Fréttablaðið - 04.11.2019, Qupperneq 8
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is,
MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Kirkjan hefur
tækifæri nú
til að ganga
alla leið og
biðjast
afsökunar,
fullum fetum.
Þetta litla
ánægjulega
skref í
norrænu
samstarfi er
um leið
áminning
um að við
þurfum sjálf
að horfa til
framtíðar í
stærra
samhengi.
NEYSLUBREYTINGAR OG ÁHRIF
Á MATVÆLAFRAMLEIÐSLU
NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Á BONDI.IS
Matvælalandið Ísland og Landbúnaðarklasinn standa
fyrir opinni ráðstefnu á Hótel Sögu um neyslubreytingar
og áhrif þeirra á matvælaframleiðslu þriðjudaginn
5. nóvember kl. 13.00-16.00.
M
AT
VÆLALANDIÐ
ÍSLAND
FJÁRSJÓÐUR
FRAMTÍÐAR LANDBÚNAÐAR
K L A S I N N
LANDBÚNAÐAR
K L A S I N N
Menn hafa um langan aldur háð stríð. Sum þeirra hafa sprottið af fremur litlu tilefni, sem útkljá hefði mátt með stuttu samtali, jafnvel afsök-unarbeiðni. Önnur eiga sér dýpri rætur í ágreiningi, sem oft vex í
tilfinningaríkum jarðvegi. Það verður líka að gangast
við því að oft spila trúarleg sjónarmið inn í ágreining
manna og þá er stutt í að tilfinningar taki yfir og menn
verði viðskila við rökin. Þau mál má líka leysa með
afsökunarbeiðni.
Nú hefur Ríkisútvarpið nýlokið við að sýna Svona
fólk, heimildarþáttaröð um réttindabaráttu samkyn-
hneigðra hér á landi. Óhætt er að fullyrða að aldrei
hefur sambærilegt sjónvarpsefni verið búið til hér-
lendis.
Höfundurinn og leikstjóri þáttanna, Hrafnhildur
Gunnarsdóttir kvikmyndagerðarmaður, á skilið lof
fyrir verkið. Sú yfirsýn sem gefin er af harðri og ósann-
gjarnri baráttu fyrir sjálfsögðum réttindum er mikils
virði. Þó að réttindabaráttunni sé ekki lokið mega nú
tveir einstaklingar ganga í hjónaband frammi fyrir
Guði og mönnum, án tillits til kyns þeirra eða kyn-
hneigðar. Það gerðist ekki af sjálfu sér. Aðeins örfáir ára-
tugir eru síðan samkynhneigðu fólki var vísað úr vinnu
eða það missti húsnæði vegna kynhneigðar sinnar.
Það verður ekki vikið að baráttu samkynhneigðra
hérlendis án þess að nefna þátt kirkjunnar. Um langt
árabil neitaði þjóðkirkjan sjálf, í þessum efnum, að
horfast í augu við að allir menn væru skapaðir jafnir
fyrir augliti Guðs. Fyrsta skref löggjafans varðandi
sambúð án tillits til kyns var að festa í lög ákvæði um
staðfesta samvist. Það var að forminu til löggerningur,
eins konar sáttmáli, sem gera skyldi hjá sýslumanni.
Það var ekki fyrr en árið 2010 að fyrstu grein hjú-
skaparlaga var breytt þannig að í stað orðanna „karls
og konu“ kom „tveggja einstaklinga“. Þar með var
björninn unninn að þessu leyti.
Í síðasta þætti heimildarmyndaraðarinnar er
bútur úr viðtali við þáverandi biskup þjóðkirkjunnar
frá árinu 2006, um það leyti sem áform voru um að
heimila kirkjunni að vígja einstaklinga í hjónaband
án tillits til kyns þeirra. Þar sagði þáverandi biskup
að kirkjan hefði um langa hríð gengið út frá skilgrein-
ingu í þessum efnum og nú væri kallað eftir að þeirri
skilgreiningu væri breytt. „Ég á við að ég held að
hjónabandið eigi það inni hjá okkur að við köstum
því ekki á sorphauginn alveg án þess að hugsa okkar
gang.“ Þetta orðfæri eldist frámunalega illa.
Núverandi biskup svaraði því í liðinni viku hvort
biðjast ætti afsökunar á þessum orðum: „Ég get alveg
beðið fólk afsökunar á því að kirkjan hafi komið
svona fram og sært fólk … Ég er fús til þess að biðjast
afsökunar á því.“ Svarið er í áttina, en ekki fullnægj-
andi. Kirkjan hefur tækifæri nú til að ganga alla leið
og biðjast afsökunar, fullum fetum. Það gæti orðið
liður í að auka sáttina sem mikilvægt er að ríki um
hana. Ef marka má nýja mælingu á trausti fólks til
kirkjunnar, mun ekki af veita.
Svona fólk
Jón
Þórisson
jon@frettabladid.is
Að frumkvæði Guðlaugs Þórs Þórðarsonar hafa utanríkisráðherrar Norðurlanda falið Birni Bjarnasyni fyrrverandi ráðherra að skrifa skýrslu
með tillögum um hvernig þróa megi samstarf landanna
á sviði utanríkis- og öryggismála. Þetta er lítið skref í
rétta átt.
Nefnd undir forystu Björns hefur nýlega skilað gagn-
merkri skýrslu um árangurinn af aðild Íslands að innri
markaði Evrópusambandsins. Það var skýrsla um for-
tíðina. En nýja skýrslan snýst um framtíðina.
Samkvæmt aðgerðaáætlun forsætisráðherra Norður-
landa verða utanríkis- og varnarmál að vísu ekki megin
viðfangsefni norræns samstarfs á næstu árum. Þunga-
miðjan í alþjóðlegu samstarfi allra landanna liggur í Evr-
ópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu. Það breytir
ekki hinu að nýjar áskoranir í þessum efnum kalla á að
Norðurlönd samhæfi afstöðu sína í ríkari mæli en verið
hefur. Sú samvinna verður þó alltaf jaðarsamstarf á þessu
sviði.
Þetta litla ánægjulega skref í norrænu samstarfi er
um leið áminning um að við þurfum sjálf að horfa til
framtíðar í stærra samhengi. Að meta eingöngu árangur
sögunnar dugar ekki til. Það er í því ljósi sem ég hef ásamt
fleiri þingmönnum lagt til að Alþingi ákveði að gerð verði
greining á þeim miklu breytingum sem orðið hafa síðan
ákvarðanir voru teknar um núverandi stöðu Íslands í
alþjóðlegri samvinnu. Engin ný skref hafa verið stigin í
þrjá áratugi. Á þeim tíma hefur heimsmyndin hins vegar
gjörbreyst. Mín skoðun er sú að ekki sé þörf á neinum
grundvallarbreytingum. Við eigum til að mynda ekki að
hverfa frá þeirri fjölþjóðasamvinnu sem vel hefur reynst
og fara í staðinn alfarið inn á braut tvíhliða fríverslunar-
samninga. Það væri kúvending. Nær lagi væri að taka lítil
skref fram á við á þeim vettvangi sem hefur reynst jafn
happadrjúgur og skýrsla Björns Bjarnasonar sýnir.
Fyrst utanríkisráðherra gat horft til framtíðar með
vinum okkar á Norðurlöndum er ég viss um að hann
getur það sama hér heima á Alþingi Íslendinga. Stórt
skref í þá átt væri að styðja hugmynd okkar um greiningu
á framtíðarþörfum Íslands fyrir efnahagslegt, menn-
ingarlegt og pólitískt samstarf á komandi tímum.
Lítið skref í rétta átt
Þorgerður
Katrín
Gunnarsdóttir
formaður
Viðreisnar
Til nýrrar sóknar Norðurlands
Samgöngu- og sveitar-
stjórnarráðuneytið hefur sett
til umsagnar í samráðsgátt
stjórnvalda, á vegum Eyþings,
drög að nýrri sóknaráætlun
Norðurlands eystra fyrir 2020
til 2024. Er henni ætlað „að skila
landshlutanum fram á veginn
með skarpri sýn á forgangs-
röðun verkefna og jákvæðum
árangri“. Sett eru fram mælan-
lega markmið.
Sérstaklega er fjallað um
hvernig gera megi hlutina betur
í uppbyggingu svæðisins. Hætta
þarf að „beita gömlum með-
ulum“ í heimi sem breytist hratt.
Með þetta í huga eru sett fram
metnaðarfull markmið til
atvinnusköpunar. Þar er fyrst
á dagskrá „að hlutfall stöðu-
gilda á vegum ríkisins aukist
um 15%“. Þetta þarf að gera fyrir
2024. Sama ár ætla menn að auka
opinbert fjármagn til rann-
sókna, þróunar og nýsköpunar
til landshlutans um 40%.
Hvergi nefnt á nafn …
Í plagginu er síðan sérstaklega
tekið fram að menn þurfi að
hætta að „etja saman tveimur
svæðum“. Líklega með þetta í
huga er sameining sveitarfélaga
hvergi nefnd á nafn í sóknar-
áætluninni. Öf lugri og stærri
sveitarfélög eru líklega það
skynsamlegasta sem hægt er
að gera til að skila landshlut-
anum fram á veginn. Líka þegar
kemur að nýtingu og skiptingu
almannafjár. arib@frettabladid.is
4 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
0
4
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:1
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
2
5
-3
8
E
0
2
4
2
5
-3
7
A
4
2
4
2
5
-3
6
6
8
2
4
2
5
-3
5
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
0
s
_
3
_
1
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K