Neyslukönnun - 01.07.1993, Blaðsíða 14

Neyslukönnun - 01.07.1993, Blaðsíða 14
12 Neyslukönnun 1990 Tafla 3. Meðalstærð heimila og barnafjöldi eftir heimilisgerð og búsetu í neyslukönnun 1990 Table 3. Average size of household and children per household by type and residence in the 1990 expenditure survey Fjöldi bama Fjöldi alls Fjöldi heimila Number of Size of Number of children household households Heimilisstærð eftir heimilisgerð Size of household by type of household Hjón/sambýlisfóik með böm 19 ára og yngri 2,3: 4,33 465 Couples with children 0-19 years Hjón/sambýlisfólk án bama 2,00 95 Couples without children Einstæðir foreldrar 1,31 2,31 32 Single-parent households Einhleypingar 1,00 24 One-person households Aðrar heimilisgerðir 1,21 4,38 174 Other households Allir 1,54 3,63 790 All households Heimilisstærð eftir búsetu Size of household by residence Höfuðborgarsvæði 1,47 3,49 422 Capital area Kaupstaðir utan höfuðborgarsvæðis 1,63 3,72 232 Towns outside Capital area Önnur sveitarfélög 1,61 3,95 136 Other communes Allt landið 1,54 3,63 790 Whole country 4.2 Heimilisgerð Heimilum í neyslukönnuninni var skipt f fimm flokka eftir fjölda einstaklinga á heimilum, aldri og innbyrðis tengslum þeirra. Flokkamir voru þessir: 1) Hjón og sambýlisfólk ásamt bömum. Með barni er hér átt við einstakling 19 ára og yngri enda sé hann sonur eða dóttir húsráðenda, búi hjá þeim og hafi ekki eigin fjölskyldu á framfæri sínu. Til að fjölskylda lendi í þessum flokki má elsta bam ekki vera eldra en 19 ára. Sé eitt eða fleiri barnanna yfir 19 ára aldri flokkast heimili sem aðrar heimilisgerðir í flokki 5. 2) Hjón og sambýlisfólk án barna. 3) Einstœðirforeldrar ásamt börnum. 4) Einhleypir. 5) Aðrar heimilisgerðir. Hér eru t.d. talin heimili þar sem eru börn eldri en 19 ára, heimili þar sem fleiri en tveir ættliðir búa saman, og systkini, frændfólk eða vinir deila húsnæði. Sem fyrr segir reyndist hlutfall hjóna og sambýlisfólks ásamt bömum of hátt miðað við það sem er í þjóðskrá en hlutfall einhleypra og einstæðra foreldra var að sama skapi of lágt. Því var vægi hjóna/sambýlisfólks með börn lækkað en vægi einhleypra og einstæðra foreldra hækkað. Endanlegar niðurstöður urðu þær að við útreikninga meðalgilda var hlutfall heimila hjóna og sambýlisfólks með börn 67%, hjóna og sambýlisfólks án barna 12%, einstæðra foreldra 7%, einhleypra 9% og annarra heimilisgerða 5%. 4.3 Aldur Á mynd 1 er borin saman aldurssamsetning þjóðarinnar og allra þátttakenda í neyslukönnun árið 1990. Hlutfallslega fleiri eru í yngri aldurshópum og færri í þeim eldri í neyslukönnuninni en hjáþjóðinni í heild. Aldurshópamir 20- 24 ára og 25-29 ára skera sig þó nokkuð úr, en fremur erfiðlega gekk að ná í fólk í þessum aldurshópum. Auk þess vildi það síður taka þátt í könnuninni en fólk á miðjum aldri og hið sama má segja um fólk í eldri aldursflokkunum, 55 ára og eldri. Aldursdreifingin staðfestir að þeir sem helst vildu taka þátt í neyslukönnuninni, vom hjón og sambýlisfólk með börn og að hlutfall þeirra var of hátt í samanburði við þjóðskrá.

x

Neyslukönnun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neyslukönnun
https://timarit.is/publication/1396

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.