Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.09.2019, Síða 27

Víkurfréttir - 05.09.2019, Síða 27
til framkvæmda í gegnum þetta fé- lag. Sveitarfélögin voru eigendur að Fasteign allan tímann en með því að búa til félagið þá höfðum við greiðari aðgang að lánsfé því bankar lánuðu ekki sveitarfélaginu, sem slíku, það sem til þurfti. Það var samþykkt mótatkvæðalaust í bæjarstjórn að fara þessa leið. Ef við hefðum verið bókhaldarar, sem hræddust lánsfé til uppbyggingar þá hefði ekkert af uppbyggingarstarfinu sem fram fór næstu árin í Reykjanesbæ átt sér stað. Til að koma hlutunum á hreyfingu þá yrðum við að fjárfesta og fjárfesting kostar,“ segir Árni. Rödd bæjarbúa skiptir máli Árni og félagar brydduðu upp á ýmsum nýjungum í stjórnartíð sinni sem ekki hafði áður verið gert, eitt af því voru íbúafundir í hverfum bæjarins. Í fyrsta sinn voru bæjar- búar spurðir hvað þeim fyndist. „Við leituðum til bæjarbúa um hug- myndir og settum strax fram plagg sem við kölluðum „Framtíðarsýn“. Kjarninn fjallaði um hamingju, sem við ætluðum ekki að skilgreina fyrir hvern og einn en það er að horfa fram á við, til framtíðar. Að þú veist hvert þú ætlar. Að sérhver einstaklingur eigi framtíðarsýn, að hver manneskja eigi sér tækifæri og þar kemur skólinn, uppeldi og menntun sterkt inn. Að geta lesið sér til gagns og reiknað. Sem sveitarstjórnarmaður veit ég að þetta var tímamótamarkmið, það er að sveitarfélag skilgreindi í stefnu sinni að mikilvægast væri að stuðla að heilbrigði og hamingju allra íbúa með þeim hætti að verkefni sveitar- félagsins legðu áherslu á líflínu og mikilvæga áfanga í lífi hvers einstakl- ings frá meðgöngu til fullorðinsára. Öll menntun, iðnmenntun, háskóla- menntun, skiptir okkur máli. Til þess að láta drauma okkar rætast verðum við að hafa ákveðin tól og verkfæri í töskunni okkar. Við vildum byggja upp betra menntasamfélag hér í bæ, á leikskólum og í grunnskólum. Okkur tókst gríðarlega vel gagnvart þeim verkefnum í menntamálum, svo vel að önnur sveitarfélög komu til okkar í heimsókn til að skoða módelið, sjá hvað við værum að gera því nemendur bæjarins voru farnir að skora mun hærra í samræmdum prófum á undra- verðum tíma,“ segir Árni stoltur. Skuldahlutfall var erfitt frá byrjun Reykjanesbær stóð ekkert sérstaklega vel fjárhagslega þegar ný bæjarstjórn tók við. Verkefnin voru mýmörg sem Árni og félagar, samstarfsfólk, tókust á við á þessum árum; „Þegar ég tók við stöðu bæjarstjóra var skuldahlutfallið 200% árið 2002. Það var strax svona erfitt. Þessar stað- reyndir hafa farið framhjá mörgum sem fáruðust yfir háum skuldatölum, sérstaklega í kjölfar hrunsins. En oft var gagnrýnin ómarkviss og röng. Bærinn fékk til dæmis viðurkenningar fyrir hagstæðan rekstur á þessum tíma. Auðvitað má gagnrýna ákveðnar fjárfestingar á stjórnunartímabili okkar, því þær voru margar og miklar, sem nú hafa skilað okkur verulega fram á við. Markmiðið var að stuðla að og undirbúa öll þau tækifæri sem möguleg væru til að styrkja atvinnu- lífið, fjölbreytt störf, menningu og menntun á svæðinu. Víkingaheimar voru til að efla ferðaiðnaðinn en við hefðum kannski átt að leyfa ein- staklingsframtakinu að sjá um það. Sumir gagnrýndu vandaðan tónlistar- skóla og endurbætur Stapa. Það er þó dæmi um verkefni sem mun skila menningararfi svæðisins til komandi kynslóða. Framkvæmdir við uppbygg- inu kísilversins voru mistök, þótt einkaframtakið hafi alfarið kostað þá uppbygginu. Það breytir ekki því að við verðum að huga áfram að fjöl- breyttum og vel launuðum störfum,“ segir Árni. Vildum skapa góða íbúabyggð Hugmyndir Árna og félaga voru að nýta Helguvík til þess að skapa fjöl- breytileg og vel launuð störf á svæð- inu. Fleiri verkefni voru krefjandi á þessum árum. „Í dag er auk Bláa lónsins og Reykja- nesbæjar, einn stór vinnuveitandi á svæðinu, ISAVIA og þar geta launin ekki stigið upp endalaust. Þegar her- inn fór þá vorum við aðeins að vissu marki búin að undirbúa okkur. Við höfðum leitað svara víða um hvað best væri að gera ef varnarliðið hyrfi af landi brott. Niðurstaðan varð sú að breyta svæðinu í frumkvöðlasvæði og háskólasvæði. Nafnið Ásbrú með ákveðna tilvísun í goðheima, kom seinna. Við vorum því að nokkru leyti undirbúin þegar herinn fór árið 2006. Þá vorum við tilbúin með til- lögur um það sem best hafði virkað annars staðar við svipaðar aðstæður. Þróunarfélagið Kadeco, varð til og hélt utan um verkefnið fyrir íslenska ríkið. Keilir, háskólabrú, flugnám og háskólatenging varð síðan sterkur bakhjarl í frekari hugmyndaþróun, með frábæru fólki. Ég las nýlega út- tekt á brotthvarfi hersins þar sem sėrstaklega var þess getið að fum- laus aðkoma Reykjanesbæjar hafi skipt miklu máli fyrir hversu vel tókst að forða algeru fíaskó á svæðinu við brotthvarf hersins,“ segir Árni með áherslu. Fjölskylduvænt umhverfi fyrir alla aldurshópa „Allt sem við unnum að á þessum árum var vandað og hugsað til fram- tíðar enda var bærinn að stækka. Við töldum mjög mikilvægt að efla og styrkja allar grunnstoðir og að gera bæinn okkar fallegan og sam- keppnishæfan fyrir fjölskyldur sem væru að íhuga framtíðarbúsetu. Nokkur dæmi um þau verkefni sem við skiluðum af okkur eru bygging Akurskóla, Vesturberg nýr leikskóli, bætt aðstaða Tjarnarsels, viðbygg- ing Hjallatúns, leikskólinn Akur var byggður, byggt við leikskólann Holt, endurbygging leikskólans Vallar, Háa- leitisskóli og leikskóli á Ásbrú, Nes- vellir, bæði félagsaðstaða aldraðra og hjúkrunarheimili, endurbygging við Stapa, Hljómahöll, Tónlistarskólinn, Rokksafnið, endurbygging Duushúsa, Fishershúss, Íþróttaakademían var byggð, við byggðum við félagsaðstöðu við Íþróttahús Njarðvíkur o.s.frv. Við vörðum alla strandlengjuna, notuðum grjótið úr Helguvík til þess og gerðum í leiðinni göngustíga meðfram sjónum frá smábátahöfninni í Keflavík og alla leið inn í Kópu í Innri Njarðvík. Við létum grafa upp alla Hafnargötuna og lögðum hana á ný. Við lögðum kapp á að versla við heimamenn. Við vildum efla húsnæði mennta- stofnana og varðveita gamla menn- ingu, fá meiri tengingu íbúanna við svæðið sjálft. Á sama tíma og þessar miklu fjárfestingar stóðu yfir náði bæjarfélagið að vera í hópi best reknu sveitarfélaga þrátt fyrir allt. Ég vann með frábæru starfsfólki sem elskaði vinnuna sína og þannig náði maður að virkja kraftinn í fólkinu. Þetta var frábær tími.“ Reykjanes frekar en Suðurnes Margir innfæddir voru ekki sáttir þegar allt í einu var hætt að tala um Suðurnes heldur bjuggum við nú á Reykjanesi. Suðurnesjamenn hváðu og sögðu Reykjanes vera úti við Reykja- nesvita. Við búum á Reykjanesskaga en erum Suðurnesjamenn. Maður fann litla tengingu við þetta nafn í upphafi. Hvers vegna vildu menn breyta markaðssetningu svæðisins Árni? „Suðurnes er fallegt orð sem aldrei fer frá þessu svæði. Varðandi notkun á nafni til að lýsa svæðinu þá var gerð stór könnun um afstöðu Íslendinga til ákveðinna orða. Það var stuttu fyrir mína tíð hér. Spurt var hvað fólki dytti í hug þegar það heyrði eftirfarandi nöfn; Suðurnes. Svar: rigning og rok, Keflavík: Hljómar, lélegar götur, Njarðvík: óþekkt svæði. Reykjanes: jarðhiti, hrikalegt hraun, brim. Við sáum hvað afstaða fólks til ákveðinna orða gat haft mikil áhrif á hugmyndir fólks um svæðið og því ráðlagði Markaðs- og atvinnumála- skrifstofan okkur að nota Reykjanes í kynningum. Varðandi innri markaðs- setningu bæjarins, þá taldi ég góðar fréttir af skóla- og menningarmálum vera sterkastar. Við vildum fjölga íbúum í Reykjanesbæ. Það er hag- stæðari eining rekstrarlega séð að búa til dæmis í 20.000 íbúa bæ. Við vildum stækka bæinn, þróa og efla Innri Njarðvík sem nýtt byggingar- svæði.“ Árni er sáttur Þegar hlustað er á Árna þá finnur maður hvað hann er hugmyndaríkur og hefur uppbyggilegar skoðanir um samfélagið. Manni finnst eiginlega synd að missa svona frumkvöðul úr allri hugmyndavinnu varðandi framtíð svæðisins. Árni og félagar gerðu margt gott fyrir Reykjanesbæ og komu bænum svo sannarlega á kortið. Jákvæð umfjöllun fjölmiðla varð algengari í stjórnartíð hans og snérist oftar en ekki um skemmtilegt og frjótt mannlíf. Það getur verið gott að hafa svona frumkvöðla innanborðs því þeir koma hlutunum á hreyfingu. Glöggt er gests augað. „Hrunið var partur af stigvaxandi vanda. Ég gat ekki séð fyrir frekar en aðrir hvert allt stefndi. Við bregðumst við aðstæðum. Það þarf að hlusta, vera sjálfsgagnrýninn, viðurkenna mistök og fá tækifæri til að leiðrétta. Maður er að „verja fé“ en ekki að „eyða fé“ ef maður gerir það skynsamlega. Ef við horfum á þetta bæjarfélag í dag þá hefur margt tekist vel. Þetta var gott tímabil í lífi okkar hjóna þrátt fyrir baráttuna. Við Bryndís horfum á árangurinn, það var aldrei svo þung- skýjað að við sæjum ekki til sólar. Stundum voru aðstæður mjög erfiðar í bæjarfélaginu, sérstaklega þegar herinn fór. Þegar einhver grætur við dyrnar hjá þér þá hugsarðu ekki um bókfærsluna. Við hjá Reykjanesbæ, fórum í að búa til úrræði fyrir at- vinnulaust fólk. Það var mjög stór hópur sem við vildum hjálpa í að halda virðingu sinni eftir atvinnu- missinn. Félagsþjónustan kom sterk inn og er einstök í Reykanesbæ, þar er einstakt starfsfólk sem stóð í ströngu á þessu tímabili,“ segir Árni alvar- legur í bragði. Vinnur við hugmyndasmíði „Ég er í nokkrum verkefnum í dag en er mest að vinna fyrir Bláa lónið og fyrirtæki því tengdu í hugmyndavinnu um framþróun nokkurra verkefna. Ég hef einnig verið að vinna með Sjávar- klasanum. Svo er ég að vinna með minni ástkæru eiginkonu sem teng- ist menntamálum en það er ástríða okkar beggja. Ég er frumkvöðull í eðli mínu og öll þessi verkefni eru á þeim nótum. Ég ákvað að draga mig út úr pólítík, alls ekki að hætta til að fara í aftursætið og nöldra, heldur hætta alveg og horfa jákvæðum augum til framtíðar. Mér sýnist margt vel gert í bæjarfélaginu hjá þeim sem stýra núna. Ég get ekki annað en verið stoltur af því sem við höfum áorkað síðustu ár og áratugi enda er Reyka- nesbær að uppskera af sáningu sem átti sér stað á erfiðum tímum ásamt því að halda áfram götuna fram um veg. Þannig viljum við að lífið haldið áfram samfélaginu til góðs.“ segir Árni að lokum. Hjónin Árni og Bryndís. Árni er liðtækur á gítar. 27REYKJANESBÆR 25 ÁRA f immtudagur 5. september 2019 // 33. tbl. // 40. árg.REYKJANESBÆR 25 ÁRA

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.