Úti - 15.12.1931, Blaðsíða 36

Úti - 15.12.1931, Blaðsíða 36
34 U T I ALÞÝÐLEGUR TRJESKURÐUR. Á. SIGURMUNDSSON. Ágúst Sigurmiindsson, höfundur þessarar greinar, er fæddur á Brimbergi vi<5 Seyðis- fjörð árið 1904. Nam hann myndskurð hjá Stefáni heitnum Ei- ríkssyni, og var síð- asti nemandi hans. Strax að loknu náni' setti Ágúst á stofn eigin vinnustofu í Ingólfsstræti 23 og Á. Sigmundsson. starfar þar enn. — í sumar fór hann utan til þess að kynnast nýj- ustu framförum i listiðn sinni. Skoðaði hann merk söfn og sýningar í þessum borgum: Ham- borg, Berlín, Köln, Mainz, Múnchen og Dres- den. Einnig dvaldi hann nokkuð í hinum þektu trjeskurðarbæjum: Oberammergau og Ger- misch-Partenkirchen. Meðal flestra mentaðra þjóða hefir á síðari árum orðið mikil breyting í upp- eldisfræðum, en eflaust er hún þó í mörgu á byrjunarstigi. Merkasta má telja vakningu þá, sem tekur einkum tillit til einstaklingseðlsins, en innan skólanna hafði því ekki verið gefinn gaumur, enda gerðu kennarar sjer yfirleitt þess enga grein. Yarð því margt á þann liátt hæll niður, sem nauðsyn bar til að þroska, framar mörgu öðru, sem mikil áliersla var lögð á að kenna. Þó höfðu einstaka menn komið aug'a á þennan annmarka i fræðslustarfseminni áður en hafist var handa; en það var einkum með skóla próf. Cizek i Wien árið 1897. Síðan liafa slíkir skólar risið upp með flestum menta- þjóðum, þar á meðal í austurálfu, eink- um þó í höfuðborg Japana, Tokíó. Skóla sinn stofnaði Cizek fremur af ást til barnanna en sem tilraun, en fljótt varð það ljóst að með þessari tilhögun opnuðust frjálsar leiðir fyrir einstakling- inn til að skilja og meta lífið, af þeim á- hrifum, sem það hafði á hann. 1 skóla Cizek var iðkuð teikning, mótun (í leir) og trjeskurður, en ekkert var fjarlægar honum, en að litið yrði á skólann seni listastofnun, lieldur var tilgangur lians sá, að börnin atliuguðu lífið og fengju áhuga fyrir því. Af þeirri ástæðu varaðist Cizek að nefna list í sambandi við nám- ið, til þess að börnin álitu sig ekki sækja liststofnun. Ekki fór þar fram tilsögn eins og venja er til, með þvi að fá nem- endum ákveðin verkefni, lveldur var þeim

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.