Neyslukönnun - 01.07.1993, Blaðsíða 12

Neyslukönnun - 01.07.1993, Blaðsíða 12
10 Neyslukönnun 1990 búreikning einhvern tíma fyrstu þrj á mánuði ársins, upp þessi útgj öld fyrir mánuðina j anúar, febrúar og mars og þannig koll af kolli. Utgjöld sem beðið var um í ársfjórðungsskýrslunni, voru t.d. viðhaldskostnaður íbúða, greiðslur af íbúðalánum, rafmagns- og hitunarkostnaður, heimilistækja- og húsgagna- kaup, rekstur á eigin bíl og fleira. I ársfjórðungsskýrslunni var einnig aflað upplýsinga um heimilið og hagi þess svo sem um husnæðismál og atvinnu heimilismanna. Þátttakendur úti á landi fengu ársfjórðungsskýrsluna í pósti en á höfuð- borgarsvæðinu fékk Hagstofan til liðs við sig spyrla til þess að fara heim til þátttakenda og skrá niður upplýsingar um þessi útgjöld. Hinar endanlegu niðurstöður neyslukönnunar- innar voru síðan tengdar saman úr búreikningum og árssfjórðungsskýrslum. Upplýsingar um kaup á matvörum, drykkjarvörum, fatnaði, hreinlætis- og snyrtivörum voru einungis fengnar úr búreikningum, þar sem ekki var spurt um þessi útgjöld í ársfjórðungsskýrslum. 3.4 Urvinnsla Urvinnsla neyslukönnunarinnar fór að öllu leyti fram á Hagstofunni. Við flokkun gagna og skráningu var að mestu fylgt erlendum fyrirmyndum með lítilsháttar breytingum. Flokkun gagna úr neyslukönnununum er nokkuð stöðluð milli landa og hafa alþjóðastofnanir svo sem Hagstofa Sameinuðuþjóðanna og Hagstofa Evrópubandalagsins gefið út staðla til þess að flokkunin sé með lfkum hætti milli landa og samanburður verði auðveldari. Utgjöldum búreikninga, sem náðu til tveggja vikna, var breytt í ársútgjöld með því að margfalda þau með hlutfalli fjölda færsludaga af heilu ári (365/14). Útgjöldum ársfjórðungsskýrslna var á sama hátt breytt í ársútgjöld með því að margfalda þau með hlutfalli færslumánaða af heilu ári (12/3). Þessi aðferð var notuð þar sem erfitt er að afla upplýsinga um útgjöld heimila fyrir heilt ár vegna þess hve mikil vinna það er fyrir hlutaðeigandi heimili. Niðurstöður neyslukönnunar voru síðan fengnar með því að tengja saman útgjöldúr búreikningum og ársfjórðungsskýrslum. Segja má að útgjöld vegna daglegra innkaupa hafi verið fengin úr búreikningum en óreglulegri og stopulli útgjöld hafi yfirleitt verið fengin úr ársfjórðungsskýrslum. Mismunandi skil búreikninga og ársfjórðungsskýrslna olli nokkrum vanda við úrvinnslu, en einungis 663 heimili af þeim 790 sem héldu búreikninga, skiluðu fullnægjandi ársfjórðungsskýrslum. Meðaltalsútgjöld þeirra, sem skiluðu ársfjórðungsskýrslum, voru þá notuð sem nálgun fyrir útgjöld þeirra, sem ekki skiluðu ársfjórðungsskýrslum. Þetta þótti besta lausnin eftir að rannsakað hafði verið hvort þau 127 heimili, sem ekki skiluðu ársfjórðungsskýrslum, væru mjög frábrugðin hinum 663 sem skiluðu báðum skýrslum. í Ijós kom að útgjöld búreikninga þessara tveggja hópa voru svipuð, heimilisgerð einnig, en mikill munur var á búsetu. Þau heimili sem skiluðu ekki ársfjórðungsskýrslu, voru aðallega úti á landi. Astæðan er sennilega sú að ársfjórðungsskýrslur voru sendar í pósti út á land en spyrlar fóru heim til þátttakenda á höfuðborgar- svæðinu eins og áður var getið. Af þeim 127 heimilum sem ekki skiluðu ársfjórðungsskýrslu voru 23 á höfuðborgar- svæðinu, 73 í kaupstöðum og bæjum utan höfuðborgarsvæðis og 31 í öðrum sveitarfélögum. Fyrir útgjaldaflokkana, sem notaðir voru úr ársfjórðungsskýrslum, voru því reiknuð meðaltöl eftir búsetu og þau notuð sem nálgun fyrir útgjöld úr ársfjórðungsskýrslum fyrir þau heimili sem ekki skiluðu ársfjórðungsskýrslum. Upplýsingar um tekjur þátttakenda voru fengnar úr skattframtölum og naut Hagstofan aðstoðar Þjóðhagsstofnunar við að afla upplýsinga um þær. 3.5 T ölfræðilegt gildi rannsóknarinnar Tölfræðilegt gildi þessararkönnunar ræðst af mörgumþáttum. Þar ber fyrst að nefna stærð úrtaksins. Eins og áður hefur komið fram, hefur úrtak neyslukönnunar Hagstofunnar aldrei verið stærra en í neyslukönnuninni 1990. Þá er færst meira í fang með þessari könnun en í fyrri könnunum, þar sem úrtakið er brotið niður eftir ýmsum félagslegum og hagrænum þáttum, svo sem búsetu, heimilisgerð og tekjum. Því meira sem úrtakið er brotið niður, þeim mun stærra þarf það að vera til þess að flokkar verði nægilega stórir og niðurstöður geti talist marktækar. Sambærilegar kannanir erlendis miðast við margfalt stærri úrtök þó svo að hlutfall úrtaksins af þjóðinni sé hærra á Islandi en í öðrum löndum. Niðurstöður um útgjöld eru einnig misjafnlega áreiðanlegar eftir þ ví um hvaða tegund vöru og þjónustu er að ræða. Þannig má gera ráð fyrir að nokkuð áreiðanlegar upplýsingar fáist um útgjöld sem eru tíð og í tiltölulega smáum fjárhæðum. Séu útgjöld stopul geta tilviljanakennd frávik ráðið miklu um niðurstöður. I allmörgum útgjaldaflokkum eru flest heimili með engin útgjöld, en fáein heimili eru með mjög mikil útgjöld. Þetta á t.d. við um útgjöld vegna utanlandsferða og bílakaupa. Þegar úrtakinu er skipt mikið niður, eftir ýmsum þáttum svo sem tekjum, starfi eða búsetu, geta einstakir hópar orðið mjög litlir. Breytileiki í niðurstöðum getur því orðið mjög mikill og staðalfrávik hátt í útgjaldaflokkum þar sem flest heimili eru ekki með nein útgjöld en fáein mjög mikil. Áhrif þess að umreikna útgjöld í ársútgjöld gefur því skekkta mynd þegar reynt er að meta meðalársútgjöld á heimili í litlum flokkum. Annar veigamikill þáttur, sem hefur áhrif á áreiðanleika kannana af þessu tagi, er kerfisbundnar skekkjur. Helstu skekkjuraf þessu tagi eru úrtaksskekkjurog svörunarskekkjur. Urtaksskekkja verður til ef lfkur á að lenda í úrtaki eru ekki jafnar fyrir alla í þýðinu. Úrtak neyslukönnunarinnar var tekið með þeim hætti að valdir vom, af handahófi, einstaklingar úr þjóðskrá á aldrinum 0-70 ára. Könnunin tók til allra sem voru á heimili þess sem kom í úrtakið. Einingin í könnuninni var heimili og meiri líkur voru á því að stór heimili lentu í úrtakinu en lítil. Svömnarskekkja verðurhins vegartil vegna misjafnrar þátttöku hinna ýmsu hópa sem lentu í úrtakinu. Þegar skoðaðar vom fjölskyldur á heimilum sem tóku þátt í könnuninni og þær flokkaðar, kom í ljós að hlutfall barnafjölskyldna var of hátt en hlutfall einstæðra foreldra og einhleypra of lágt borið saman við þjóðskrá. Þetta er bæði afleiðing af úrtaksskekkjunni, sem áður var minnst á, og af því að auðveldara reyndist að ná til fjölskyldna með börn auk þess sem þær höfðu meiri áhuga á viðfangsefni könnunarinnar en aðrir hópar og vildu því frekar taka þátt í henni. Búin var til vog til þess að reyna að leiðrétta fyrir úrtaksskekkju og svörunarskekkju þannig að hlutfall einstakra svarendahópa, flokkað eftir heimilisgerð, yrði svipað og í þjóðskrá eins og nánar er rakið hér á eftir. Loks getur orðið til skekkja vegna þess að upplýsingar frá ólíkum hópum eru misgóðar, en það var ekki metið sérstaklega í þessari könnun.

x

Neyslukönnun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neyslukönnun
https://timarit.is/publication/1396

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.