Neyslukönnun - 01.07.1993, Blaðsíða 5

Neyslukönnun - 01.07.1993, Blaðsíða 5
Formáli í þessari skýrslu er gerð grein fyrir niðurstöðum könnunar sem Hagstofan gerði árið 1990 á útgjöldum heimila vegna endurnýjunar á grundvelli vísitölu framfærslukostnaðar. Vegna þess hversu víðtæk þessi könnun er þykir ástæða til þess að fjalla um hana og niðurstöður hennar í sérstakri skýrslu. I skýrslunni er greint frá úrtaki, þátttöku, þátttakendum, framkvæmd, úrvinnslu og niðurstöðum könnunarinnar. Niðurstöður könnunarinnar hafa þegar verið notaðar við gerð nýs vísitölugrundvallar. Við gerð hans voru niðurstöður könnunarinnar bornar saman við aðrar heimildir og þær lagfærðar þar sem misræmis þótti gæta. I þessari skýrslu eru niðurstöður könnunarinnar birtar eins og þær koma fyrir. Reynt er, eftir því sem unnt er, að bera þetta efni saman við fyrri kannanir Hagstofunnar á útgjöldum heimila. Öll úrvinnsla gagna fór fram á Hagstofunni. Margir starfsmenn hafa unnið við framkvæmd könnunarinnar og úrvinnslu og má þar einkum nefna Vilhjálm Ólafsson, Hrönn Helgadóttur, Elías Héðinsson og Sigrúnu Helgadóttur. Hagstofan naut aðstoðar Þjóðhagsstofunar við að afla upplýsinga um tekjur heimila í könnuninni og kann henni bestu þakkir fyrir. Umsjón með úrvinnslu og gerð skýrslunnar hafði Hrönn Helgadóttir en Sigurborg Steingrímsdóttir og Þyrí Baldursdóttur önnuðust uppsetningu og umbrot ritsins. Neyslukönnunin gerði miklar kröfur til þátttakenda, bæði um vinnu og vandvirkni. Hagstofan kann þeim bestu þakkir fyrir framlag þeirra og ágætt samstarf. Hagstofa íslands í júlí 1993 Hallgrímur Snorrason Preface The present report contains the findings of a household expenditure survey conducted by the Statistical Bureau of Iceland in 1990 for the main purpose of establishing a new base for the Consumer Price Index. The nature and extent of the survey merits a special publication providing a detailed account of the sampling methods, participation, sample units, conduct, processing and findings of the survey. The survey fmdings have already been utilized to rebase the Consumer Price Index. In order to make that possible, the findings were compared with other data and adjusted whereever there seemed to be some inconsistencies. The findings of the survey itself are published in this report in their unadjusted form. As far as possible, these are compared with earlier household expenditure surveys conducted by the Bureau. All data processing was carried out by the Bureau's staff while the National Economic Institute assisted in the provi- sion of information on the income of households. The household expenditure survey made great demands on the participants as regards both their time and meticulous documentation of household expenses. The Bureau wishes to express its sincere gratitude for their contribution and excel- lent cooperation. Statistical Bureau of Iceland, July 1993 Hallgrímur Snorrason

x

Neyslukönnun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neyslukönnun
https://timarit.is/publication/1396

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.