Neyslukönnun - 01.07.1993, Blaðsíða 19

Neyslukönnun - 01.07.1993, Blaðsíða 19
Neyslukönnun 1990 17 Frá neyslukönnuninni 1978/1979 og til neyslukönn- unarinnar 1990jukust meðalútgjöld heimila um tæplega 8% mæld á verðlagi í desember 1990. Eins og sést á myndum I og II hefur þróun einstakra útgjaldaflokka þó verið með ólfkum hætti. Hlutfall matvöru af heildarútgjöldum hefur lækkað með hverri neyslukönnun sem gerð hefur verið. Sem dæmi má nefna að í fyrstu neyslukönnuninni, sem Hagstofan gerði árin 1939-1940, var hlutfall matvöru rúmlega 42% af heildarútgjöldum. Arið 1959 var þetta hlutfall komið rétt niður fyrir 40% og í tæp 27% árið 1968. Þetta hlutfall hefur haldið áfram að lækka og er nú komið niður í rúm 22%. Skýringuna á lækkandi hlutfalli matarútgjalda í heildarút- gjöldum er meðal annars að finna í aukinni velmegun. Vel þekkt er að hlutdeild matvöru í heildarútgjöldum lækkar eftir því sem rauntekjur hækka vegna þess að kaup á matvörum aukast aðeins upp að ákveðnu marki með auknum tekjum. Hlutfall drykkjarvöru og tóbaks hefur haldist mjög svipað í síðustu þremur neyslukönnunum en hefur þó heldur farið lækkandi. Til drykkjarvöru teljast gosdrykkir, óáfengt öl, áfengt öl og áfengi. Útgjöld vegna kaupa á fötum og skófatnaði hafa minnkað samkvæmt neyslukönnunum Hagstofunnar. Þó verður að hafa í huga að innkaupaferðir til útlanda koma ekki fram í neyslukönnunum, þ.a. lækkun útgjalda vegna kaupa á fötum og skófatnaði er eflaust að hluta vegna þess að innkaupaferðir eru að verða æ algengari. Einnig eru gjafir flokkaðar sem sérliður, en hluti þeirra er eflaust föt og skófatnaður. Útgjöld vegna rafmagns og hita hafa haldist mjög svipuð milli kannana en hlutfall þeirra af heildarútgjöldum hefur farið aðeins lækkandi. Útgjöld vegna kaupa á húsgögnum og heimilisbúnaði jukust milli neyslukannana 1978/1979 og 1985/1986 en drógust síðan saman aftur 1990. Útgjöld vegna heilsuverndar hafa aukist milli kannana og hlutfall þeirra af heildarútgjöldum hefur hækkað lítillega. Athygli vekur þegar þessar kannanir eru bornar samanj að liðurinn „Ferðir og flutningar” hefur aukist mikið. I neyslukönnuninni 1978/1979 var að meðaltali 1 bfll á hvert heimili. í könnununum 1985/1986 og 1990 mældist meðalbílaeign heimila hins vegar 1,3 bílar. Þrátt fyrir sama bílafjölda 1985/1986 og 1990 reyndust útgjöld vegna eigin bfls meiri í síðari könnuninni en hinni fyrri. Helsta ástæða fyrir aukningunni er sú að nú eiga menn dýrari bíla en áður. Hins vegar dróst þessi liður saman frá könnuninni 1978/1979 til 1985/1986 þótt meðalbflaeign ykist úr 1,0 bfl í 1,3 bfla á heimili á því tímabili. Ástæðan var sú að varahluta- og viðgerðarkostnaður var hærri 1978/1979 vegna þess að þá áttu menn eldri bíla sem voru stærri og bensínfrekari. Útgjöld vegna tómstundaiðkana hafa haldist nær óbreytt að raungildi milli þessara þriggja neyslukannana en hlutfall þeirra af heildarútgjöldum hefur aðeins farið lækkandi. Aukningu í flokknum „Aðrar vörur og þjónusta” má rekja til ýmissaþáttasvo semtilaukinnaferðalagatilútlanda.Jafnframt eru gjafir stærri hluti af heildarútgjöldum nú en áður, en þær falla í þennan flokk, auk þess sem f honum eru útgjöld sem ekki hefur verið unnt að flokka. Samkvæmt neyslukönnun 1990 vega útgjöld vegna ferða og flutninga og kaupa á matvörum mjög svipað í útgjöldum heimilanna. Taflalsýnirmeðalneysluáheimilioghlutfallslegaskiptingu útgjalda, að undanskildum útgjöldum vegna húsnæðis, samkvæmt neyslukönnun 1990 og samanburð við neyslukönnun 1985/1986. Hlutfall matvöru af heildarút- gjöldum hefur lækkað milli kannana, eins og áður hefur komið fram, en hér sést hvernig ney sla á einstökum matvörum hefur breyst. Hlutfall drykkjarvöru og tóbaks mælist aðeins lægra í neyslukönnuninni 1990 en 1985/1986. Vægi dry kkjarvöru í heimilisútgjöldum hefur þó aukist sem skýrist af því að bjórneysla mælist nú í fyrsta sinn í neyslukönnun Hagstofunnar í kj ölfar þess að sala áfengs bj órs var heimiluð á Islandi frá 1. mars 1989. Útgjöld vegna tóbaks hafa aftur á móti dregist saman um helming milli þessara tveggja kannana. Útgjöld vegna ferða og flutninga hafa aukist verulega milli neyslukannana 1985/86 og 1990 og er það rakið til meiri reksturskostnaðar eigin bíls. Bflaeign hefur samt ekki aukist, eins og áður hefur verið minnst á, heldur virðast menn eiga dýrari bfla en áður. Einnig er athyglisvert að notkun almennra flutningatækja hefur minnkað mikið en undir þann lið falla fargjöld með strætisvögnum, langferðabflum, leigubflum og flugvélum. Útgjöld vegna kaupa á heimilistækjum hafa heldur aukist en útgjöld vegna kaupa á húsgögnum og öðrum tækjabúnaði, svo sem sjónvarpstækjum, myndbandstækjum og hljómflutningstækjum, haldast mjög svipuð að krónutölu milli kannananna en lækka sé miðað við hlutfallstölur. Útgjöld vegna kaupa á bókum, blöðum og tímaritum hafa lækkað. Hækkun í flokknum „Tómstundaiðkanir” má aðallega rekja til aukinna útgjalda vegna happdrættaýmiss konar. I flokknum „Aðrar vörur og þjónusta” hafa orðið miklar breytingar. Útgjöld vegna hótel- og veitingahúsaþjónustu hafa hækkað töluvert og má rekja það að verulegu leyti til aukinna ferðalaga til útlanda. Hækkun útgjalda vegna þjónustu ót.a.st. (liður 85) og annarra útgjalda (liður 86) má rekja til helmings hækkunar á félagsgjöldum ýmiss konar og til hærri útgjalda vegna gjafa til aðila utan heimilis en þær voru flokkaðar sérstaklega. Einnig eru útgjöld, sem ekki reyndist unnt að flokka, stærri hluti en áður.

x

Neyslukönnun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neyslukönnun
https://timarit.is/publication/1396

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.