Úti - 15.12.1931, Blaðsíða 6

Úti - 15.12.1931, Blaðsíða 6
4 Ú T I Veginn ber að botni Grettisvíknr, og er farið yfir Skammá fyrir neöan fossinn og þaðan norðnr yfir Búðará. I Arnarvatni er mikil veiði, en lítið er hun stnndnð, vegna þess, hve vatnið er langt frá bygð. Stangaveiði ág'æt er í ósinn Skammár, og má heita, að silungar taki óðar en færi er rent, þegar best iætur. Svo sem kunnugt er, var Grettir As- mundsson um allangt skeið við Arnar- vatn, eftir það að hann varð seknr á Al- þingi. Nokknð greinir menn á um það, iivar skáli Grettis iiafi verið. Telja sum- ir, að hann liafi verið í tanga einum mjó- um, er gengur út í vatnið að norðan, milli Grettishöfða og Búðarár, og nefna þeir tanga þennan Greftistanga. Aðrir segja, að skálinn hafi staðið á litlu nesi undir Svartarhæð, sunnan við vatnið. í Grettis- höfða á Grettir að iiafa barist við Þóri i Garði og' lið iians. Segja munnmælin, að enn sjáist á grasinu, livar blóðið liafi runn- ið úr þeim, sem eiga að hafa fallið á fund- innm. Á eftir Gretti var annar frægur út- lagi við Arnarvatn, Grímur Helgason frá Kroppi, og er frá lionum sagt i Laxdælu. Hann var naumast jafnoki Grettis að gervileik, en stórum giftusamari- Nú víkur sögunni aftur til okkar fje- laga. Við gistum í sæluhúsinu, því að veður var rosasamt. Hestunum hjeldum við norður með Grettisvik. Þótti okkur ekki annað vogandi en að vaka yfir þeim á nóttunni, þvi að gróður er kyrkingsleg- ur við vatnið, og una hestar þar illa, enda hafa margir ferðamenn fengið að kenna á því. Seinni nóttina, aðfaranótt þess 20. júlí, var svarta þoka. Vakti jeg þá mest- an hluta næturinnar og var lengst af lijá hestunum. En undir morguninn létti þok- unni nokkuð, og' tók að rigna. Fór jeg þá heim í kofann og stytti mjer stundir, með þvi að skrifa i dagbókina. Og nú skulum við láta hana segja frá. „Klukkan er fjögur. — Fjelagar minir anda þungt. Þeir sofa. Frammi við dyrn- ar er farið að leka. Droparnir falla. Tikk, tikk, tikk, takk. Norðangjóstan þýtur á þakinu og sveigir stráin á dyrakampin- um, en í fjarska niðar Skamrná. — Hjer er kalt. Hvað skvldi hitamælirinn segja? — Fjögur og hálft stig. Jæja! Blýanturinn, vasabókin, farangurinn, kofinn — alt er stamt og kalt, eins og nár. Og' svo lekur frammi við dyrnar. Tikk, tikk, takk. Skárri er það nú vist- arveran! — Gott Væri að mega skriða i svefnpok- ann sinn og sofa. En þá eru drógarnar. Ekki dugar að sleppa þeim. — í gærkvöldi rak ég liestana út fyrir Búðará, og lieft þá þar. Svo gekk ég aft- ur upp að Skammá og fór að veiða á stöng, efst í stokkunum við vatnið. En silungstetrin tóku svo ört, að ég fékk fljótlega nóg af veiðiskapnum. Agnið var ekki fyr komið út í hylinn en einliver fáráðlingurinn gein yfir því, kipti i færið - og lá eftir skamman leik uppi á bakk- anum, spriklandi og geispandi. Svo varð hann að láta lifið, vesalingur. — Það var lireint óliugsanlegt, iive ótt silungurinn tók. Skyldi silungamóðirin sjálf hafa dul- ist undir sljettum vatnsfletinum úti í þok- unni? — En þvi var jeg að svifta þessa fallegu fiska lífi, Þvi máttu þeir ekki í friði una við iðju sína úti á vatninu? Veiðiástríðan er gömul. Hún er arfur frá ómuna tíð, eins og stofninn af vígtönn- inni, sem enn er eftir i manninuxn. — Ég skar upp magann í einum silungn- um. Hann var fullur af litlum vatnabobb- um. Því máttu þeir ekki lifa fyrir þess- um rándýrum, silungnum? — Og af þvi að jeg' drap silungana, fá fleiri af þess- um seinfæru dýrum að vei’a í friði við iðju sina xiti í vatninu. — En svona er náttúran, — grimm, en ekki miskunnar- laus — Nú var rokkið og leið að lágnætti. Jeg' skildi þvi silungana eftir og gekk út með vatninu, eftir fjöruborðinu. — Þokan og kvöldhúmið lmldu alt. Að mjer sótti und- arleg óró, ganxall arfur frá skammdeg-

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.