Fréttablaðið - 12.10.2019, Blaðsíða 30
800
700
600
500
400
300
200
100
Kynferðisofbeldi 2. hluti af 5
Fjölskyldan grunlaus
„Svo gerist það fyrir rúmlega tveim-
ur árum að Þorsteinn hverfur,“
segir Karen og segir dóttur hans
hafa beðið sig um hjálp við að finna
hann.
„Og við ásamt foreldrum mínum
förum að leita að honum. Mamma
og pabbi mæta upp á lögreglustöð
og fá engin svör. Helst óttuðumst
við að hann hefði keyrt í sjóinn.
Ég fékk ráðleggingar frá vinkonu
minni um að hringja aftur upp á
lögreglustöð og gefa mig ekki í sím-
anum fyrr en ég fengi einhver svör.“
Karen fékk að lokum þau svör frá
lögreglunni að hann væri í haldi.
„Og í einfeldni minni spurði ég
hvort hann hefði verið tekinn fullur
á bíl, mér datt ekkert annað í hug.
En nei, þessi ágæti lögreglumaður
sagði mér að sakirnar væru mun
alvarlegri en það.“
Fjölskyldan var alveg grunlaus
um brot Þorsteins. Karen hringdi
og spurðist fyrir í kunningjahópi
bróður síns. Hún fékk engin svör frá
þeim en fann að eitthvað var ósagt.
Erfiðasta verkefni lífsins
Karen er bæjarfulltrúi fyrir Sjálf-
stæðisf lokkinn í Kópavogi og eitt
kvöldið fékk hún heimsókn frá
félaga sínum. „Hann biður mig að
setjast niður. Þessari stund gleymi
ég aldrei. Hann sagði mér frá máli,
sem hann vissi að tengdist bróður
mínum og varðaði nálgunarbann
sem hann átti að hafa fengið á sig
vegna kynferðisbrots og að dreng-
urinn væri mjög ungur. Ég gjörsam-
lega fraus og gat ekki meðtekið hvað
sagt var. Ofan á þetta komst ég að
því að þetta mál hefði verið rætt
innan Sjálfstæðisf lokksins í smá
tíma og ég upplifði mikil svik, að
hafa ekki verið látin vita af þessu
fyrr og mögulega þá getað komið
í veg fyrir það sem gerðist seinna.“
Nálgunarbönnin sem voru sett á
Þorstein leiddu að lokum til þess að
hann var handtekinn fyrir að hafa
nauðgað drengnum á gistiheimili.
„Eftir þetta tók við ofsalega snúinn
tími. Ég þurfti að hafa samband við
hina bræður mína sem einfaldlega
trúðu þessu ekki. Að lokum fengum
við staðfestingu á þessu og þá tók
við það verkefni að segja foreldrum
okkar og börnunum hans frá,“ segir
Karen og segir það verkefni hafa
verið það erfiðasta sem hún hafi
tekið að sér allt sitt líf. „Börnin hans
höfðu fram að þessu þolað mikið
meira en nóg. Þetta er erfiðasta
verkefni sem ég hef tekið að mér. Að
þurfa að mæta þeim öllum saman,
horfa í augu þeirra og tilkynna þeim
að pabbi þeirra væri í gæsluvarð-
haldi fyrir alvarleg kynferðisbrot.
Ég man bara brot af viðbrögðum
þeirra við þessu, en einna helst
man ég að það hreinlega slokknaði
allt líf í augum þeirra. Grátur, van-
trú, sorg, reiði, allt í einu og á sömu
mínútunni.“
Firrt umræða um flokkinn
Við tók erfiður tími þar sem fjöl-
skyldan upplifði skömm, sorg og
viðbjóð á því sem Þorsteinn hafði
gert. „Við tók óendanlega furðu-
legur tími. Ég er starfandi í stjórn-
málum, er bæjarfulltrúi fyrir Sjálf-
stæðisf lokkinn í Kópavogi. Mér
fannst allir vera að tala um mig,
hver sundferð, hver búðarferð og
ráðstefna var kvöl og pína. Ég upp-
lifði svo mikla skömm og sorg, og
um leið svo mikinn viðbjóð á því
sem hann hafði gert. Ég er eins og
allir aðrir í þessu samfélagi, hef
aldrei haft umburðarlyndi fyrir
þeim sem brjóta á börnum og alltaf
haft skömm á þeim sem svo gera. Ég
á tvær dætur og sem foreldri get ég
aldrei samþykkt of beldi á börnum
í hvaða mynd sem það kemur. Ég
hef setið í barnavernd og velferðar-
ráði og alltaf látið mig velferð barna
varða og barist fyrir réttindum
þeirra. Allt í einu var ég tengd brota-
manni gegn börnum og umræðan
um Sjálfstæðisflokkinn blandaðist
alltaf einhverra hluta vegna inn
í þetta. Eins og þar væri eitthvert
skjól fyrir slíka menn frekar en ann-
ars staðar, algerlega firrt umræða
en fór mikinn á þessum tíma,“ segir
Karen og segir fjölskylduna einnig
hafa orðið undrandi á því að Þor-
steinn hefði verið fær um að beita
svona miklu of beldi.
Erfiðar tilfinningar
„Skyndilega hafði lífi mínu og allra
í kringum mig verið snúið á hvolf.
Við vorum öll orðin aðstandendur
kynferðisbrotamanns. Sem hafði
meitt og misnotað dreng sem var
þá á svipuðu reki og mín börn. Til-
finningarússibaninn var svaka-
legur, þetta er auðvitað maður sem
ég hef þekkt alla mína ævi og aldrei
þekkt að því að vera vondur maður
sem gat beitt aðra valdi eða ofbeldi,
miklu frekar sem undirmálsmann.“
Lýsingarnar á brotum Þorsteins
voru oft í fréttum og ollu miklum
sársauka og togstreitu. „Umræðan
versnaði eins og alltaf í svona
málum, lýsingarnar á brotunum
voru alls staðar og fylltu mann
viðbjóði um leið og það togaðist á
innra með mér væntumþykja fyrir
bróður mínum. Ég reyndi að ein-
beita mér að því að styðja börnin
hans eins og ég gat. Það er ekki
hægt að ímynda sér hvernig þeim
leið í gegnum þetta. Þau hrösuðu,
mik ið og alvarlega. Stöðugar
áminningar um brot pabba þeirra
urðu til þess að þau fóru ekki vel
með sig og gátu ekki auðveldlega
höndlað daglegt líf.
Dætur mínar frusu í kringum
umræðu í skólanum sínum þar
sem þetta mál var rætt. Þær vissu
ekki hvort þær ættu að hlaupa út
eða gráta þegar þetta tiltekna perra-
mál var rætt innan skólaveggja.
Hins vegar var þessi tiltekni perri
bróðir mömmu þeirra og þær ein-
faldlega vissu ekki hvernig þær áttu
að bregðast við.“
Kvíða framtíðinni
Karen segir fjölskylduna ráðalausa
og að hún myndi þurfa ríkan stuðn-
ing til að takast á við áfallið og ráð
til að umgangast Þorstein.
„Ég er óendanlega þakklát fyrir
alla mína vini sem studdu mig í
þessu máli, sem þreyttust aldrei á
að segja mér að ég gæti ekki borið
ábyrgð á gjörðum hans eða annarra.
Hins vegar situr maður alltaf uppi
með þessar klofnu tilfinningar sem
einkennast af viðbjóði á glæpnum
og á viðkomandi sem er maður
sem manni hefur alltaf þótt vænt
um. Þetta hefur tekið mikið á for-
eldra mína, sem eru yfir áttrætt og
hafa átt við erfið veikindi að stríða
undanfarin ár.“
Samskiptin við Þorstein segir
Karen reyna mikið á.
„Hann var að lokum dæmdur til
fangelsisvistar sem maður vonar
að sé betrunarvist. En ég hef heim-
sótt hann tvisvar og það gekk ekki.
Í seinna skiptið lenti okkur illa
saman þar sem ég gat ekki fellt mig
við hans skýringar á því sem hafði
gerst. Móðir mín á níræðisaldri
reyndi að stía okkur í sundur. Ég sit
alltaf uppi með það að sem foreldri
get ég ekki sætt mig við þetta. Ég hef
mikinn skilning á aðstæðum og við-
horfi foreldra drengsins til bróður
míns. Þau missa drenginn sinn í
neyslu og svo kemur einhver svona
karl og misnotar bágar aðstæður
hans. Dómsvaldið ákvað örlög
hans. Hann situr inni en við hin,
sem höfum hingað til borið sorg
okkar í hljóði, kvíðum framtíðinni.
Þetta er einfaldlega ekki sá maður
sem ég ólst upp með og taldi mig
þekkja alla ævi. Hvernig höfðum
við brugðist honum? Af hverju
gerði hann þetta, hvernig gat hann
gert börnunum sínum þetta, hafði
verið brotið á honum sem barni?
Endalausar spurningar sem hring-
snúast í hausnum á okkur öllum
sem að honum stöndum. Þetta
hefur lent misþungt á okkur, annar
bróðir minn hefur borið hitann og
þungann af samskiptum við hann
og einnig eru auðvitað börnin hans
buguð á hverjum degi.“
Vantar stuðning
Karen segir einfaldar spurningar
verða f lóknar. Eins og til dæmis:
Verður hann velkominn á heimili
mitt þegar hann losnar? Mun ég ein-
hvern tímann geta skilið hann eða
af hverju gerði hann þetta? Hvað
verður um hann?
Hvaða aðstoð myndir þú vilja að
Þorsteinn fengi?
„Það er f lókið því fyrst og fremst
þarf fólk að vilja hjálp til að hún
virki. En það væri gott að þvinga
viðkomandi, sem væri þá hluti af
betrunarvistinni, í einhvers konar
meðferðarúrræði. Það gæti jafnvel
komið til mildunar dóms ef þeir
sýna miklar framfarir og skilning
á sínum af brotum í slíku ferli. Nú
eða þyngingar ef engin iðrun eða
skilningur á sér stað.“
En til barna hans, hvaða aðstoð
hefðu þau þurft að fá?
„Ég varð mjög hugsi í þessu ferli
um hvort það væri að finna ein-
hverja aðstoð fyrir aðstandendur
brotamanna. Slíkt þekkjum við vel
í öðrum tilfellum þegar áföll verða.
Ég hafði samband við Fangelsis-
málastofnun til þess að kanna með
einhvers konar stuðningsnet en
mér var tjáð að slíkt hefði verið til
staðar en ekki gengið upp. Það má
nefnilega segja að við sem stöndum
að brotamönnum á Íslandi lifum í
skugganum af skömminni og sorg-
inni sem einstaklingar okkur nánir
hafa skapað með brotum sínum.
Við getum leitað til sálfræðinga
og unnið úr sorginni þannig hvert
í sínu lagi. Hins vegar er það þann-
ig að þetta hverfur ekki og enginn
getur skilið hvað maður er að ganga
í gegnum nema þeir sem standa
sjálfir í sömu sporum. Með þessu
er ég ekki að gera lítið úr því að það
er allra mikilvægast að styðja við
fórnarlömb of beldis og þeirra fjöl-
skyldur. Ég er einfaldlega að benda
á annan hóp sem fær ekki mikla
athygli eða skilning,“ segir Karen
sem telur að það hefði gagnast börn-
um Þorsteins að þeim hefði verið
vísað strax til fagaðila. „Sem hefði
getað leitt þau í gegnum á hverju
þau ættu von á næstu mánuðum.
Þau hefðu þurft víðtæka aðstoð,
félagslega, sálræna og fjárhagslega,“
segir Karen sem segir að það myndi
líka gagnast að fá fræðslu um eðli
brota af þessu tagi en hún þyrfti
að fara fram í sérstöku úrræði fyrir
hverja fjölskyldu.
Börn Þorsteins líða sálarkvalir
fyrir brot hans og Karen segist
vona að fólk átti sig á þessum veru-
leika aðstandenda áður en það
fellir dóma. „Í kringum brotamenn
eru börn sem ganga með veggjum
og horfa niður og biðja til guðs að
enginn taki eftir þeim eða viti hver
er skyldur þeim.“
✿ Fjöldi kynferðisbrota sem tilkynnt eru til lögreglu
n Tilkynningum vegna kynferðisbrota
hefur fjölgað jafnt og þétt, eins og sjá má af
svörum frá Embætti ríkislögreglustjóra.
n Tilkynningar til lögreglu vegna kynferðis-
brota ná til nauðgana, kynferðisbrota gegn
börnum, vörslu á klámi/barnaklámi, vændi
og annarra kynferðisbrota.
n Karlmenn hafa í gegnum árin verið í miklum
meirihluta gerenda kynferðisbrota, eða um
97%.
VERÐUR HANN VELKOM-
INN AFTUR Á HEIMILI
MITT ÞEGAR HANN LOSN-
AR? MUN ÉG EINHVERN
TÍMANN GETA SKILIÐ
HANN EÐA AF HVERJU
HANN GERÐI ÞETTA?
HVAÐ VERÐUR UM HANN?
2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018
318 323
365 367
731
419
442
498
476
551
H
ei
m
ild
: R
ík
is
lö
gr
eg
lu
st
jó
ri
1 2 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
2
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:5
3
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
0
1
-B
B
E
0
2
4
0
1
-B
A
A
4
2
4
0
1
-B
9
6
8
2
4
0
1
-B
8
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
1
0
4
s
_
1
1
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K