Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.09.2019, Page 58

Víkurfréttir - 05.09.2019, Page 58
Njarðvíkurmærin Elfa Hrund Gutt- ormsdóttir gerði sér lítið fyrir og fékk einn af stærri gerðinni þegar hún veiddi fyrsta laxinn sinn. Hún var við veiðar í Langá á Mýrum og maríulaxinn kom á fluguna hjá Elfu Hrund í Stórhólmakvörn. „Við sett um und ir flug una Haug ur og ég byrjaði að kasta og svo bara eft ir smá­ stund tók lax. Ég fékk kökk í háls inn, ég skal viður kenna það, þetta var bara þannig til finn ing,“ sagði Elfa Hrund í sam tali við Sporðaköst á mbl.is. Elfa Hrund sagði í samtali við Sporða­ köst að hún hafi ekki áttað sig á því hversu stór fiskurinn var sem hún setti í. Viðureignin stóð í 45 mínútur. „Ég var aldrei stressuð, leið bara virki lega vel, enda með góðan leiðsögu mann mér við hlið.“ „Ég hélt að þetta væri kafari hann var svo stór. Ég sleppti hon um og kyssti hann með orðunum; Bless ást in mín,“ sagði Elfa Hrund í spjallinu við Sporða­ köst. Elfa Hrund með stórlaxinn og ánægðan leiðsögumann, Árna Friðleifsson. FÉKK EINN STÓRAN! ELFA HRUND Um er að ræða þjálfun fatlaðra einstaklinga frá sex ára á ýmsu getustigi í eftirfarandi greinum: Sund: Æfingar fara fram þrisvar í viku í sundlaug Akurskóla sem og í Vatnaveröld. Fimleikar: Æfingar fara fram tvisvar í viku í húsi fimleikadeildar Keflavíkur. Fótbolti yngri: Æfing er einu sinni í viku í Sporthúsinu, Ásbrú. Um áhugaverð og spennandi störf er að ræða við góð skilyrði. Áhugasamir hafi samband við formann Nes á netfangið nes.stjorn@gmail.com Íþróttafélagið Nes auglýsir eftir þjálfurum til starfa Grindvíkingar töpuðu mikil­ vægum fallbaráttuleik gegn KA í PepsiMax­deildinni í knattspyrnu í gær. KA menn skoruðu tvö mörk gegn engu heimamanna sem eru í næst neðsta sæti deildarinnar, í vondri stöðu. „Þetta er bara eins og með lífið. Það er ekki alltaf þannig að sá sem að leggur mest á sig nær árangri. Við erum búnir að æfa eins og skepnur og gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná árangri. En stundum er það bara þannig að það dugar ekki til,“  sagði Gunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur í viðtali við fotbolti.net og bætti svo við: „Nú er það bara að fara inn í síðustu þrjá leikina svolítið með það hugarfar að við séum að spila fyrir stoltið og okkur sjálfa. Það verði almennileg frammistaða ekki bara mætt með hangandi haus.“ Grindvíkingar fara á Skipa­ skaga og leika gegn ÍA í 3. síðustu umferð deildarinnar næsta laugardag. Enn von hjá Keflavík Keflvíkingar unnu góðar sigur á Þór frá Akureyri í Inkasso­ deildinni á Nettó­vellinum í Keflavík sl. sunnudag. Heima­ menn skoruðu tvö mörk á síðustu mínútum leiksins, Adolf Bitego skoraði úr víti og Davíð Snær Jóhannsson, innsiglaði 2:0 sigur. Í sömu umferð gerðu Njarð­ víkingar 2:2 jafntefli við Aftur­ eldingu. Ivan Prskalo og Stefán Birgir Jóhannesson skoruðu mörk Njarðvíkur. Keflvíkingar eru í 5. sæti deildarinnar og hafa unnið síðustu 3 leiki og eiga enn fræðilega möguleika á að enda í tveimur toppsætunum en Njarð­ víkingar eru með 15 stig í neðsta sæti. Næstu tvö lið fyrir ofan, Magni og Haukar eru með einu stigi meira og því getur allt gerst ennþá. Víðismenn í toppbaráttu Veik von Víðis um að fara upp lif ir enn eft ir 4:0­sig ur á Fjarðabyggð á heima velli í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Gamla kemp an Hólm­ ar Örn Rún ars son, þjálfari liðsins, skoraði tvö mörk fyr ir Víði og Helgi Þór Jóns son og Atli Freyr Ottesen Páls son skoruðu einnig.  Þá gerðu ÍR og Þrótt ur Vog um 1:1 jafn tefli í Breiðholt inu. Al ex and­ er Kost ic kom ÍR yfir strax á 2. mín útu en liðsfé lagi hans, Stefn ir Stef áns son, fékk beint rautt spjald á 45. mín útu. Þrótt ar ar nýttu sér liðsmun inn og Al ex and er Helga son jafnaði á 57. mín útu og þar við sat. Reynismenn í 3. deildinni unnu Álftanes 3:4 á útivelli og eru í 4. sæti. Grindvíkingar berjast fyrir lífi sínu í deildinni Keflavík og Víðir við toppinn en Njarð- vík í botnbaráttu Keflvíkingar voru í skýjunum með sigurinn á Þór og Davíð Snær Jóhannsson fékk auðvitað alvöru koss fyrir markið. Á neðri myndinni má sjá markið sem Adolf Bitego skoraði af öryggi. VF-myndir/GuðmundurSigurðsson. Grindvíkingar eru í erfiðri botnbaráttu og töpuðu fyrir KA í síðustu umferð. VF-mynd/PállOrri. 58 ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 5. september 2019 // 33. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.