Fréttablaðið - 04.11.2019, Page 10
4 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
HETJA HELGARINNAR
Sadio Mane
Senegalinn skoraði eitt og lagði
upp annað í 2-1 sigri Liverpool
á Aston Villa um helgina. Með
sigrinum heldur Liverpool sex
stiga forskoti á Manchester City á
toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Mane er á fjórða tímabili sínu í
herbúðum Liverpool eftir að hafa
áður leikið með Southampton,
RB Salzburg í Austurríki og Metz
í Frakklandi þegar hann var að
stíga fyrstu skref sín á ferlinum.
Sadio hefur verið
frábær síðan ég kom til
félagsins en þetta ár hefur verið
magnað hjá honum. Hann hefur
tekið næsta skref, deildi gull-
skónum í fyrra og hefur ekkert
slegið af í byrjun tímabilsins.
Andy Robertson
Vinstri bakvörður Liverpool
Þetta hefur gerst oft
áður því Sadio Mane er
ótrúlega hæfileikaríkur knatt-
spyrnumaður. Stundum er hann
með leikaraskap, stundum skorar
hann sigurmörkin. Hann er mjög
hæfileikaríkur.
Pep Guardiola
knattspyrnustjóri Man. City
Mane bjargaði
málunum í
Birmingham
Senegalinn Sadio Mane reyndist hetja Liverpool
um helgina þegar liðið skoraði tvö mörk á loka-
mínútunum í naumum sigri á Aston Villa. Mane
átti sitt besta tímabil í fyrra þegar hann deildi gull-
skónum í ensku úrvalsdeildinni og hefur ekkert
slegið af þrátt fyrir stutt sumarfrí fyrir tímabilið.
Í ellefu leikjum í ensku
úrvalsdeildinni þetta árið
hefur Sadio Mane skorað
sex mörk og lagt upp fjögur.
Hann hefur því komið að tíu
af 25 mörkum Liverpool í
upphafi tímabilsins.
ENSKI BOLTINN Rétt eins og köttur-
inn virðist Liverpool hafa níu líf í
ensku úrvalsdeildinni þessa dag-
ana. Það mátti ekki tæpara standa
í 2-1 sigri á Aston Villa á útivelli um
helgina þar sem Villa virtist ætla
að verða fyrsta liðið til að vinna
Liverpool á þessu tímabili. Nýliðar
Villa leiddu með einu marki þegar
fimm mínútur voru til leiksloka og
voru líklegir til að verða annað liðið
sem vinnur Liverpool í síðustu 50
leikjum á eftir Manchester City en
á lokasprettinum tókst lærisvein-
um Klopp að lauma inn tveimur
mörkum og taka stigin þrjú aftur
til Liverpool.
Liverpool var 74% með boltann í
leiknum, átti 25 marktilraunir gegn
fjórum og átti sigurinn fyllilega
skilinn þegar litið verður til baka en
það er ekki alltaf spurt að því. Fimm
mínútum fyrir leikslok virtist þessi
leikur ætla að vera bananahýði
fyrir lærisveina Klopp en á loka-
mínútunum tókst þeim að nýta sér
þreytta fætur Aston Villa og skapa
tvö mörk. Þar átti Mane stóran
þátt, fyrirgjöf hans fann Robertson
á fjærstöng á 87. mínútu leiksins.
Við það ef ldist Liverpool og sótti
í leit að sigurmarkinu sem kom á
94. mínútu. Þá skallaði Mane horn-
spyrnu Trent Alexander-Arnold í
netið af nærstönginni og tryggði
Liverpool stigin þrjú. Dean Smith,
knattspyrnustjóri Villa, sagðist í
viðtölum eftir leik skrifa mörkin á
einbeitingarleysi.
„Því miður máttu ekki missa ein-
beitinguna gegn bestu liðum heims.
Þú þarft að halda áfram á 97. mín-
útu ef til þarf.“
Með því heldur Liverpool sex
stiga forskoti á Manchester City
fyrir stórleik næstu helgar þegar
City heimsækir Liverpool á Anfield.
Liverpool er með pálmann í hönd-
unum fyrir leikinn og getur stigið
stórt skref í rétta átt í titilbaráttunni
með sigri um næstu helgi.
Tap í Svíþjóð greiddi leið Mane
til Englands á sínum tíma
Mane, sem er fæddur í Bambali
í Sedhiou-héraðinu í Senegal,
stefndi ungur að árum að því að
verða atvinnumaður í knattspyrnu,
þvert á vilja foreldra sinna. Hann
f luttist því ungur að árum til höf-
uðborgarinnar Dakar og æfði hjá
akedemíu senegalska knattspyrnu-
sambandsins. Þar komu njósnarar
franska félagsins Metz auga á Mane
og buðu honum að koma til Frakk-
lands. Ekki sýndi Mane markanef á
fyrsta tímabili sínu í Frakklandi þar
sem hann skoraði eitt mark þegar
Metz féll úr 2. deildinni en spila-
mennskan heillaði forráðamenn
austurríska félagsins RB Salzburg.
Í Austurríki blómstraði Mane og
varð tvisvar meistari með Salzburg
þar sem hann naut sín í hröðum
sóknarleik og byrjaði að finna net-
möskvana reglulega. Óvænt tap
Salzburg gegn Malmö á lokastigi
undankeppni Meistaradeildar Evr-
ópu haustið 2014 þýddi að Mane
var tilbúinn að yfirgefa Austurríki
og samdi við South ampton. Eftir
tvö góð ár hjá Dýrlingunum þar
sem Mane setti met yfir f ljótustu
þrennuna í sögu ensku úrvals-
deildarinnar kom Liverpool kall-
andi og greiddi metfé fyrir afrískan
leikmann, 34 milljónir punda og
reyndist hann hverrar krónu virði.
Stígur upp þegar þörf er á
Síðustu vikur hefur Liverpool verið
í fjölmörgum leikjum þar sem litlu
hefur mátt muna og hefur Mane oft
átt stóran þátt í að skila stigunum
til Liverpool-borgar. Heilt yfir hefur
Mane komið að tíu af 25 mörkum
Liverpool í ensku úrvalsdeildinni
og samtals fimmtán mörkum í
fimmtán leikjum í öllum keppnum
í upphafi tímabilsins.
Þegar Salah fór af velli fór púðrið
úr sóknarlínu Liverpool en Mane
tókst upp á eigin spýtur að koma
Liverpool inn í leikinn og knýja
fram sigurinn.
Þetta eru kunnuglegir tónar því
í síðustu fjórum leikjum Liver-
pool í deildinni hefur Mane reynst
mikilvægasti leikmaður liðsins. Þrír
þeirra hafa unnist með minnsta
mun, 2-1 sigrum, og einum lauk
með jafntef li. Í öllum sigrunum
kom Mane með einhverjum hætti
að sigurmarkinu, gegn Leicester og
Tottenham fékk hann vítaspyrnu á
lokamínútunum en um helgina var
það hann sem stal sviðsljósinu og
skoraði sigurmarkið sem Liverpool
þurfti í uppbótartíma.
kristinnpall@frettabladid.is
0
4
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:1
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
2
5
-2
5
2
0
2
4
2
5
-2
3
E
4
2
4
2
5
-2
2
A
8
2
4
2
5
-2
1
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
0
s
_
3
_
1
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K