Úti - 15.12.1931, Blaðsíða 12

Úti - 15.12.1931, Blaðsíða 12
10 Ú T 1 og leit í kringum sig, aðeins til þess að geta byrjað aftur með endurnýjuðum kröftum. En i hvert skipti, sem hann gerði þetta, var verkstjóri — það var ekki sá sami og hafði veitt honum vinnuna um morguninn— kominn til lians og gaf hon- um bendingu um, að hann ætti að halda áfram. Maður þessi hreytti jafnvel i hann ónotum: að hingað væri menn komnir til þess að vinna, en ekki glápa upp í loftið. Drengurinn hætti að rjetta úr sjer. En verkstjórinn gekk um með vindling í munninum og hendurnar oftast djúpt niður í vösunum. Klukkan sex um kvöldið voru vinnu- liættur. Morguninn eftir átti að halda á- fram og búist var við, að þessi vinna mundi endast fram á miðjan næsta dag. Hreiðar flýtti sjer heim. Hann hlakk- aði til að segja frá þvi, að hann hefði unnið næstum allan daginn. Hann hálf- hljóp inn dimma ganginn, sem lá að í- húðarherbergi þeirra. Hann reif upp hurðina og snaraðist inn. Honum brá. Kona ein úr næsta húsi var þar stödd, og hann sá það strax, að eitthvað alvarlegt hafði komið fyrir. Faðir lians liafði fengið hlóðspýting og var mjög veikur. Móðir Hreiðars var að taka upp mó skamt innan við bæinn og nú varð hann að sækja hana. Þó hann væri þrevttur. hljóp liann alla leiðina. Hreiðar lmgsar: Ef pahhi skyldi nú deyja, áður en mamma kemur heim. Mömmu þykir svo vænt um pabba. Hann má ekki verða dáinn, þegar hún kemur. Þau hljóta að þurfa að tala eitthvað sam- an, áður en hann deyr. Hreiðar lierðir lilaupið og hugsar: Ef hann yrði nú samt dáinn ? Góði guð, láttu hann pabha ekki deyja, áður en hún mamma kemur heim. Góði guð, mömmu þykir svo vænt um hann pabba, lofðu lionum að lifa, þangað til hún er búin að tala við hann. Gerðu það, guð, gerðu það, góði guð. Hreiðar lileypur eins og mest hann má. Móðir lians sjer, að hann kemur hlaup- andi. Hún veit á saina augnabliki, að slæm tiðindi liafa gerst og hún hýr sig i skvndi til heimferðar. „Hann pabbi“, segir Hreiðar, þegar hann kemur til hennar. „Jeg veit það, vinur minn. Þú þarft ekki að segja neitt“. Þau hraða sjer heim. Hreiðar hafði verið bænheyrður. Fað- ir hans var lifandi,þegar þau komu heim, en mjög var af honum dregið. Hreiðar hjálpar mömmu sinni eins og honum er unt. En hann fer snemma í rúmið. Hann er þreyttur og á að vera kominn til vinnunnar klukkan sex næsta morgun. Alt í einu man liann það, að hann á eftir að þakka guði fyrir, að pahhi lians var ekki dáinn. Hann gerir það. Siðan hugsar hann til morgundagsins, ekki með eftirvæntingu, heldur kvíða. Einhver uggur hefir náð tökum á honum, og Hreiðar sofnar án þess að hafa losnað við hann — sofnar og hvílist, til þess að geta vaknað óþreyttur til vinnunnar næsta dag. 'Ck? í júlí í sumar var haldið mjög fjölment skátamót skamt frá Halsingborg í Svi- þjóð. Hjeðan frá íslendi fóru 4 eftirtaldir skátar á mót þetta: Ágúst Leos, frá Isafirði, Baldur Jónsson hjeðan úr Reykjavík, Halldór Magnús- son frá Isafirði og Gunnar Thorarensen úr Reykjavík, sem jafnframt var foringi fararinnar. íslensku skátarnir voru mjög ánægðir með förina, móttökur ágætar og mótinu prýðilega komið fyrir á landsvæði er Kulla heitir.

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.