Neyslukönnun - 01.07.1993, Blaðsíða 16

Neyslukönnun - 01.07.1993, Blaðsíða 16
14 Neyslukönnun 1990 4.5 Húsnæði Tæplega 89% af heimilum í neyslukönnuninni voru í eigin húsnæði. Þetta eru svipaðar niðurstöður og fengust í neyslukönnun 1985/1986 en þá var hlutfallið um 88%. Hlutfallslega flestir bjuggu í einbýlishúsum eða 38%, 11 % í raðhúsum, 23% bjuggu í 2-5 íbúða húsum og rúm 28% bjuggu í stærri fjölbýlishúsum. Athygli vekur hve hlutfall þeirra sem bjuggu í einbýlishúsum var hátt. Ef litið er á gerð húsnæðis eftirþvíhvortheimilin voru á höfuðborgarsvæðinu eða utan þess, kemur í ljós töluverður munur. A höfuðborgar- svæðinu voru um 67% heimila í fjölbýlishúsum eða í 2-5 íbúða húsum. Annars staðar á landinu voru hins vegar yfir 70% heimila í einbýlishúsum eða raðhúsum. Meðalstærð húsnæðis var 122,6 m2 og 4,4 herbergi. Ekki kom fram marktækur munur á stærð húsnæðis eftir staðsetningu. Um 42% þátttakenda áttu bflskýli eða bílskúr og var meðalstærð þeirra 35,7 m2. í töflu 5 má sjá meðalstærð húsnæðis í neyslukönnun 1990. Tafla 6 sýnir gerð húsnæðisins og stærð eftir búsetu. Tafla 5. Stærð húsnæðis í neyslukönnun 1990 Table 5. Size ofhousing in the 1990 household expenditure survey Fjöldi m2 Herbergjafjöldi Square meters Number ofrooms Einbýlishús 150,2 5,3 Single-family houses, detached Raðhús 153,9 . 5,1 Single-family houses, terraced 2-5 íbúða hús 103,3 3,8 Houses with 2-5 flats Fjölbýlishús 90,1 3,4 Blocks offlats with more than 5 flats Meðalstærð íbúðarhúsnæðis 122,6 4,4 Average size ofhousing Meðalstærð bílskúrs/bílskýlis0 35,7 Average size ofgarage '* Um 42 % þátttakenda áttu bílskúr/bflskýli. About 42 per cent ofhouseholds owned a garage. Tafla 6. Gerð húsnæðis í neyslukönnun 1990 Table 6. Type ofhousing in the 1990 household expenditure survey Hlutfall húsnæðisgerða Höfuðborgar- svæði Capital area Kaupstaðir og bæir utan höfuðborgar- svæðis Towns outside Capital area Önnur sveitarfélög Other communes Meðaltal Average Type ofhousing, per cent Einbýlishús 21 56 67 38 Single-family houses, detached Raðhús 12 14 7 11 Single-family houses, terraced 2-5 íbúða hús 31 10 13 23 Houses with 2-5 flats Fjölbýlishús 36 19 14 28 Blocks offlats with more than 5 flats Samtals 100 100 100 100 All houses Flatarmál í m2 121,5 126,8 121,2 122,6 Square meters Fjöldi herbergja 4,3 4,6 4,6 4,4 Number ofrooms 4.6 Atvinna Könnunin 1990 náði til allra starfsstétta eins og könnunin 1985/1986. íársfjórðungsskýrslunnivoruþátttakendurspurðir um hvaða starf þeir stunduðu. Heimilið var síðan flokkað eftir starfi þess einstaklings sem hafði hæstar tekjur (aðalfyrirvinnu). Þar sem 127 heimili skiluðu ekki ársfjórð- ungsskýrslu fengust ekki upplýsingar um störf aðalfyrirvinnu þeirra. Reynt var að nota aðrar heimildir svo sem símaskrá til að komast að starfsheitum aðalfyrirvinnu á þeim heimilum og tókst það í 33 tilvikum. Ekki fengust upplýsingar um störf aðalfyrirvinnu á 94 heimilum. Tafla 7 sýnir hvernig heimili skiptust eftir störfum aðalfyrirvinnu. Flokkun á starfsstéttum í neyslukönnun 1990 er frábrugðin starfaflokkuninni í neyslukönnuninni 1985/1986 og því ekki unnt að gera samanburð milli þessara kannana. Við flokkun á störfum heimilismanna í neyslukönnun 1990 var hafður til hliðsjónar staðall Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO). Vegna takmarkaðrar stærðar úrtaksins reyndist ekki unnt að sýna flokkunina mjög sundurgreinda. Störfin voru flokkuð í fimm flokka þannig að innan hvers flokks væru störf sem gerðu svipaðar kröfur til hæfni og sérþekkingar þess sem þeim sinnti.

x

Neyslukönnun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neyslukönnun
https://timarit.is/publication/1396

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.