Fréttablaðið - 12.10.2019, Blaðsíða 88
Yfirlitssýning á verkum Jóhönnu K r ist ínar Yngvadóttur verður opnuð í Listasafni Íslands í dag, laugardaginn 12. október.
Yfirskrift sýningarinnar er Eintal
og hún stendur fram í janúar 2020.
Í tengslum við sýninguna kemur út
bók frá bókaforlaginu Dimmu um
Jóhönnu Kristínu eftir Ásdísi Ólafs
dóttur listfræðing.
„Jóhanna Kristín kom eins og
stormsveipur inn í íslenskan mynd
listarheim, vakti mikla athygli og
var dáð. Hún átti stuttan feril og lést
fyrir aldur fram,“ segir Harpa Þórs
dóttir, safnstjóri Listasafns Íslands.
„Verkin á sýningunni eru unnin á
rétt tæpum áratug og stílbrögðin
eru í stöðugri þróun.“
Harpa segir að verkin á sýn
ingunni komi mjög víða að. „Við
treystum á velvild fólks og það var
gaman að geta safnað þessum fjölda
verka saman,“ segir hún.
Bersögli sálarinnar
Um feril Jóhönnu Kristínar segir
Harpa: „Hún lærði í Hollandi, kom
heim og vakti fyrst athygli á sýning
unni Gullströndin andar árið 1983
í JL húsinu. Fyrsta einkasýningin
hennar var í Nýlistasafninu sama
ár og hlaut einróma lof. Hún kom
strax fram sem nánast fullskapaður
og einstakur listamaður.
Þegar hún kom fram á sjónar
sviðið var eins og eldri kynslóð
listamanna væri létt því þarna
voru kraftmikil f ígúratíf mál
verk af öðrum meiði en nýja mál
verkið og konseptlistin víðs fjarri.
Jóhanna Kristín og nýja málverkið
eru stundum spyrt saman en það er
ekki þannig. Hún er expressjónisti,
tekur sitt frá expressjónismanum,
við sjáum djúpstæðar tilfinningar
á striga. Verk hennar eru mjög ólík
því sem aðrir listamenn voru að gera
á þessum tíma. Hún var gríðarlega
fær, öf lugur teiknari, og það sést í
skissum og pári hversu næm hún
var. Hún var mjög einlægur lista
maður, bersögli sálarinnar er það
sem við sjáum. Fjölskylda og vinir
segja að hún hafi verið glaðlynd
manneskja en um leið dramatísk og
það endurspeglast í verkunum.“
Heimildarmynd um listakonuna
Myndir Jóhönnu Kristínar eru mest
an hluta af fólki og þar eru konur
mjög fyrirferðarmiklar. Dökkir litir
eru áberandi í verkunum. „Litapall
ettan er kröftug, ekki bara strokurn
ar og pensilskriftin heldur líka lit
irnir. Hún var mikið spurð um litina
í viðtölum en við tengjum ósjálfrátt
dökka litinn við vonleysi og sálarvíl,
en hún tók nú ekki undir það. Hún
sagði til dæmis í viðtali að Bragi
Ásgeirsson, hennar gamli kenn
ari, hefði litið verk hennar öðrum
augum þegar hann hafði áttað sig
á að í Japan væri svartur litur gleð
innar. Hún átti fulla samleið með
litnum og hélt sínu striki,“ segir
Harpa. „Hún málaði sjálfa sig og sitt
fólk, dóttur, systur, vinkonur og for
eldra, en faðir hennar lést þegar hún
var ung. Í sumum myndum vottar
fyrir lífinu að handan. Í einu þekkt
asta verki hennar Á ögurstundu eru
trúartákn.“
Á sý ning unni verður sý nd
heimildarmynd um listakonuna.
„Frænka hennar, Guðrún Atladóttir,
gerði þessa mynd fyrir nokkrum
árum og hún var sýnd á sýningu í
Gerðarsafni 2013. Þetta er minn
ingarsaga fjölskyldunnar, þar er
mikið af kvikmyndabrotum þar
sem Jóhanna Kristín kemur fyrir
og viðtöl við fólk sem þekkti hana
mjög vel, studdi hana og hvatti.“
Djúpstæðar tilfinningar og
bersögli sálarinnar á striga
Í Listasafni Íslands er yfirlitssýning á verkum Jóhönnu Krist-
ínar Yngvadóttur. Bók eftir Ásdísi Ólafsdóttur listfræðing um
þessa stórmerku listakonu kemur út samhliða sýningunni.
Varð fræg á
einni nóttu
Bókaútgáfan Dimma gefur
út veglega bók um Jóhönnu
Kristínu Yngvadóttur (1953-
1991). Ásdís Ólafsdóttir
listfræðingur er höfundur en
auk hennar skrifar Oddný Eir
Ævarsdóttir hugleiðingar um
listakonuna. Texti bókarinnar
er bæði á íslensku og ensku.
„Ég skrifa um líf hennar og
list. List Jóhönnu Kristínar er
svo samofin lífi hennar. Hún
var skapmikil, ástríðufull og
sérstakur persónuleiki. Hún
átti við heilsubrest að stríða,
var með öndunarfærasjúk-
dóm sem dró hana til dauða
þegar hún var einungis 37
ára,“ segir Ásdís. „Í bókinni
fer ég í gegnum feril hennar.
Hún var af þessari svo-
kölluðu túlipanakynslóð
sem lærði bæði á Íslandi
og Hollandi. Með fyrstu
einkasýningu sinni í Ný-
listasafninu 1983 varð hún
fræg á einni nóttu í íslensku
listalífi. Hún kom strax fram
sem þroskaður og mótaður
myndlistarmaður og ferill
hennar spannar aðeins um
tíu ár. Hún var öflugur lista-
maður fram á síðustu stundu
og hefði gert stórkostlega
hluti hefði henni auðnast
lengra líf.“
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Litapallettan er kröftug, ekki bara strokurnar og pensilskriftin, heldur líka litirnir, segir Harpa Þórsdóttir.
Jóhanna Kristín Yngvadóttir. MYND/ÍVAR VALGARÐSSON
1 2 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R48 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING
1
2
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:5
3
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
0
1
-A
8
2
0
2
4
0
1
-A
6
E
4
2
4
0
1
-A
5
A
8
2
4
0
1
-A
4
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
1
0
4
s
_
1
1
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K