Fréttablaðið - 12.10.2019, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 12.10.2019, Blaðsíða 26
Strætó BS hjálpar starfsfólki að læra íslensku, ef það vill getur það fengið frítt á íslenskunámskeið á tímakaupi. Ewelina hefur lagt mikið á sig til að læra þá íslensku sem hún kann. „Kannski er þetta af því að ég er að eldast eða eitthvað, en ég á mjög erfitt með að læra íslensku, en ég vil samt gera allt sem ég get til að standa mig vel. Eins og Bogdan segir, það fer í mig þegar ég hitti fólk sem vill mig ekki hérna. Þetta er sorglegt. Það er ekki margt sem verður til þess að mér sárnar, en þetta er eitt af því.“ Bogdan: „Ef fólki er illa við útlendinga þá verður það bara að vera þannig, ég get ekki breytt öðru fólki.“ Basilia: „Það hafa komið farþegar mér til varnar í leiðinlegum aðstæð­ um, bara stoppað viðkomandi og fengið hann til að hætta.“ Bros skipir miklu máli Jenny: „Það var eitt sinn uppi í Hamraborg, þá var maður á leiðinni upp í vagn til mín. Konan hans og barn stóðu fyrir utan í rigningunni. Ég spurði hvort þau ætluðu ekki að koma. Hann sagði að þau tækju næsta, spurði mig svo hvort vagn­ stjórinn í næsta strætó væri ekki örugglega karlmaður. Hann mætti næsta dag, sá mig og sagði að þau yrðu sein. Ég sagði honum bara að setjast niður með konunni sinni og barni, og bara sjá hvernig ég keyri. Þau komu síðan daglega út vikuna.“ Ewelina: „Það var einn sem vildi fá mynd af sér með mér til að senda til heimalandsins. Hann mátti það alveg.“ Basilia: „Það var ein sem vildi mynd af mér til að sýna mann­ inum sínum, til að sýna honum að konur geta gert allt sem karlar gera. Ég skildi hana mjög vel, í Nígeríu er bara gert ráð fyrir að konur ali upp börn og sinni einhverjum ein­ földum störfum. Mikið af svörtu fólki sem kemur í vagninn til mín nefnir það einmitt að ég sé svo sterk að geta þetta. Mér líður æðislega, ég er eins og ofurkona sem sannar að allt er hægt.“ Jenny: „Ég elska svona stundir. Einu sinni hjálpaði ég eldri konu sem tók óvart vitlausan vagn. Daginn eftir mætti hún með möff­ ins, kaffi og blóm fyrir mig. Brosið skiptir miklu máli.“ Bogdan: „Brosa og segja góðan daginn.“ Þau eiga öll börn og hafa oftar en einu sinni þurft að siða ungmenni til. Jenny: „Eins og fótboltastrákarn­ ir í Norðlingaholti. Þeir voru alltaf að hanga í loftinu, það er hættulegt þegar vagninn fer af stað. Þannig að ég fæ þá til að standa alveg fremst í vagninum og sjá í stóra glugganum hversu hratt þrjátíu kílómetra hraði er í raun og veru. Ég spurði þá hvað myndi koma fyrir þá ef þeir væru að hangandi eða hoppandi í sætunum og ég þyrfti að snarhemla. Núna eru þeir ári eldri, heilsa mér alltaf og setjast niður.“ Basilia: „Þetta er erfitt með fullan vagn, til dæmis þegar ég keyri ásinn á morgnana. Ég hef synt í gegnum mannhafið til að biðja krakka um að setjast niður.“ Skutlaði farþega heim Strætó BS fær reglulega á sig gagn­ rýni í fjölmiðlum, bæði vegna fram­ komu og alvarlegra mistaka. Þar á bæ er viðurkennt að í svo stórum hópi vagnstjóra geti leynst skemmd epli. Þau segja slíkar fréttir hafa lítil áhrif á sig, en þau telja umræðuna oft ósanngjarna. Jenny: „Það var frétt einhvern tímann um einhvern sem fékk ekki far því það vantaði 10 krónur upp í miðann. Ég fer ekki út í Krónuna, kasta í þá peningum og heimta að fá epli því ég er ekki með nægan pening. Þarf ég að útskýra þetta eitthvað frekar?“ Ewelina: „Við erum alltaf að hjálpa fólki. Það truflar marga. Ég er kannski búin að hjálpa krakka í hjólastól en tek svo eftir því að ein­ hver horfir illilega á mig.“ Ewelina Trzaska er frá Póllandi. Hún hóf störf hjá Strætó í júní 2018. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Jenny Johansson er frá Svíþjóð. Hún hóf störf hjá Strætó í maí 2018, hún starfar bæði sem vagnstjóri og í þjónustuverinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK klukkan fjögur og vagninn er fastur í umferð, þá er það lítið sem ég get gert. Eins gaman og það væri þá get ég ekki f logið yfir alla bílana upp Ártúnsbrekkuna.“ Svo kemur það reglulega fyrir að það þurfi að flauta á bíla sem eru á forgangsakreininni. Bogdan: „Það er alltaf Range Rover.“ Hótað með slökkvitæki Vagnstjórar eru í reglulegum sam­ skiptum við þá sem minna mega sín. Eiga þau í daglegum samskipt­ um við fólk sem býr á götunni, er EINU SINNI HJÁLPAÐI ÉG ELDRI KONU SEM TÓK ÓVART VITLAUSAN VAGN. DAGINN EFTIR MÆTTI HÚN MEÐ MÖFFINS, KAFFI OG BLÓM FYRIR MIG. Jenny KANNSKI ER ÞETTA AF ÞVÍ AÐ ÉG ER AÐ ELDAST EÐA EITTHVAÐ, EN ÉG Á MJÖG ERFITT MEÐ AÐ LÆRA ÍSLENSKU, EN ÉG VIL SAMT GERA ALLT SEM ÉG GET TIL AÐ STANDA MIG VEL. Ewelina Bogdan: „Ég hef skutlað farþega heim, þetta var síðasta ferðin um kvöldið og hann hafði tekið vit­ lausan vagn. Ég skilaði bara stræt­ ónum og skutlaði honum heim. Það þýðir samt ekki að allir vagnstjórar geri það sama.“ Starfinu fylgir töluverð tíma­ pressa. Bílstjórar eru stöðugt með klukku sem sýnir hvað þau hafa mikinn tíma til að komast á næsta áfangastað. Þeim er mikið kapps­ mál að vera alltaf á réttum tíma, ekki of snemma og alls ekki of seint. Það tekst ekki alltaf, þá sérstaklega á álagstímum. Jenny: „Við höfum kannski mín­ útu á hverjum stað. Við viljum allt­ af hjálpa, en ég hef ekki tíma til að segja þér til vegar eða svara hvernig gengur með appið.“ Ewelina: „Ég er ekki með pen­ inga, bara kort.“ Bogdan: „Það er alveg hálftími sem getur farið í það. Síðan eru þeir sem vilja að við keyrum hraðar því þeir eru að f lýta sér eða hægt því einhver er hræddur. Ég má ekki fara yfir hámarkshraða og ég má ekki keyra undir umferðarhraða. Svo þegar einhver er að f lýta sér í virkri fíkniefnaneyslu eða fólk með alvarleg geðræn vandamál. Öll kannast þau við sama fólkið, þar á meðal mann sem býr á götunni og reynir reglulega að komast um borð á sömu stoppistöðinni án þess að borga. Ewelina: „Það er ekkert sem Reykjavíkurborg getur gert til að hjálpa honum. Ég spurði hann einu sinni hvernig hann hefði það í dag, hann var svo hissa að einhver spyrði hann að þessu og sagði að hann væri að reyna.“ Jenny: „Hann gerði á sig í vagn­ inum einu sinni, hann hefur hrækt á fólk, eitt sinn þurfti bílstjóri að vera í fjóra tíma á slysó vegna hans.“ Basilia: „Þetta er veikur maður sem þarf á úrræði að halda.“ Jenny segir manninn einn af mörgum farþegum sem þurfi á hjálp að halda. Það hefur komið fyrir að þeim hafi verið hótað, stundum geta það verið hótanir um málshöfðun þar sem vagninn hafi ekki komið á réttum tíma, það hafa líka komið upp mun alvarlegri atvik. Basilia: „Ég var eitt sinn komin upp í Mjódd og stoppaði til að taka upp farþega, þá kom reiður maður. Tek það fram að ég get ekki dæmt hann því ég veit ekki hvað hann var að ganga í gegnum. Hann gargaði á mig hvort ég kynni ekki að keyra, hver hafði gefið mér leyfi til þess. Hann tók upp slökkvitækið mitt og krafðist þess að ég afhenti honum bíllykilinn. Ég sagði honum rólega að á þessum vagni væri enginn bíl­ lykill. Ég hugsaði einmitt á þeirri stundu, er þetta svona sem það er að vera hótað barsmíðum að ástæðu­ lausu?“ Jenny: „Við getum ekki farið neitt í þessum aðstæðum.“ Bogdan: „Það eru engar dyr okkar megin.“ Bílstjórinn í fyrsta sæti Það var nokkuð umdeilt þegar gælu­ dýr voru leyfð um borð í strætis­ vögnum. Bogdan: „Skiptir mig engu máli hvort þú kemur með dýr með þér. Það er kannski ef einhver er með ofnæmi um borð. Það er engin leið fyrir okkur að vita það.“ Ewelina: „Ég er með ofnæmi, en ekki nóg til að hafa sprautu á mér.“ Jenny: „Ég var í hernum í fimm ár og vann tíu ár í apóteki, ég get bjargað fólki en ég er ekki með nein tól ef einhver fær heiftarlegt ofnæmiskast.“ Þó svo að öryggi farþega og stundvísi séu stór atriði þá eru þau ekki aðalatriðin. Ewelina: „Bílstjórinn er í fyrsta sæti. Svo bíllinn. Síðan koma far­ þegarnir. Það er góð ástæða fyrir því.“ Bogdan: „Ef við erum ekki í góðu standi, þá gengur þetta ekki.“ Þau eru öll sammála um að þrátt fyrir allt vilji þau hvergi annars staðar starfa. Basilia: „Strætó er langbesti staður sem ég hef unnið á. Þegar ég tala um hvað ég vinn við utan skrif­ stofunnar þá halda margir að þetta sé algjört helvíti. Ég lít á hvern dag sem eitthvað í reynslubankann, ég get tekið við hverju sem er því ég hef heyrt það allt áður.“ 1 2 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 2 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :5 3 F B 1 0 4 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 0 1 -E 3 6 0 2 4 0 1 -E 2 2 4 2 4 0 1 -E 0 E 8 2 4 0 1 -D F A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 0 4 s _ 1 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.