Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.09.2019, Blaðsíða 60

Víkurfréttir - 05.09.2019, Blaðsíða 60
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir MUNDI S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M Amfetamín í krukku? Jú, það er plastlaus september ... REVITALIFT [+ HYALURONIC ACID] 7 DAGA HÝALÚRÓNKÚR NÝTT ÞYKKNI ÚR HÝALÚRÓNSÝRU FYLLIR HÚÐINA ÞÍNA AF RAKA + Þykkni úr hýalúrónsýru + Án ilmefna INNIHALD Eftir 1 ampúlu: Húðin fær öflugan raka og frísklegra útlit. Eftir 2 ampúlur: Húðin hefur endurnýjast og er þéttari og stinnari viðkomu. ÁRANGUR ANDLITSLYFTING MEÐ AMPÚLUM D AY 1 D AY 2 D AY 3 D AY 4 D AY 5 D AY 6 D AY 7 Ev ÚÐ Á 7 D BECAUSE Y a L FÁÐU STINNARI H ÖGUM OU’RE WORTH IT ongoria. Ók án ökuréttinda með amfetamín í krukku Tæplega fertugur ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði aðfaranótt þriðjudags reyndist vera undir áhrifum blöndu af sterkum fíkniefnum að því er sýnatökur á lögreglustöð sýndu. Í bifreið öku- mannsins fannst svo meint amfeta- mín í krukku og innan klæða var viðkomandi með tvo poka af amfeta- míni sem komu í ljós við öryggisleit. Að auki ók ökumaðurinn sviptur ökuréttindum. Annar ökumaður sem einnig var tekinn úr umferð vegna gruns um fíkniefnaakstur ók sviptur ökurétt- indum. Þriggja bíla árekstur á Njarðarbraut Þriggja bifreiða árekstur varð á Njarðarbraut í Njarðvík á mánudag. Ökumaður bifreiðar ók aftan á aðra bifreið sem var kyrrstæð aftan við bifreið sem beið á rauðu ljósi. Bif- reiðin í miðjunni skall við það aftan á þeirri fremstu. Tvö börn voru í síð- astnefndu bifreiðinni. Annað þeirra svo og farþegi í miðjubifreiðinni kenndu eymsla eftir áreksturinn. Aðrir sluppu ómeiddir. Á þriðja hundruð þúsund krónur í sekt Tæplega þrjátíu ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur á undanförnum dögum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Sá sem hraðast ók mældist á 149 km hraða á Sandgerðisvegi þar sem hámarks- hraði er 90 km á klukkustund. Öku- mannsins bíða 210 þúsunda króna sekt, svipting ökuleyfis í einn mánuð og þrír refsipunktar í ökuferilsskrá. Annar ökumaður sem einnig var staðinn að hraðakstri var með of marga farþega í bifreiðinni og var því kærður fyrir það brot líka. Þá voru fáeinir teknir úr umferð vegna gruns um ölvunar- eða fíkni- efnaakstur og skráningarnúmer fjar- lægð af nokkrum bifreiðum sem voru ótryggðar eða óskoðaðar. Bifreið var ekið í gegnum öryggis- girðingu á Keflavíkurflugvelli í á mánudagskvöld. Örskammt frá þeim stað sem bifreiðin fór í gegnum girð- inguna áttu Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna og Katrín Jakobs- dóttir forsætisráðherra Íslands að funda á miðvikudagskvöld. Fjölmennt lögreglulið var sent á staðinn auk sjúkrabifreiðar. Aðstoð sjúkrabifreiðarinnar var afþökkuð þar sem ökumaður bifreiðarinnar var óslasaður. Hann var handtekinn grunaður um ölvun við akstur. Örfáa metra frá þeim stað sem bif- reiðin fór í gegnum girðinguna er hlið að aðstöðu Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli. Mikill viðbúnaður er á Keflavíkur- flugvelli þessa dagana vegna komu bandaríska varaforsetans. Ók í gegnum öryggisgirðingu við fundarstað varaforseta Bifreiðin stórskemmd innan við girðinguna. Rauða pallbílnum er lagt fyrir gatið á girðingunni þar sem smábílnum var ekið í gegn. VF-myndir: Hilmar Bragi FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN 898 2222
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.