Úti - 15.12.1931, Blaðsíða 38

Úti - 15.12.1931, Blaðsíða 38
36 Ú T I leiða í ljós í föstum formum álirif þau, sem þeir verða fyrir, af línum og litum, hvort sem sú kend stafar frá lancislagi, litbrigðum eða fögru samræmi í bygg- ingu jurta eða dýra. Þegar menn grípur þessi kend, sem er aflgjafi skáldanna til að yrkja og' annara listamanna til að skapa listaverk, þvi þá ekki að taka sjer blýant í bönd, eða bnif og festa í formi það, sem fyrir_ niönnum vakir. Margur mundi svara þannig: Það er ekki ómaks- ins vert fyrir mig að ætla mj er að skera, móta eða teikna í þeirri von, að það liafi listagildi. Það eru svo marg'ir lærðari en jeg í þeim efnum, og mundi fátt um finn- ast tilraunir mínar. En þetta er fráleit ályktun. Gamalt máltæki segir: Það væri hljótt í skóginum, ef aðeins syngi þeir fuglar, sem fegursta hefðu röddina. Á sama hátt er með list og listiðnað. List- bneigðir manna eru oft óljósar. Þær vakna frá utanaðkomandi ábrifum eða liðnum atburðum. Þær koma oft skyndi- lega, og birtast ekki sist í því látlansa, einfalda og eðlilega. Hjá mentunarlitl- um alþýðumönnum hafa slíkir eiginleik- ar oft verið áberandi. Það má sjá þá í ákveðnum „bnífsnittum“ Bólu-Hjálmars og Andrjesar Fjeldsted, í fuglamyndum Jöbannesar Helgasonar og fögrum form- um í körfum Helgu Þorgilsdóttur. Það befir reynst svo, að. stúlkur geta engu síður unnið góðar niyndir i trje en karlmenn, en til eru menn, sem álíta liið gagnstæða. Fáa vinnu hef jeg sjeð betur gerða, en sal einn i ráðbúsi Ham- borgar. Salur þessi er skorinn i kristal- stíl og af stúlkubörnum, en teiknaður eftir leiðbeiningum lærðra manna. Að sinu leyti stendur salur þessi ekki að baki öðrum sölum ballarinnar enda þótt einungis bafi unnið að þeim lærðir menn. Telja má að livergi lijer í álfu standi trjeskurður á öllu hærra stigi en í Mið- Evrópu og hafa þúsundir manna hann þar að lífsstarfi. Er efniviður liendi nærri, þar sem eru bin beinu barrtrje, sem þikja blíðar dalanna alt upp að hvítleitum bömrum kalksteinstmdanna. í fjallabygðum þessum liefir trjeskurður verið uppábaldsstarf íbúanna mann fram af manni, og að mestu sem heimilisiðn- aður, telur próf. Max Metzger, sem lagt hefir vinnu i rannsóknir á þessu sviði, að Iiann eigi dýpri rætur í sálu íbúanna en nokkur annar iðnaður. Yfir þessa alþýðu- vinnu fæst góð heildarsýn á trjeskurðar- safninu í Oberammergau og deild einni á „Nationalmuseum í Miinehen. Dylst það þá ekki lengur, live merk þessi vinna er, þar sem hún sýnir ljósum dráttum hve fólkið befir verið og er nátengt feg- urð fjallanna, og notar trjeð til að leiða i ljós hugsanir sínar og tilfinningar á einfaldan og óbrotinn hátt. Þvínær á bverju þjóðfræðissafni er mikið um trje- skurð eftir ólærða menn, konur og börn, og' er auðvelt að sjá af myndunum bugs- analiátt þeirra og mismunandi þroska. Svissneskur og tyrólskur trjeskurður leið- ir glögt i ljós einkenni og lífsbætti þar um slóðir. Hirðunum, í dölum Alpanna nægir oftast ekki að skera út smalaprik- in sín, heldur reyna þeir að forma hund- inn, fjenaðinn og' jafnvel smalann sjálan. Birtist í þessu livað glegst hugðarefni þeirra. í verkum innfæddra Afríkubúa gætir mjög goðamynda og' táknmynda um anda og' verndarvætti, og i stíl sem er frumstæður og' sjerstæður fvrir þá. Svipað má seg'ja um trjeskurð frá Ind- landi og öðrum löndum Asíu, þar gætir mikið trúar þeirra ásamt skreytingu á háu stig'i. Jeg' vil að lokum enn á ný benda ykkur á það, að þeg'ar eittlivað í líl'inu eða um- liverfinu grípur liugsun vkkar, og þið finnið löngun til að leiða það í ljós, þá reynið það, en látið ekki nein liöft eða hugsun um vankunnáttu aftra ykkur frá því að byrja, því með trausti á eigin verð- leika má sigra flesta örðug'leika. — Þá verðið þið brátt þess vör að rækt er lögð

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.