Fréttablaðið - 30.10.2019, Blaðsíða 4
Allar nýjustu fréttir og blað
dagsins eru fáanleg á
www.frettabladid.is
1 Um mæli biskups um sið rof þjóðarinnar falla í grýttan
jarð veg Einungis þriðjungur ber
mikið traust til þjóð kirkjunnar og
ní tján prósent eru á nægð með
störf biskupsins.
2 Skólasaga nemenda á Íslandi gæti horfið Sérfræðingur hjá
Gagnaþjónustu Reykjavíkurborgar
segir erfitt að varðveita gögnin.
3 Lög reglan í trekar að varanir Veður stofu Ís lands Búast
mátti við frost rigningu á Suður
landi, sér stak lega á vegum austan
Hellis heiðar að Hvols velli og í
upp sveitum.
4 Lést í kjöl far sprengingar í kynja veislu At vikið átti sér
stað í Kn ox vil le í Iowa.
5 Fyrr verandi for stjóri Matís á kærður eftir um deildar
slátu r að ferðir Sveini var sagt upp
störfum í desember síðast liðnum
vegna „trúnaðar brests“.
S JÁVARÚT VE G U R Samkeppnis-
eftirlitið hefur ákveðið að ekki sé
ástæða til að aðhafast neitt vegna
kaupa Ramma hf., sem vinnur
rækju á Siglufirði og fisk í Þor-
lákshöfn, á öllu hlutafé í Sigur-
birni hf., í Grímsey. Af laheimildir
Sigurbjörns eru um 1.000 þorsk-
ígildistonn og hafa um níu manns
starfað hjá fyrirtækinu að jafnaði.
Tilkynnt var um kaupin, með fyrir-
vara um samþykki Samkeppniseft-
irlitsins, um miðjan mánuð og varð
það tilefni til umræðu um framtíð
byggðar í eynni.
Grímsey hefur um nokkurra
ára skeið tekið þátt í verkefni
Byggðastofnunar um brothættar
byggðir, en sjávarútvegur er grund-
völlur búsetu og aðalatvinnuvegur
Grímseyinga, eins og fram kemur á
vef Byggðastofnunar. – jþ
Þúsund tonna
fiskkvóti fer
úr Grímsey
Járn & Gler hf. - Skútuvogur 1h.
Barkarvogsmegin. - 104 Reykjavík
S: 58 58 900. www.jarngler.is
50% Afsláttur
Olíulitir, vatnslitir, akrýlitir, penslar,
trönur, flúraðir rammar, o.fl. o.fl.
ÚTSALA - ÚTSALA
Opið 8 - 16
UTANRÍKISMÁL Breski f lugherinn,
RAF, mun koma til Íslands í annarri
viku nóvembermánaðar og sinna
loftrýmisgæslu, sem stendur vana-
lega í þrjár til fjórar vikur. Er það í
fyrsta sinn sem Bretar hafa viðveru
hér síðan þeir hertóku landið í seinni
heimsstyrjöldinni.
Sendar verða orrustuþotur af
gerðinni Typhoon, sem þýsku,
ítölsku og spænsku loftherirnir nota
einnig. Hinar bresku Typhoon vélar
eru reglulega notaðar, bæði á Falk-
landseyjum og í Miðausturlöndum.
Bretar komu hingað þann 10.
maí árið 1940 en rúmu ári síðar var
samið um að Bandaríkin tækju að
sér hervörsluna. Í þorskastríðunum
sigldu herskip hennar hátignar inn í
íslenska lögsögu til varnar breskum
togurum og mættu þá íslenskum
varðskipum.
Eftir að bandaríski herinn kvaddi
landið 2006 hafa NATO-ríkin skipst
á um að sinna loftrýmisgæslu við
Ísland, og Bandaríkin langoftast.
Árið 2008 var komið að Bretum
en hætt var við það vegna Icesave-
deilnanna og hryðjuverkalöggjafar-
innar sem Bretar settu á Ísland. – khg
Breski herinn verður með viðveru á
Íslandi í fyrsta sinn frá seinna stríði
Rétturinn til að gleymast varð til árið 2014 vegna aukins aðgangs að upplýsingum með tilkomu veraldarvefsins. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
DÓMSMÁL Nöfn þeirra sem hlotið
hafa dóm fyrir refsivert brot verða
afmáð úr dómum á vefsíðum dóm-
stólanna einu ári eftir birtingu, sé
þess óskað. Kveðið er á um þetta í
nýjum reglum sem Dómstólasýslan
hefur sett um birtingu dóma og
úrskurða á vefsíðum íslenskra dóm-
stóla. Reglan gildir einnig um aðila
einkamáls sem óska nafnleyndar
og tekur til bæði einstaklinga og
lögaðila eftir atvikum.
„Þessi regla var þegar í gildi fyrir
héraðsdómstólana en gildir nú
fyrir öll dómstigin,“ segir Benedikt
Bogason, formaður stjórnar dóm-
stólasýslunnar. Hann segir að helsta
breytingin sé fólgin í því að nú gildi
samræmdar reglur fyrir öll dóm-
stigin og hver og einn dómstóll beri
ábyrgð á því að reglunum sé fylgt.
Unnið hefur verið að breyttu
fyrirkomulagi um birtingu dóma
um nokkurt skeið, ekki síst vegna
sjónarmiða um persónuvernd og
friðhelgi einkalífs. Skiptar skoðanir
um málið komu meðal annars fram
á málþingi Dómstólasýslunnar síð-
asta haust. Í erindi Ingibjargar Þor-
steinsdóttur, formanns Dómara-
félags Íslands, kom meðal annars
fram að takmarkanir á birtingu
dóma gætu komið illa við almenn-
ing, með vísan til aukins vantrausts
til dómstólanna, ekki síst í kyn-
ferðisbrotamálum. Ingibjörg lýsti
einnig efasemdum um nafnleynd
þeirra sem sakfelldir eru fyrir refsi-
verð brot. „Ég er nú bara þeirrar
skoðunar að nöfn þeirra geti átt
erindi við almenning,“ sagði Ingi-
björg í erindi sínu.
Í reglunum, sem birtar voru 14.
október á vef Dómstólasýslunnar
er miðað við að nafnleyndar sé gætt
í dómsúrlausnum. Ákærði er þó
nafngreindur ef hann er sakfelldur
nema hann sé undir átján ára aldri
eða nafnbirting hans sé andstæð
hagsmunum brotaþola eða annarra
vitna. Í einkamálum eru nöfn aðila
birt nema sérstök ástæða sé til nafn-
leyndar til dæmis vegna viðkvæmra
persónulegra mála.
Þegar ár er liðið frá birtingu
dóms, hvort heldur er í einkamáli
eða sakamáli, geta aðilar máls óskað
eftir því að nafn þeirra sé afmáð og
ber þá að verða við slíkri beiðni.
Í reglunum eru taldar nokkrar
tegundir dómsúrlausna sem ekki
eru birtar á vef héraðsdómstólanna,
svo sem úrskurði og dóma í barna-
verndarmálum, forræðismálum,
málum er varða nauðungarvistun,
hjónaskilnaði og skipti milli hjóna,
erfðamál, mál er varða kröfur um
gjaldþrotaskipti, opinber skipti,
nauðasamninga og greiðslustöðv-
un, auk úrskurða sem kveðnir eru
upp undir rekstri máls og fela ekki í
sér lokaniðurstöðu þess. Dómstjór-
ar hafa þó undanþáguheimild til að
kveða á um birtingu dómsúrlausnar
sem ekki á að birta samkvæmt regl-
unum og kveða á um að úrlausn sem
á að birta skuli ekki birt. Rökstuðn-
ing um slíkar ákvarðanir ber að skrá
í málaskrá og bréfabók héraðsdóms.
Framangreindar skorður taka
ekki til æðri dómstiga og verði
málum vísað til Landsréttar og
eftir atvikum til Hæstaréttar, ber
að birta dómsúrlausnir þeirra auk
dómsúrlausnar málsins í héraði.
Þá er kveðið á um að æðri dóm-
stigin geti ákveðið að gæta nafn-
leyndar eða afmáð atriði úr dóms-
úrlausnum í ríkari mæli en leiðir
af reglunum ef sérstakar ástæður
mæla með, svo sem þegar hags-
munir hlutaðeigandi eru sérstak-
lega þungvægir eða vegna fámenns
landsvæðis þar sem atvik máls gerð-
ust eða þau eru tengd við.
adalheidur@frettabladid.is
Nöfn dómþola verða afmáð
úr dómum ári eftir birtingu
Dómstólasýslan hefur birt reglur fyrir öll dómstigin um birtingu dómsúrlausna á vefsíðum dóm -
stólanna og hafa þær verið samræmdar. Dómþolar og aðilar einkamála geta óskað eftir nafnleynd ári
eftir að dómur hefur verið birtur. Í nokkrum málaflokkum verða aðeins birtir dómar efri dómstiga.
Bretar áttu að taka við
loftrýmisgæslu árið 2008 en
hætt var við það vegna
Icesace-deilunnar og hryðju-
verkalöggjarinnar.
Eurofighter Typhoon orrustuþota breska flughersins. NORDICPHOTOS/GETTY
Þegar ár er liðið frá
birtingu dóms, hvort heldur
er í einkamáli eða sakamáli,
geta aðilar máls óskað eftir
því að nafn þeirra sé afmáð
og ber þá að verða við slíkri
beiðni.
3 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
3
0
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:2
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
1
D
-8
6
D
0
2
4
1
D
-8
5
9
4
2
4
1
D
-8
4
5
8
2
4
1
D
-8
3
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
2
9
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K