Fréttablaðið - 12.10.2019, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 12.10.2019, Blaðsíða 84
Amman: Hvernig gekk honum Gísla litla á söguprófinu? Pabbi: Oh, hálf illa en það var ekki honum að kenna, strákgreyinu, kennarinn var að spyrja hann um það sem gerðist löngu áður en hann fæddist. Jói litli: Ég orgaði ekkert þegar ég fór til tannlæknisins. Pabbi: Duglegur varstu. Þú mátt eiga þennan fimm hundruð kall fyrst þú stóðst þig svona vel. Var þetta ekki sárt? Jói litli: Nei, nei, tannlæknirinn var ekki við. Tveir strákar voru í áflogum þegar gamlan mann bar að. „Látiði nú ekki svona, drengir mínir. Vitið þið ekki að maður á að elska óvini sína?“ „Jú,“ svaraði annar. „Við erum ekki óvinir, við erum bræður.“ 150 g gulrætur, rifnar 70 g maukaður ananas (án vökva) 4 egg 4 dl sykur 2 dl matarolía 1 msk. lyftiduft 2 tsk. vanillusykur 2 tsk. kanill 4 dl hveiti Rjómaostakrem 200 g rjómaostur 100 g smjör, við stofuhita 4 dl flórsykur Ofninn hitaður í 180 gráður. Egg og sykur þeytt vel. Matarolíu, rifnum gulrótum og maukuðum ananas bætt út í. Síðan lyftidufti, vanillu- sykri, kanil og hveiti. Hrært þar til deigið er slétt. Þá er deiginu hellt í smurt form sem klætt er bök- unarpappír og kakan bökuð við 180 gráður neðarlega í ofninum í ca 40-45 mínútur. Kakan er kæld áður en kremið er sett á. Rjómaostakrem: Öll hráefni eru hrærð saman þar til kremið verður létt og ljóst. Kremið er sett á kalda kökuna. Svo má strá muldum hnetum yfir. Heimild: Eldhússögur Gómsæt gulrótakaka Kremið á ekki að fara á kökuna fyrr en hún er orðin köld. NORDICPHOTOS/GETTY Guðmar Gísli Þrastarson er þrettán ára Hríseyingur með mörg áhuga- mál. Hvað er skemmtilegast við að vera krakki í Hrísey, Guðmar Gísli? Það er svo rólegt hérna og hægt að gera svo margt, til dæmis að fara á kajak og hoppa í sjóinn á sumrin. Stundum förum við krakkarnir í Eina krónu sem er svona feluleikur og svo fer ég stundum í sund. Á Hríseyjarhátíð sem er haldin í júlí fyllist eyjan af fólki og það er mikið fjör. Þá eru óvissuferð, litla kirkju- tröppuhlaupið, kvöldvaka, varð- eldur, hópakstur á dráttarvélum og margt f leira skemmtilegt. Það er líka gaman að vera úti í snjónum á veturna og gera snjóhús hjá skólanum. Hvað er efst á baugi í grunnskól- anum í Hrísey? Við tókum þátt í plastlausum september og saumuðum fjölnota ávaxta- og grænmetispoka fyrir Hríseyjarbúðina. Við saumuðum líka fjölnota samlokupoka fyrir nemendur. Við höldum árshátíð á hverju ári og síðast settum við upp Lion King, það var rosalega gaman. Við bjóðum alltaf íbúum í súpu og brauð á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, og erum þá með skemmtiatriði. Núna erum við að byrja að undir- búa sérstaka viku, þá veljum við hvað við lærum, út frá áhugamálum okkar. Hver eru helstu áhugamálin þín? Ég hef mikinn áhuga á leiklist. Ég er í leiklistarskóla Leikfélags Akureyr- ar, á þriðja ári, og ég ætla að verða leikari. Kennarinn minn þar heitir Vala Fannell. Mér finnst gaman að taka upp stuttmyndir, róa á kajak með fram eyjunni og hoppa í sjóinn á sumrin og svo keyra um á rafmagnshlaupa- hjólinu mínu. Ég hef líka áhuga á fréttum og fylgist með á netinu og í sjónvarpinu. Ég fór einu sinni í fréttasettið á RÚV og hitti Boga Ágústsson, hann er uppá- haldsfréttaþulurinn minn. Mér finnst líka mjög gaman að fara til útlanda með fjölskyldunni minni, við fórum með Norrænu til Færeyja í sumar. Langar að verða leikari Guðmar Gísli fylgist vel með fréttum og heldur upp á Boga Ágústsson. VIÐ TÓKUM ÞÁTT Í PLASTLAUSUM SEPTEMBER OG SAUMUÐUM FJÖLNOTA ÁVAXTA- OG GRÆN- METISPOKA FYRIR HRÍSEYJAR- BÚÐINA. VIÐ SAUMUÐUM LÍKA FJÖLNOTA SAMLOKUPOKA FYRIR NEMENDUR. Brandarar „Almáttugur,“ hrópaði Róbert upp yfir sig. „Við erum föst hérna inni og munum aldrei komast út,“ bætti hann við skelfingu lostinn. „Enginn mun nokkurn tímann finna okkur og við munum svelta í hel.“ „Svona nú Róbert minn,“ sagði Kata höstug. „Þetta er nú bara völundarhús og það er alltaf einhver leið út úr völundarhúsum,“ bætti hún við og leit í kringum sig. „Eða er það ekki?“ Spurði hún og glotti þegar hún sá hvað Róbert hvítnaði. Konráð á ferð og flugi og félagar 373 Getur þú hjálpað Róberti og Kötu að komast út úr völundar-húsinu? ? ? ? 1 2 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R44 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð KRAKKAR 1 2 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :5 3 F B 1 0 4 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 0 1 -C F A 0 2 4 0 1 -C E 6 4 2 4 0 1 -C D 2 8 2 4 0 1 -C B E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 0 4 s _ 1 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.