Fréttablaðið - 30.10.2019, Síða 14

Fréttablaðið - 30.10.2019, Síða 14
Ráðg ja f a r f y r i r t æk ið Grant Thornton, sem stjórn GAMMA réð til að gera úttekt á Upp­hafi og fagfjárfesta­sjóðnum Novus, mun gera ítarlega greiningu á öllum þeim greiðslum sem greiddar voru af bankareikningum Upphafs og dótturfélaga þess allt frá því að fast­ eignafélagið tók til starfa. Þetta kom fram á upplýsinga­ fundi með sjóðsfélögum Novus, eiganda Upphafs, á föstudaginn í síðustu viku, samkvæmt heimild­ um Markaðarins. Sú vinna Grant Thornton miðar að því að ganga úr skugga um réttmæti þeirra greiðslna sem runnu frá Upphafi og keyra þær saman við samninga fast­ eignafélagsins við hina ýmsu aðila, meðal annars verktaka og ráðgjafa, sem hafa komið að verkefnum fyrir Upphaf á síðustu árum. Niðurstaða úttektarinnar á að liggja fyrir á þessu ári. Sjóðsfélagar Novus, sem er í stýringu GAMMA, dótturfélags Kviku banka, höfðu lagt á það mikla áherslu að ráðist yrði í slíka vinnu vegna gruns um að mögu­ lega hafi ekki verið eðlilega staðið að greiðslum Upphafs í einhverjum tilfellum. Þá hafa þeir einnig meðal annars leitað eftir því að kannaður sé þáttur endurskoðanda, sem skrif­ aði upp á reikninga Novus, og eins og hvort sjóðurinn hafi starfað í samræmi við reglur. Í bréfi til sjóðsfélaga Novus í lok september voru þeir upplýstir um að við endurmat á eignum og áætl­ unum sjóðsins þá væri eigið fé, sem þremur mánuðum áður var metið á um 3,9 milljarða, nú aðeins talið vera um 42 milljónir. Þá var gengi sjóðsins, sem fór hæst í 250 í árslok 2017, lækkað niður í 2. Samkvæmt ný jum stjórnendum GA MM A reyndist framvinda margra verk­ efna Upphafs ofmetin, kostnaður við framkvæmdir var langt yfir áætlunum og þá tóku fyrri mats­ aðferðir ekki að fullu tillit fjár­ magnskostnaðar félagsins. Til að leysa lausafjárvanda fast­ eignafélagsins var ákveðið að ráð­ ast í útgáfu forgangsskuldabréfs til tveggja ára upp á einn milljarð króna. Kvika banki hefur skuld­ bundið sig til að sölutryggja útgáf­ una að fjárhæð samtals 500 millj­ ónir og þá náðist samkomulag fyrr í þessum mánuði við helstu skulda­ bréfaeigendur Upphafs um að þeir myndu leggja félaginu til sömu fjárhæð. Samkvæmt heimildum Markaðarins var hins vegar um það samið að forgangsbréfin skiptist í tvo hluta – A­ og B­flokk – og að fjár­ festarnir, sem eigendur A­flokks, fái þannig greiddan höfuðstól sinn til baka á undan bankanum. Á meðal stærstu skuldabréfaeig­ enda Upphafs, sem gaf út 2,7 millj­ arða skuldabréf til tveggja ára í júní, eru fjárfestingafélagið Stoðir, TM og félag í eigu Guðbjargar Matthías­ dóttur, aðaleiganda Ísfélags Vest­ mannaeyja. Forgangsskuldabréfin verða framar í kröfuröð en skulda­ bréf í fyrri skuldabréfaútgáfunni og munu þau bera 12 prósent fasta vexti. Upphaf, sem var stofnað árið 2014, er með um 280 íbúðir í bygg­ ingu á höfuðborgarsvæðinu og eru áætluð lok allra framkvæmda í árs­ lok 2020 en hvert verkefni félagsins er unnið í aðgreindu dótturfélagi. Í kynningu til fjárfesta vegna skulda­ bréfaútboðs Upphafs í maí síðast­ liðnum kemur fram að vaxtaber­ andi skuldir hafi þá numið tæplega 10 milljörðum króna en þeir bankar sem hafa lánað til fasteignaverkefna félagsins, samkvæmt heimildum Markaðarins, eru Íslandsbanki, Landsbankinn og Kvika. hordur@frettabladid.is Alltaf til taks Nánar á vodafone.is/fyrirtaeki Algjörlega hnökralaust Vodafone hentar mínum rekstri best. Þau hafa þjónustað okkur með allt sem þarf, algjörlega hnökralaust. MARKAÐURINN ÚTGÁFUFÉLAG Torg., Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5051 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is Helgi Magnússon fjárfestir, sem sat í stjórn Marels á árunum 2005 til 2019, hefur á síðustu mánuðum selt tæplega helming bréfa sinna í fyrirtækinu fyrir jafnvirði samtals um 820 millj­ óna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð Marels. Þetta má lesa út úr lista yfir alla hluthafa Marels, sem Markaðurinn hefur séð, en samkvæmt honum eiga félögin Hofgarðar og Eignar­ haldsfélagið Harpa í dag samanlagt 1.645 þúsund bréf í fyrirtækinu að nafnverði, sem jafngildir rúmlega 0,2 prósenta eignarhlut, og eru þau metin á um 970 milljónir króna. Hofgarðar eru að öllu leyti í eigu Helga en hlutur hans í Hörpu nemur 56 prósentum. Helgi er aðaleigandi Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins. Í byrjun mars á þessu ári, þegar Helgi hætti í stjórn Marels, áttu hins vegar þrjú félög Helga sam­ tals rúmlega þrjár milljónir hluta að nafnverði í Marel og nam mark­ aðsvirði bréfanna á þeim tíma, þegar hlutabréfaverðið stóð í 505 krónum á hlut, um 1.550 milljónum króna. Hlutabréfaverð Marels hefur hækkað talsvert síðan þá og hefur gengi bréfa félagsins að jafnaði verið á bilinu um 550 til 600 krónur á hlut. Við lokun markaða í gær stóð gengið í 587 og frá áramótum hefur það hækkað um 57 prósent. Félagið Varðberg, sem er að öllu Helgi hefur selt í Marel fyrir um 800 milljónir  Helgi Magnússon. 970 milljónir er markaðsvirði eignarhlutar tveggja félaga í eigu Helga í Marel í dag. Nespresso kaffiverslunin í Kringlunni og á netinu velti um 516 milljónum króna á árinu 2018 og hagnaðist um sjö milljónir króna. Versl­ unin var opnuð í Kringlunni í lok nóvember árið 2017 og í Smáralind í maí í ár. Af koman kemur fram í ársreikningi Perroy sem heldur utan um reksturinn. Varða Capital, sem er að stærstum hluta í eigu Gríms Garðarssonar og Jón­ asar Hagan Guðmunds­ sonar, á 75,5 prósenta hlut í Perroy, Hagan Holding, sem er í eigu fyrr­ nefnds Jónasar, á 14,5 prósenta hlut og RE22, sem er í eigu Jóns Björns­ sonar, fyrrverandi forstjóra Festar, á tíu prósenta hlut. Perroy voru lagðar til samtals 80,5 milljónir króna í hlutafé á árun­ um 2017 og 2018. Eigið fé félagsins var 70 milljónir króna og eiginfjárhlutfallið 50 prósent ár ið 2018. Skammtíma­ skuldir við lánastofnanir voru tíu milljónir króna. – hvj Seldi Nespresso fyrir hálfan milljarð króna leyti í eigu Helga, hefur þannig selt öll bréf sín í Marel en það átti 316 þúsund hluti. Þá hafa Hofgarðar og Eignarhaldsfélagið Harpa, sem áttu samanlagt um 2,72 milljónir hluta í Marel í mars síðastliðnum, selt nærri helming bréfa sinna. Helgi, sem er meðal annars stjórnarformaður Bláa lónsins og fyrrverandi stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna og Samtaka iðnaðarins, hefur á undan­ förnum mánuðum fjárfest í félögum á borð við Iceland Seafood, Kviku banka og fjárfestingafélagið Stoðir. Þá keypti Helgi einnig í júní helm­ ingshlut í Torgi, og fyrr í þessum mánuði eignaðist hann, ásamt fleiri aðilum, félagið að fullu. – hae Ráðast í úttekt á öllum greiðslum frá Upphafi  Stjórnendur GAMMA hafa fengið óháðan sérfræðing til að fara yfir allar greiðslur sem hafa verið greiddar af bankareikningum Upphafs síðustu ár. Sjóðsfélagar Novus hafa leitað eftir því að þáttur endurskoðanda sé kannaður.  Haldinn var upplýsingafundur með sjóðsfélögum Novus í húsakynnum GAMMA síðasta föstudag. 280 íbúðir er Upphaf með í byggingu víðs vegar á höfuð- borgarsvæðinu. 3 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN 3 0 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :2 5 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 1 D -7 C F 0 2 4 1 D -7 B B 4 2 4 1 D -7 A 7 8 2 4 1 D -7 9 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 2 9 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.