Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2011, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 30.11.2011, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER ... og kortið gildir í verslunum um allan heim og á netinu. Gjafakortið er góð og gagnleg gjöf sem kemur í fallegum umbúðum. Þú færð gjafakort Íslandsbanka í öllum útibúum okkar H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA - 1 1- 25 44 ... hann fær að velja sjálfur hvað hann vill Lögbundin hunda- og kattahreinsun verður í Borgarbyggð á eftirtöldum stöðum. - Hvanneyri mánudaginn 5. desember í slökkvistöðinni kl. 17:30 – 19:00. Edda Þórarinsdóttir annast hreinsunina. - Bifröst þriðjudaginn 6. desember í kyndistöðinni kl. 16:00 – 18:00. Gunnar Gauti Gunnarsson annast hreinsunina. - Borgarnesi miðvikudaginn 7. desember í slökkvistöðinni við Sólbakka. Fyrir hunda kl. 17:00 -19:00. Fyrir ketti kl. 19:15 – 20:00. Gunnar Gauti Gunnarsson annast hreinsunina. - Reykholt og Kleppjárnsreykir. Til að þjónusta eigendur gæludýra á þessum tveimur þéttbýlisstöðum mun verða komið við hjá eigendum skráðra gæludýra eftir samkomulagi þar sem þau eru svo fá. Edda Þórarinsdóttir annast hreinsunina. Af gefnu tilefni eru hundaeigendur vinsamlegast beðnir að hirða saur frá hundum sínum fyrir utan viðkomandi húsnæði að lokinni heimsókn. Þeir eigendur hunda og katta í þéttbýli Borgarbyggðar sem ekki mæta með dýr sín til þessarar hunda- og kattahreinsunar eru beðnir um að skila vottorði á skrifstofu Borgarbyggðar fyrir áramót um að dýr þeirra ha verið hreinsuð annars staðar. Samkvæmt hollustuháttarreglugerð nr. 941/2002, 15. ka a, er hunda- og kattaeigendum skylt að láta ormahreinsa dýr sín árlega. Skylt er að ormahreinsa alla hunda 4 mánaða og eldri og nýgotnar tíkur og 3-4 vikna hvolpar skulu spóluormahreinsaðuð sérstaklega. Skylt er að ormahreinsa alla ketti 4 mánaða og eldri. Öllum hunda- og kattaeigendum í Borgarbyggð býðst að nota sér þessa þjónustu. Árleg hreinsun fer að jafnaði fram milli loka október og byrjun desember. Skráningareyðublöð verða á staðnum fyrir þá sem ekki hafa skráð dýr sín nú þegar, en skráningarskylda er á öllum hundum og köttum í þéttbýli Borgarbyggðar. Handsömunargjald vegna óskráðra dýra verður hækkað töluvert á næsta ári og farið verður í átak við að handsama þau. Er því eigendum gæludýra sem ekki hafa sinnt þeirri skyldu að skrá dýr sín bent á hag sinn í því að skrá dýrin fyrir áramót. Ormahreinsun hunda og katta er innifalin í ley sgjöldum sveitarfélagsins. Með öðrum orðum þurfa þeir sem þegar hafa skráð hunda sína og ketti hjá sveitarfélaginu og greitt hafa ley sgjaldið fyrir árið 2011 ekki að greiða sérstaklega fyrir ormahreinsunina. Hinsvegar þarf að greiða fyrir aðra dýralæknaþjónustu sem dýralæknar bjóða upp á við þetta tækifæri s.s. ormahreinsun gæludýra í dreifbýli, smáveirusóttarbólusetningu, ófrjósemissprautu, örmerkingu og sprautu gegn kattarfári (gera má ráð fyrir að sá kostnaður sé 3.000 – 4.000 kr. fyrir hverja bóluseningu, ófrjósemissprautu, ormahreinsun gæludýra frá lögbýlum og örmerkingu). Upplýsingar um samþykktir um hunda- og kattahald í Borgarbyggð o . er að  nna á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is undir hreinlætismál. Einnig er hægt að hafa samband við umhver s- og landbúnaðarfulltrúa Borgarbyggðar í síma 433 7100 eða gegnum netfangið bjorg@borgarbyggd.is. Hunda- og kattahreinsun 2011 Nafn: Einar Guðmundsson. Starfsheiti/fyrirtæki: Löggiltur vigtarmaður hjá Faxaflóahöfnum. Fjölskylduhagir/búseta: Einbúi á Akranesi. Áhugamál: Bridge og fótbolti. Vinnudagurinn: Föstudagurinn 25. nóvember. Mætti til vinnu korter fyrir níu, fékk mér fyrsta kaffibollann og kannaði hvort einhver bátur væri á sjó og þá hverjir. Klukkan 10 var ég vestur á Breið að huga að skipulagi á svæði Faxaflóahafna þar. Í hádeginu, eins og alltaf á föstudögum, förum við Rögnvaldur á Fiskmarkaðnum á Galito og snæðum þar ljúffengan „Rétt dagsins“. Klukkan 14 var ég að vigta aflann sem Böðvar á Emilíu hafði landað skömmu áður og reyndust það rúm fjórtán hundruð kíló. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni: Laust fyrir klukkan sjö (19) var búið að vigta aflann af Ebba og Signýju. Það var svo lokaverkið að skrá aflann í skráningakerfi Fiskistofu, Gaflinn. Þá var ekkert eftir nema taka saman föggur sínar, leggja á klárinn og skeiða heim. Fastir liðir alla daga? Það er með þetta starf eins og önnur sem tengd eru sjónum, að þar er ekkert í föstum skorðum og engir fastir liðir upp á hvern dag. Allt ræðst af því hvort róið er eður ei. Áður fyrr var það veðrið sem réði för en í dag spila þar líka inn í kvótastaða, fiskverð og eflaust fleiri þættir. Ekki síst hér á Akranesi þar sem einungis eru trillur og skemmtibátar eftir. Hvað stendur upp úr eftir vinnudaginn? Einna helst að línubátum sem leggja upp hér hefur fjölgað um einn og einnig bættist einn netabátur við. Var dagurinn hefðbundinn? Hvort dagurinn var hefðbundinn eða ei er ekki gott að segja. Jú, hann var eins og aðrir dagar þegar einhverjir bátar voru á sjó, svo líkast til verður hann að teljast hefðbundinn. Hvenær byrjaðir þú í þessu starfi? Ég byrjaði 1993 í sumarafleysingum og var fastráðinn 1999. Er þetta framtíðarstarfið þitt? Ég vona að svo verði. Hlakkar þú til að mæta í vinnuna? Ég veit ekki hvort ég hlakka svo mikið til, en ef maður hefur það eins og Megas og smælar framan í heiminn og hann smælar til baka þá fæðist vottur af tilhlökkun og vissa um að þetta verði góður dagur. Eitthvað að lokum? Bráðum koma blessuð jólin og með þeim birta og gleði. Dag ur í lífi... Löggilts vigtarmanns

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.