósi, auk þess sem hann nýtir sér visku kínverskrar konu að handan, sem gjarnan birtist honum þegar hann tekst á við vef- saum. Það má því segja að kvenlæg orka ráði ríkjum á sýningu Reynis, í gegnum samvinnu við ljósverurnar, en líka af því að verkin fjalla á einn eða annan hátt um gyðjur úr norrænni goðafræði. Reynir velur að vinna einungis með náttúruleg efni, þ.e. steina, rekavið, ull og egg temperu og notast við liti sem hann finnur í íslenskri náttúru. Á sýningunni sem stendur til 2. nóv- ember, stillir hann upp málverkum, textílverkum og ískornum steinum. Reynir Katrínar verður með leiðsögn / spjall um sýninguna sunnudaginn 8. september kl.15:00, auk þess sem hann býður gestum upp á sérstaka spátíma annan hvern sunnudag á meðan á sýningunni stendur. Spá- tímar verða auglýstir nánar síðar. Árgangagangan mínus 20 – Allir færa sig niður um 20 húsnúmer Frá því Ljósanótt var fyrst haldin árið 2000 eru nú liðin 20 ár. Á þeim tíma hafa 20 nýir árgangar bæst í fullorðinna manna tölu auk þess sem elstu íbúar bæjarins frá þeim tíma hafa nú verið kvaddir til annarra verkefna. Það er því svo komið að Hafnargata 2–20 standa mannlausar á Ljósanótt og við Hafnargötu 88 þar sem yngsta fólkið okkar og framtíðin safnast saman er nú fólk sem náð hefur fertugsaldri og á e.t.v. orðið skilið sinn eigin „prí- vat“ stað við Hafnargötu. Til að bregðast við þessari þróun var ákveðið að nýta 20 ára afmælisárið til að færa alla niður um 20 húsnúmer. Það merkir að sá sem er fæddur 1950 mætir nú fyrir framan Hafnargötu 30 en ekki Hafnargötu 50 eins og hingað til og þannig koll af kolli. Með þessu móti styttum við gönguna fyrir okkar elstu íbúa um leið og við veitum yngsta „full- orðna“ fólkinu okkar tilhlýðilegan sess. Nú þurfum við bara öll að hjálpast að við að meðtaka þessa breytingu og upplýsa hvert annað um hana. Þetta er ekki flókið. Það eina sem við þurfum að muna er „mínus 20“. Í september fer í hönd árleg „Ljósa- nótt“ Reykjanesbæjar með listsýn- ingum og öðrum menningarvið- burðum á Suðurnesjum. Nú verður kastljósi sérstaklega beint að fram- lagi Pólverja til listar og menningar þar sem vitað er að hartnær fjórð- ungur bæjarbúa er nú af pólskum uppruna. Af þessu tilefni verður opnuð vegleg sýning á pólskri graf- íklist í Listasafni Reykjanesbæjar þann 5.september n.k. undir yfir- skriftinni Veruleikinn og vindingar hans, úrvalsgrafík frá Póllandi. Sýningin er sérstaklega valin fyrir Lista- safnið af Jan Fejkiel, forstöðumanni Fejkiel gallerísins í Kraká, en sú stofnun nýtur mikillar virðingar innan og utan Póllands fyrir vandaðar sýninga- og útgáfustarfsemi í þágu pólskrar grafíklistar á undanförnum tveimur áratugum. Fejkiel verður viðstaddur sýningaropnun og mun svo kynna verkin á sýningunni bæði fyrir samlöndum sínum á Íslandi og öðrum gestum sunnudaginn 8.september kl.14.00. Staðsetning Fejkiel-galleríssins í Kraká er engin tilviljun, þar sem listaakademían þar í borg hefur frá upphafi útskrifað fleiri þekkta grafík- listamenn en nokkur annar listaskóli í Póllandi. Úrval verka eftir eldri kyn- slóð þessara grafíklistamanna gat að líta á eftirminnilegri sýningu að Kjar- valsstöðum árið 1977; á sýningunni í Listasafni Reykjaness er yngsta kynslóð pólskra grafíklistamanna aðallega í sviðsljósinu. Einhverjir kannast e.t.v. við verk þeirra Jaceks Sroka og Wejman- hjónanna, sem haldið hafa einka- sýningar á Íslandi, en þau sýna hér ný verk, en að auki eru á samsýningunni verk eftir nokkra þekktustu grafík- listamenn Pólverja í dag, eins og Jerzy Jędrysiak, Krzystof Skórczewski og Jan Pamuła, sem er frumkvöðull í gerð stafrænna grafíkverka í Evrópu. Alls eru sýnendur 25 talsins. Mestur hluti verkanna verður til sölu. Safnið er opið alla daga frá 12.00- 17.00. Sýningin stendur til 3.nóvem- ber og safnið er opið alla daga frá 12.00-17.00. VERULEIKINN OG VINDINGAR HANS Úrval pólskrar grafíklistar til sýnis á Ljósanótt Ljósanótt í Reykjanesbæ fer fram í 20. sinn dagana 4.-8. september. Af því tilefni verða nýjar sýningar opnaðar í sölum Listasafns Reykjanesbæjar fimmtudaginn 5. september kl. 18.00 Safnið hefur lengi haft þann sið að vera alltaf með a.m.k. eina sýningu á Ljósanótt þar sem heimafólk er í fyrirrúmi.  Að þessu sinni er það sýningin „Óvænt stefnumót“ sem opnar í Duus Safnahúsum fimmtu- daginn 5.september kl. 18.00. Þarna eru leiddar saman 6 listakonur sem eiga það eitt sameiginlegt að hafa allar verið með einkasýningu í safninu einhvern tímann á síðustu 15 árum.  Verkin sem þær sýna eru unnin með fjölbreyttri tækni og hver um sig hefur valið sína eigin leið og sína eigin túlkun og afar spennandi að sjá hvernig stefnumótið heppnast. Þær sem taka þátt í þessu verkefni eru: Gunnhildur Þórðardóttir, Inga Þórey Jóhannsdóttir, Kristín Rúnars- dóttir, Margrét Jónsdóttir, Sossa og Valgerður Guðlaugsdóttir.  ÓVÆNT STEFNUMÓT Á LJÓSANÓTT GALDRAMEISTARI OG SKAPANDI LISTAMAÐUR Á LJÓSANÓTT Þau eru svo frábær tilboðin okkar yfir Ljósanæturhelgina ♥ Kíktu, þú sérð ekki eftir því ♥ HAFNARGÖTU 23 • ZOLO.IS 4 LJÓSANÓTT 20 ÁRA f immtudagur 5. september 2019 // 33. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.