Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.09.2019, Qupperneq 16

Víkurfréttir - 05.09.2019, Qupperneq 16
Ljósanótt 2019 Björgin Geðræktarmiðstöð Suðurnesja verður með Geðveikt kaffihús og markað 6. og 7. september á Suðurgötu 15–17 (Hvammur) frá kl.11.00 til 18.00. Handgerðir munir og heimabakað bakkelsi verður til sölu. Nýbakaðar vöfflur og heitt kaffi á könnunni á góðu verði. Endilega kíkið við, styrkið gott málefni og eigum góðar stundir saman. Heimilisþrif Ég heiti Elona og ég tek að mér heimilisþrif. Fagleg og persónluleg þjónusta, tek með mér öll helstu hreinsiefni og nauðsynlegan búnað. Innifalið í þrifum: n Gólf ryksugað og skúrað n Þurrkað af öllum helstu yfirborðsflötum n Baðherbergi þrifin, klósett, vaskur, bað/ sturta og þurrkað af baðinnréttingu. n Þurrkað af öllum speglum n Búið um rúm og skipt um rúmföt sé óskað eftir því n Eldhús þrifið, eldavél, örbylgjuofn, ísskápur að utan og þurrkað af eldhúsinnréttingu. n Allar ruslafötur tæmdar. Verð frá 15.000-30.000 kr. eftir stærð. Elona Stanislavsdóttir Sími: 861-3127 E-mail: elona.stan@gmail.com Allt hreint þjónustar fjölda fyrirtækja og stofnanir í Reykjanesbæ sem og á höfuðborgarsvæðinu. Allt hreint býður fyrirtækjum og stofnunum upp á reglubundnar ræstingar. Við áttum samtal við Halldór Guðmundsson en hann ásamt eiginkonu, Ingu Rut Ingvarsdóttur, eiga fyrirtækið Allt hreint. Áratuga reynsla „Ég er búinn að vinna við ræstingar í 32 ár. Ég var átján ára þegar ég byrjaði að vinna við ræstingar í flugstöðinni og hef ekki unnið á mörgum stöðum um ævina. Ég var aldrei hræddur við að henda mér í djúpu laugina en það gerði ég aðeins 20 ára þegar mér var boðið að vera vaktstjóri. Allt hreint hefur á bak við sig ræstingarfólk sem hefur áratuga reynslu af ræstingum en við leggjum sérstaklega áherslu á persónuleg samskipti við verkkaupa. Við veitum einnig alla þá aðstoð sem þörf er á, hvað varðar ráðgjöf og fleira. Þegar ég var 24 ára stofnaði ég þetta fyrirtæki því ég vildi vinna hjá sjálfum mér. Það þarf alltaf að hreinsa og þrífa alls staðar. Í dag eigum við þetta saman við hjónin en konan mín sér um skrifstofuna, launin, reikninga og innheimtu en ég sinni rekstrinum, mannaráðningum og verkstjórn,“ segir Halldór. Misstum þetta í hruninu „Við misstum þetta í hruninu en okkur tókst að eignast fyrirtækið aftur á átta árum og erum ánægð með reksturinn í dag. Orðspor fyrirtækisins er gott og það skiptir öllu í þessum geira. Okkur helst einstaklega vel á kúnnum og einnig starfsfólki. Starfsfólkið okkar er þjálfað í upphafi og ákveðnar verk- lagsreglur kenndar þeim. Það skiptir máli að allir standi sig vel. Við erum með ca 40 manns í vinnu, hörkudug- legt starfsfólk sem við erum mjög ánægð með. Hér er starfsaldur mjög hár, margir hafa unnið hjá okkur í yfir tíu ár og enn fleiri yfir fimm ár sem er ekki algengt þegar um ræstingar er að ræða, en verkstjórinn hefur til að mynda unnið hjá okkur í yfir 25 ár, en það er Andrea Karlsdóttir. Við viljum halda í starfsfólkið okkar og gerum vel við þau. Við aðlögum vinnutíma að þeim sem þurfa þess vegna leikskóla og fleira og erum með launakerfið greitt eftir dagvinnu og næturvinnu en ekki á jafnaðartaxta. Þegar við hlúum að starfsfólkinu okkar svona þá helst það betur í vinnu hjá okkur. Við höfum reynt að brjóta upp og bjóða upp á viðburði með þeim. Allt er þetta gert til þess að skapa góðan liðsanda og góða stemningu á vinnu- staðnum,“ segir Halldór. Fullt af verkefnum í dag „Við þjónustum yfir 60 verkkaupa sem eru í föstum viðskiptum hjá Allt hreint, að stærstu leyti erum við hér á svæðinu en einn starfsmaður er fyrir okkur í Reykjavík. Í dag sinnum við eingöngu föstum þrifum hjá fyrir- tækjum og stofnunum og erum hætt að taka að okkur að hreinsa nýbygg- ingar. Við notum umhverfisvæn efni og erum með svansvottun, eina fyrirtækið á þessu sviði hér á Suður- nesjum. Það hafa orðið svo miklar breytingar í viðhorfi almennings til umhverfisverndar að við erum ekki gjaldgeng alls staðar nema að vera með umhverfisvæna vottun. Við flytjum inn öll efni sjálf. Við erum með lager og erum mjög vel tækjum búin, það skiptir máli. Reksturinn gengur mjög vel og við erum glöð með stöðu fyrirtækisins,“ segir Halldór. Margir minnast Gvends þribba sem þótti kyn- legur kvistur í gömlu Keflavík á árum áður. Þann 25. september árið 1911 eignaðist fátæk móðir að Fossi í Arnarfirði þríbura, Gvend þribba og tvö önnur börn en aðeins Gvendur lifði af fæðinguna og komst til fullorðinsára. Hann var skírður Guðmundur en ávallt kall- aður Gvendur þribbi. Skírður eftirnafni í höfuðið á kaupfélagsstjóra Á þessum tíma var Pétur Snæland kaup- félagsstjóri í Kaupfélaginu á Flateyri í Önundarfirði. Hann fann til með fátækri móðurinni og gaf henni að borða. Konan ákveður að skíra drenginn sem lifði, Guð- mund Snæland, þessu sama eftirnafni með þakklæti og af virðingu við góða kaupfélagsstjórann. Snyrtimenni sem angaði af Old spice Þótt Gvendur væri yfirleitt ölvaður var hann ætíð mikið snyrtimenni og kurteis. Hann kallaði sig heimsfrægan munnhörpuleikara um allt Ísland. Í seinni tíð gekk hann yfirleitt um í nokkurs konar einkennisbúningi, sem gátu verið allskonar. Oft var hann klæddur síðum dökkum frakka með kasketi á höfði eða jakka með hatt á höfði. Hann bauðst til að spila á munnhörpu sína fyrir börn og fullorðna á götum Keflavíkur en hann átti nokkrar munnhörpur. Laglínan var ekkert allt of skýr og fólk áttaði sig ekki alltaf á því hvaða lag hann væri að spila. En þetta var góður kall og glaðlyndur, sjálfsagt eilítið sérvitur. Gvendur angaði af Old spice rakspíra, bæði úr munni og af andliti en á þessum tíma drukku menn jafnvel rakspíra eða bökunardropa til að drýgja aurinn. Hann tók í nefið og var með silfurhringi í stærri kantinum nánast á hverjum fingri. Allir þekktu Gvend þribba Valtýr Guðjónsson skrifaði grein í Tímanum, um Guðmund Snæ- land, Gvend þribba, í tilefni sex- tíu ára afmælis hans árið 1971, sem lýsir persónu hans vel; „Guðmundur hefur ávallt verið barn síns tíma, síungur og fylgzt með nýjungum. Það var því ósköp eðlilegt, er innrás Vest- firðinga hófst til að skapa nýja og skemmtilegri Keflavik, að snillingurinn fylgdi líka í kjöl- farið og flyttist hingað suður, þar sem hann hefur alið aldur síðan. Varla er til það smábarn, að það kannist ekki við þennan heiðursmann, sem þrátt fyrir erfið spor og erfiða sjúkralegu eftir válegt slys, heldur alltaf sínu striki, brosandi og hamingjusamur, og sýnir okkur hinum, sem ef til vill höfum verið eilítið heppnari í lífinu, hvernig sannur lífsspekingur á að lifa lífinu. Á þeim dögum, sem liðnir eru síðan þetta var ritað, hefur Guðmundur að minnsta kosti tvívegis hafnað brottför af leik- sviði jarðlífsins, — hann hefur ekki að svo komnu viljað ganga eilífð- arfaðminum endanlega á hönd, heldur skotið honum ref fyrir rass. Sjálfur er hann og hefur verið fús að rétta þeim hjálparhönd, sem hjálpar þurfa, eftir því sem kraftar leyfa: ekki sízt var hann góður að moka. Megi honum verða að ósk sinni um að lifa lengi á meðal okkar eins og hann langar mikið til. Og ef sá, sem á hæstum situr tróninum kynni að heyra þá frómu ósk, hver veit þá nema hann virði hana og uppfylli. Allir vilja nú samt komast heim. Og þegar G.Snæland klæðist búningi hefðarmanna lögregluforingja eða jafnvel hershöfðingja, því svo ber við, þá er það hann, göngumaður um stræti og torg.“ Ljós líðandi stundar Gvendur þribbi sagði sjálfur eftirfarandi í tilefni afmælisins; „Mér þætti rétt, að þú létir þau tiðindi berast að ekki hafa allir keisarar átt þvi að fagna að vera Ijós líðandi stundar í eigin augum og allra þeirra sem líta rétt á hlutina né heldur því að verða sextugir.“ Gvendur þribbi dvaldi á elliheimilinu Hlévangi í Keflavík síðustu æviár sín og dó árið 1981, sjötugur að aldri. Aleigan hans komst fyrir í tveimur skókössum. Örsýning verður á persónu- legum munum úr eigu Gvends þribba í Duushúsum á Ljósanótt. Það er Byggða- safn Reykjanesbæjar sem stendur að örsýningunni. „Skiptir máli að skapa góðan liðsanda,“ segir Halldór Guðmundsson, eigandi ræstingafyrirtækisins Allt hreint sem er með 40 manns í vinnu. Vildi vinna hjá sjálfum sér Mar ta Eiríksdóttir marta@vf.is VIÐTAL EFTIRMINNILEGIR BÆJARBÚAR GVENDUR ÞRIBBI, ÓKRÝNDUR KEISARI 16 REYKJANESBÆR 25 ÁRA f immtudagur 5. september 2019 // 33. tbl. // 40. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.