Fréttablaðið - 30.10.2019, Page 20

Fréttablaðið - 30.10.2019, Page 20
Garðlist þjónustar einstakl-inga, húsfélög, fyrirtæki og bæjarfélög allt árið um kring. Yfir sumartímann sinnir fyrirtækið viðhaldi á görðum og annars konar garðyrkju en á veturna færist áherslan yfir á snjó- mokstur og jólaskreytingar. „Jólaskreytingar þjóna fyrir- tækjum mjög vel og ættu í raun að vera hluti af markaðskostnaði þeirra,“ segir Brynjar Kjærnested, skrúðgarðyrkjumeistari og fram- kvæmdastjóri Garðlistar. „Góðar skreytingar trekkja fólk að og auka umferð, sem skilar sér í aukinni verslun. Um leið verður húsnæði verslananna verðmætara. Það er því mjög mikilvægt að leggja mikið upp úr skreytingum og líta á þær sem fjárfestingu,“ segir Brynjar. „Við höfum sagt að það sem þú eyðir í jólaskreytingar skili sér alltaf til baka.“ Samstarf við erlenda sérfræðinga Garðlist er í sterkri stöðu til að tryggja að jólaskraut hafi tilætluð áhrif fyrir fyrirtæki. „Við vinnum með MK Illumination, sem er stærsta jólaskreytingafyrirtæki í heimi,“ segir Brynjar. „Það sér um að skreyta mörg þekktustu kennileiti heims, t.d. jólatréð við Rockefeller Center í New York og miðborg Stokkhólms. Samstarfið við MK Illumina- tion gefur okkur sérstöðu. Þar eru sérfræðingar á sínu sviði sem gera nánast ekkert annað en jóla- skreytingar,“ segir Brynjar. „Við fáum mikinn stuðning frá þeim, hvort sem við erum að vinna fyrir einstaklinga, fyrirtæki eða sveitar- Jólakötturinn í miðbænum er dæmi um skraut sem bæði skapaði upplifun og dró athygli að svæðinu. Einstaklingum er boðið að leigja skraut og það hefur verið mjög vinsælt. Garðlist getur séð um skreyt- ingar fyrir alla, hvort sem það eru einstakl- ingar, fyrirtæki, húsfélög eða sveitarfélög. félög og vinna þau náið með okkur að hönnuninni. Eftir að við byrjuðum að vinna með þeim höfum við tekið að okkur nokkur stór verkefni, eins og jólaköttinn, sem vakti mikla athygli í miðbænum í fyrra, en það er fyrsta stóra skreytingin sem við höfum flutt til landsins og sett upp,“ segir Brynjar. „MK Illumination er alltaf með ákveðna nálgun á hverju svæði og fólkið þar heillaðist af jólasveinunum okkar og þá sérstaklega jólakettinum þegar það kafaði ofan í sögu lands- ins. Þaðan kom hugmyndin um að gera heimsins stærsta jólakött. Eitt af mörgum dæmum um það hvernig jólaljós trekkja að er í Salerno á Ítalíu, þar sem umferð jókst úr 300 þúsund manns í fjórar milljónir milli jóla og að sama skapi jókst verslun á svæðinu um 140% eftir að MK Illumination var fengið til að skreyta svæðið. Skraut ætti líka helst að vera gagnvirkt. Þess vegna er kötturinn tilbúinn að grípa vegfarendur í klærnar og þegar fólk stillir sér upp hjá honum lítur út eins og kötturinn sé að fara að bíta haus- inn af því,“ segir Brynjar. „Fyrir vikið vill fólk láta taka mynd af sér við köttinn sem annað fólk sér Við notum vörur frá MK Illumina- tion, en helsta sérkenni þeirra er að þau endast mun lengur en flest önnur LED-ljós. svo á samfélagsmiðlum og þannig skapar skrautið upplifun og dregur athygli að svæðinu. Þessi athygli er lykilatriði í að láta skreytingarnar vinna fyrir fyrirtækin og jóla- tíminn er dýrmætasti tíminn til að fá þessa aukaumferð.“ Vandaðar vörur sem endast lengur „Þegar við vinnum skreytingar fyrir einstaklinga höfum við boðið fólki að leigja skrautið og það hefur verið mjög vinsælt,“ segir Brynjar. „Við notum vörur frá MK Illumination, en helsta sérkenni þeirra er að þau endast mun lengur en flest önnur LED-ljós. Eftir 10 þúsund klukkustundir halda ljósin enn 98% af styrkleika sínum, sem er endingartími sem enginn önnur jólaljós geta státað sig af. Þannig að þó þessi ljós séu dýrari til að byrja með eru þau ódýrari til lengri tíma litið, því endingin er svo góð. Við hvetjum alla til að hafa sam- band við okkur, við vinnum í bæði stórum og litlum verkum,“ segir Brynjar og glóir. Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 0 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U R 3 0 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 1 D -9 F 8 0 2 4 1 D -9 E 4 4 2 4 1 D -9 D 0 8 2 4 1 D -9 B C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 2 9 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.