Úti - 15.12.1931, Blaðsíða 15

Úti - 15.12.1931, Blaðsíða 15
Ú T I 13 sinni dýrð. í baksýn livíldi Langjökull, bjartur og tignarlegur, og teygði hina breiðu arma sina beggja megin Skriðu- fells alveg niður í vatnið. En vatninu liafði þótt jökullinn of nærgöngull og liafði þverbrotið framan af lionum, og skein i blágrænt sárið. Á vatninu syntu jakarnir liægt og tignarlega og glitruðu í sólskininu. Nær gaf að líta grösuga og sljetta velli og stóð á beit. Brátt komum við auga á sæluhús það, er Ferðafjelag Islands ljet bvggja í fyrrasumar i Hvítár- nesi. Fylgdarmennirnir og baggahestarn- ir voru þegar orðnir nokkuð á eftir, en nú ljetum við þá alveg eiga sig og þeyst- um lieim að húsinu. Við sprettum af, skoðuðiun hið reisulega liús og biðum eftir hinum. Eftir þetta fórum við hægar. Nú var yfir Fúlukvísl og Fróðá að fara, og er hin fyrri varhugaverð veg'na sand- bleytu. Lárus reið þar á undan og kom okkur heilu og höldnu yfir. Undir kvöld höfðum við fundið ágætan tjaldstað skamt frá Karlsdrætti, sem er vík inn úr Hvitárvatni fast við skriðjökul þann, er gengur niður austanvert við Skriðufell. Þegar við vorum húnir að tjalda og borða, fórum við að skoða nágrennið. Annars gerðum við ráð fyrir að vera þarna allan næsta dag, til þess að skoða okkur um og njóta náttúrufegurðarinnar, og til þess að vera óþreyttir undir jökul- gönguna. Þarna skildu fylgdarmennirnir við okkur og fóru með alla hestana, og beið okkar nú sá hluti ferðarinnar, sem við gerðum okkur mestar vonir um. Næsta morguil, þriðjudaginn 21, júlí, vöknuðum við við svanasöng, og er við litum út, syntu nokkrir svanir á vatninu, rjett fyrir framan tjaldið. Veður var hið yndislegasta. Við þvoðum okkur og snyrtum á ýmsa vegu, hárum feiti á stíg- vjelin o. s. frv. Seinna um daginn geng- Um við yfir að Karlsdrætti og upp á skrið- jökulinn til að skoða liann. Við tókum þar margar myndir, en ekki leist okknr skriðjökullinn girnilegur til uppgöngu. Eftir þennan leiðangur ákváðum við að fara heldur upp fjallshlíðina beint upp af tjöldun uin, sem þó er nokkuð brött, lieldur en að fara upp með skriðjökul- röndinni, en það höfðum við ætlað okk- Ur fvrst. Hugmynd okkar var að ganga yfir jökulinn unl nóttina, því að þá viss- um við, að færðin var best, en að degin- um bræðir sólin það mikið af jöklinum, að lijarnið verður gljúpt og' erfiðara yf- irferðar. Síðari hluta þriðjudagsins fór- um við því að búa okkur undir jökpl- g'önguna. Fyrst smíðuðum við sleða úr matvælakössunum, þá jöfnuðum við liin- um sameiginlega farangri niður, svo að við hefðum sem jafnast að hera og svo var lagt af stað. Fyrst fóru 4 okkar upp á fjallshrún með sleðan og íiokkuð af lausum far- angri. Þeir snjeru svo niður aftur, og' fórum við svo allir upp með það, sem eft- ir var af farangrinum. A hrúninni hvild- um við okkur lítið eitt og nutum útsýn- isins. Fjallsbrúnin er þarna 170 m. liærri eú Hvítárvatn og útsýni ágætt. Frá brún- inni er aflíðandi halli upp að sjálfum jöklinum, sem er all-langt í burtu. Á þeirri leið er ekkert annað en berar grá- grýtisklappir, og snjóskaflar á víð og dreif, er aukast eftir því sem ofar dregur. Skamt frá f jallsbrúninni rákumst við á stórt jarðfall, líklega um x/2 km. á breidd og urðum við áð leggja krók á leið okk- ar til að komast fram hjá því. Um mið- nætti vorum við komnir áð sjálfum jökl- inum. Hitinn var þá rúmlega 3 stig á Celsius, en á fjallsbrúninni var hann 12 stig. Þarna fengum við okkur matarbita. Svo lilóðum við á sleðann eins miklu og verða mátti, settum upp mannbrodd- ana og bjeldum svo út á ísinn. Tveir drógu sleðan, aðrir tveir ýttu á eftir, en liinir gengu lausir, nema hvað við bárum allir bakpoka, sæmilega fulla. Við skiftumst á að draga og ýta á eftir og hjeldum allir hóp. Jökullinn var þarna sljettur og greiðfær, og alveg

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.