Úti - 15.12.1931, Blaðsíða 30

Úti - 15.12.1931, Blaðsíða 30
28 i Ú.T I hann flytja til Fidji-eyja. En það var eins um lirfurnar og flugurnar, að þær gátu aldrei komist lifandi alla leið. Þess vegna reið á, að geta framleitt margar kynslóðir af báðum skordýrategundunum á leiðinni. Aðstoðarmaðurinn útvegaði sjer nokkur ung pálmatrje, sem hann gróðursetti í 17 tómum bensíngeymum, og í pálmunum kom hann fyrir tuttugu þúsundum fiðrildalirfa, sem flugur höfðu verpt eggjum í. Geym- unum var svo skipað út í gufuskip, sem hjelt af stað til Fidji-eyja, en maðurinn fylgdist með sem »barnfóstra«. Ferðin var full af erfiðleikmn, en í sem stystu máli sagt tókst að komá nokkrum firfum til skila. Hófst þá næsti þáttur þessa merkilega æfintýris, að framleiða nægilega mikið af flugum, svo að komist yrði eftir því fyrir víst, hvort þær herjuðu jafn kröftu- lega á bláa fiðrildið á Fidji-eyjum, eins og brúna frænda þess á Malakka.. Tothill prófessor útbjó nú sjerstakt skor- dýrabúr, ljet í það lifandi. pálmablöð, og slepti svo innflytjendunum lausum i þenna tjlbúna pálmalund. Fyrst í stað gekk alt vel. Nokkur Artona-fíðrildi gátu af sjer nýja kynslóð, snjkjuflugurnar fengu þar nýja næringu og gátu af sjer nýja kynslóð, sem albúin var þess,> að jeta fiðrildalirfurnar. Nokkrum vikum síðar leit þó fullkom- lega út fyrir það, að öll fyrirhöfnin ætlaði að verða til ónýtis. Einn góðan veðurdag voru hjerumbil allar flugurnar dauðar. Til allrar hamingju voru þó enn nokkrar flugu- lirfui- innan í fiðrildalirfunum. Þeirra var gætt með mestu nákvæmni og tilraunin hafin á ný. bijí En skömmu síðar kom nýtt áfall, alveg samskonar. Þetta virtist vera dularfult og óskiljanlegt, þangað til TothiII prófessor tókst að komast fyrir leyndarmálið. Hann veitti því athygli, að litla stund dagsins skein sólargeisli inn í eitt horn búrsins. Flugurnar runnu á ljósið, eins og venja er skordýra, en það varð þeim dýrt gam- an, því að skordýrafræðingarnir komust að því, að flugurnar dóu, ef sól skein á þær, þó ekki væri nema fáaf sekúrlitur. Þetta var vafalaust því að kenna, að aldrei gat minsti sólargeisli þrengt sjer niður i þjettu Malakkaskógana, þar sem flugurnar höfðu átt heima. Eftir að kunn varð orsök hinna dular- fullu flugnaláta, var sólargeislinn lokaður úti, og fjölgaði nú flugunum óðum. Reynslan í búrinu benti í þá átt, að tilraunin ætlaði að hepnast. Svo rann sá dagur upp, að Tothill prófessor slepti allmiklu af flugun- um út á meðal kókóspálmanna, sem fiðrild- in herjuðu. Árangurinn varð furðulegur. Eftir fáa daga mátti finna smitaðar fiðrildar lirfur, og eftir þrjá mánuði var farið að bera minna á pálmaskemdum bláa fiðrildis- ins. Eftir þrjú ár gátu skordýrafræðingarnir tilkynt, að skemdunum væri haldið í skefj- um. f !c ú ia .. rrsuS. . ..... Aðferðin, sem litla sníkjuflugan notar í baráttu sinni við hin skaðlega fiðrildi, er jafn einföld og hún er áhrifarík. Þegár kven- flugan er komin að þvi, að verpaieggjum, leitar hún uppi, með aðstoð þeffæra sinna, eina litlu fiðrildislirfuna, þar sem hún sit- ur jetandi á pálmablaði, og á sjer engis ills von.- Flugan verpir einu eggi á bak lirfunnar og festir það þar með límvökva, Úr egginu kemur lítil, hvít lirfa og fer þeg- ar að jeta sig inn í skrokkinn á gestgjafa sínum. Annar endi hennar stendur þó alt- af út úr, svo að hún*getur andað. Flugulirfan skiftir um ham inni í skrokki fiðrildislirfunnar, á skordýra vísu. *■— Fyrst í stað verður fiðrildislirfan engis vör. Hún heldur áfram að jeta, eins og ekkert hefði í skorist, og birgir þannig hinn óboðna gest sinn upp með fæðu. Loks kemur svo »gesturinn« að áríðandi líffærum, og drep- ur »matselju« sína með því að jeta þau. En þá er flugulirfan komin að nýju stigi þró- unar sinnar. Hún spinnur utan um sig púpu og kemur úr henni sem fullþroska skordýr. Vísindunum tókst þarna að vinna bug á pálmaskemdum skordýranna, svo sem bert er af framanritaðri frásögu. Já, Tothill iu .r! , Framh. á bls. 40. i

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.