Fréttablaðið - 30.10.2019, Qupperneq 41
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Miðvikudagur
hvar@frettabladid.is
30. OKTÓBER 2019
Hvað? Fræðslufundur
Hvenær? 12.00
Hvar? Þjóðminjasafnið
Fjallað um nýja Nóbelsverðlauna-
hafann í bókmenntum, Olgu
Tokarczuk.
Hvað? Hrekkjavakan að fornu
og nýju
Hvenær? 12.15
Hvar? Bókasafn Kópavogs
Björk Bjarnadóttir umhverfis-
þjóðfræðingur fjallar um sögu
hrekkjavökunnar.
Hvað? Óperudagar
Hvenær? 12.30
Hvar? Háskóli Íslands
Á opnunartónleikum Ljóðadaga
Óperudaga frumflytja Eva Þyri
Hilmarsdóttir píanisti, Catherine
Maria Stankiewicz sellóleikari og
Guja Sandholt söngkona íslensk og
erlend verk. Dagskrá verður síðan
víða þennan dag og næstu daga.
Hátíðin stendur til 3. nóvember.
Upplýsingar á operudagar.is.
Hvað? Jazz
Hvenær? 21.00
Hvar? Björtuloft, 5. hæð Hörpu
Tríó píanóleikarans Agnars Más
Magnússonar skemmtir.
Hvað? Argentínsk bókakynning
Hvenær? 17.30
Hvar? Veröld – hús Vigdísar
Dr. Denise León ljóðskáld og
Fabián Soberón, rithöfundur og
kvikmyndagerðarmaður, kynna
bækur sínar og lesa upp úr þeim.
Viðburðurinn fer fram á spænsku.
Hvað? Málþing og opnun nýs
Íðorðabanka Árnastofnunar
Hvenær? 15.30
Hvar? Norræna húsið
Bandaríska tónskáldið David Lang er komið hingað til lands í til-efni þess að tvö verk eftir Lang verða f lutt a f s öng v u r u m og
hljóð færaleikurum á tónleikum
í Fríkirkjunni á föstudag, 1. nóv-
ember, klukkan 20.00. Verkin eru
Little Match Girl Passion og Death
Speaks. Að tónleikum loknum mun
Helgi Rafn Ingvarsson ræða við tón-
skáldið.
Lang er margverðlaunað tón-
skáld og hlaut Pulitzer-verðlaunin
í tónlist árið 2008 fyrir Little Match
Girl Passion og geisladiskur með
upptöku á verkinu hlaut Grammy-
verðlaun. Efniviðinn sótti Lang í
söguna um Litlu stúlkuna með eld-
spýturnar eftir H.C. Andersen og
Matteusarpassíu Johanns Sebasti-
ans Bach.
Þjáningar barns
„Bandaríkjamenn þekkja vel þessa
sögu H.C. Andersen, sjálfur kynntist
ég henni á barnsaldri,“ segir Lang.
Forsaga verksins er sú að Carnegie
Hall pantaði verk eftir Lang fyrir
hinn fræga söngvara Paul Hillier.
„Hillier hefur hljóðritað trúarlega
Lítil stúlka í stað Krists
Verk eftir hið fræga bandaríska tónskáld David Lang verða
flutt á tónleikum. Annað verkið fékk Pulitzer-verðlaunin.
Verk David Lang njóta vinsælda víða um heim. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
klassíska tónlist um þjáningar
Krists. Ég er ekki kristinn en mikill
unnandi klassískrar tónlistar og
Bach er uppáhalds tónskáldið mitt.
Ég ákvað því að vinna með Matte-
usarpassíu hans. Þar er kjarninn sá
að við eigum að skynja þjáningar
Krists og breyta lífi okkar og verða
betri manneskjur. Þetta er falleg
hugmynd og ég hugsaði með mér að
kannski væri hægt að ná fram sömu
tilfinningu ef maður tæki Krist út
og fjallaði um þjáningar einhverrar
annarrar manneskju. Ég leitaði uppi
sögur af þjáningum og dauðastríði
fólks en ekkert gekk upp. Á síðustu
stundu sagði konan mín: Hvað með
litlu stúlkuna með eldspýturnar?
Hún deyr hræðilegum dauðdaga.
Ég prófaði það og það gekk upp.
Þetta er mín tónlist en textinn er
endurskrift mín á Bach-textanum
og þýðing á sögu H. C. Andersen.“
Pulitzer breytti ýmsu
Seinna verkið sem f lutt verður
eftir Lang á tónleikunum er Death
Speaks en þar talar dauðinn. „Mér
hefur alltaf þótt áhugavert hversu
oft dauðinn er persóna í söngvum
Franz Schubert og talar til manns.
Í Dauðinn og stúlkan eftir Schu-
bert syngur stúlkan um það hversu
hrædd hún er við að deyja og Dauð-
inn segir: Vertu róleg, komdu með
mér. Ég fór í gegnum öll lög Schu-
berts þar sem dauðinn kemur við
sögu, safnaði þeim saman, þýddi
og stytti eins og í Little Match Girl
Passion.“
Aðspurður segir Lang að Pulitzer-
verðlaunin hafi breytt mörgu í lífi
hans. „Eins og allt tónlistarfólk vil
ég vera tekinn alvarlega og njóta
virðingar fyrir listsköpun. Þegar ég
vann Pulitzer-verðlaunin varð ég
allt í einu miðpunktur menningar-
lífsins og það hjálpaði mér mikið.
Þetta var stórkostlegt.“
Hann var tilnefndur til Óskars-
verðlauna árið 2015 fyrir tón-
list sína við kvikmyndina Youth
þar sem Michael Caine, Harvey
Keitel og Jane Fonda voru í aðal-
hlutverkum. Hann var viðstaddur
verðlaunaaf hendinguna. „Þetta
var brjálæði, algjör sirkus en frá-
bært,“ segir hann. „Þegar maður er
tilnefndur fara kvikmyndaverin
í auglýsingaherferð til að hjálpa
manni að vinna. Heil hótelhæð var
pöntuð, í einu herbergi var Jane
Fonda, í öðru Mchael Caine, leik-
stjórinn í enn öðru og svo ég í einu.
Maður sat þarna og á hálftíma fresti
kom fjölmiðlamaður inn og maður
svaraði spurningum. Þetta stóð yfir
í heila viku og var kostulegt.“
Á SÍÐUSTU STUNDU
SAGÐI KONAN MÍN:
HVAÐ MEÐ LITLU STÚLKUNA
MEÐ ELDSPÝTURNAR?
Björk Bjarnadóttir umhverfis-þjóðfræðingur segir frá hrekkjavökunni.
M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17M I Ð V I K U D A G U R 3 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 9
3
0
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:2
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
1
D
-9
5
A
0
2
4
1
D
-9
4
6
4
2
4
1
D
-9
3
2
8
2
4
1
D
-9
1
E
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
8
s
_
2
9
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K