Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2011, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 30.11.2011, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER Vegna gríð ar legs sam drátt ar í sölu sem ents síð ustu ár og mik ill ar ó vissu um stöðu bygg ing ar iðn að ar­ ins næstu miss eri á kvað stjórn Sem­ ents verk smiðj unn ar á Akra nesi um miðja síð ustu viku að hætta sem­ ents fram leiðslu, ef að stæð ur breyt­ ast ekki veru lega á næstu tveim­ ur árum. Jafn framt þeirri á kvörð un var níu starfs mönn um verk smiðj­ unn ar sagt upp störf um. Bæt ist það við mikla fækk un starfs manna sem orð ið hafa síð ustu árin í þeim að­ hald að gerð um sem beitt hef ur ver­ ið við breytta stöðu fyr ir tæk is ins. Þeg ar þeir hafa lok ið störf um sem nú fengu upp sagn ar bréf verða ein­ ung is eft ir 14 starfs menn í Sem­ ents verk smiðj unni þar sem um ára bil störf uðu á ann að hund rað manns. Í frétta til kynn ingu frá stjórn inni í síð ustu viku sagði m.a. að í stað sem ents fram leiðslu í verk smiðj­ unni muni hún hefja inn flutn ing frá norska fram leið and an um Norcem AS sem er einn eig enda Sem ents­ verk smiðj unn ar. Erum enn á botn in um Gunn ar H. Sig urðs son for stjóri seg ir að eins og stað an sé í dag muni Sem ents verk smiðj an breyst úr fram leiðslu fyr ir tæki í inn flutn­ ings fyr ir tæki. Hann seg ir að við upp sagn irn ar nú hafi ver ið skil in eft ir nægj an leg verk þekk ing í fyr­ ir tæk inu til að mögu legt væri að byrja sem ents fram leiðslu að nýju. „Til þess að svo verði þarf bygg­ ing ar iðn að ur inn að taka veru lega við sér. Við héld um að hann væri kom inn á botn inn um síð ustu ára­ mót og við end ur fjár mögn un fyr­ ir tæk is ins í mars síð ast liðn um von­ uð ust eig end ur til að fram kvæmd­ ir færu af stað von bráð ar og land­ ið risi að nýju. End ur fjár mögn un­ in var gerð í trausti þess. Það hef ur hins veg ar ekki gerst og við erum enn þá á botn um. Sem ents sal an á þessu ári verð ur 25% minni en á síð asta ári sem var þó það lé leg asta í manna minn um hvað sem ents sölu varð ar. Eins og mál in hafa þró ast, að við séum að eins að fram leiða þrjá mán uði á ári og sem ent sal an ekki nema 30% af því sem hún er í venju legu ári, þá var ó gjörn ing­ ur ann að en ráð ast í þær breyt ing ar sem nú voru gerð ar. Vissu lega eru þær mjög sárs auka full ar fyr ir okk­ ur stjórn end urn ar. Sér stak lega er erfitt að segja upp starfs fólki, góðu fólki sem hef ur reynst vel og tek­ ið þátt í þess um þreng ing um með okk ur,“ seg ir Gunn ar. Búið að reyna margt Gunn ar seg ir að Sem ents verk­ smiðj an hafi orð ið fyr ir gríð ar leg­ um á föll um við hrun ið 2008. Er­ lend lán verk smiðj unn ar stór hækk­ uðu, mark að ur inn fyr ir fram leiðsl­ una hrundi, eig ið fé fyr ir tæk is ins brann upp og varð nei kvætt, á samt því að stærstu við skipta vin ir verk­ smiðj unn ar urðu gjald þrota, og þar með einn eig and inn BM Vallá. „Frá þeim tíma höf um við brugð ist við með ýms um hætti og það hafa all ir hjálp ast að við að bjarga verk smiðj­ unni. Þar á með al starfs fólk ið sem tók tíma bund ið á sig skert starfs­ hlut fall, birgjarn ir marg ir sýndu okk ur bið lund og eig end urn ir hafa lagt allt kapp á að tryggja á fram­ hald rekst urs, með al ann ars með því að koma að end ur fjár mögn un og samn ing um við rík ið í því sam­ bandi í mars mán uði síð ast liðn um.“ Að spurð ur seg ir Gunn ar að marg ir hafi lát ið þá skoð un í ljósi að það sé í raun ó trú legt hvað tek­ ist hafi að halda sem ents fram­ leiðslu lengi á fram mið að við það sem á und an var geng ið. Hann seg­ ir hags muni stærstu eig end anna Björg un ar og Norcem, sem hvert um sig eiga 37% í Sem ents verk­ smiðj unni, lýsa sig vel í því að þeir hafi kos ið að taka þátt í end ur fjár­ mögn un frek ar en að setja fé lag ið í gjald þrot, eins og þeim hafi í raun ver ið í lófa lag ið. „Björg un hef ur hags muni af hrá­ efn is sölu til okk ar og þess vegna er það hag ur þess fyr ir tæk is að sem­ ents fram leiðsla hefj ist að nýju. Varð andi Norð menn ina í Norcem þá er það þannig að sem ents fram­ leiðsla er alltaf hag kvæmust sem næst bygg ing ar stað. Þess vegna er það líka þeirra hag ur að fram leiðsl­ an hefj ist hjá okk ur að nýju. Norski sam stafs að il inn hef ur reynst okk ur mjög vel og hef ur ekki síð ur lagst á ár arn ar að bjarga fyr ir tæk inu en aðr ir eig end ur.“ Sam keppn in við inn flutn ing erf ið Gunn ar er spurð ur út í á stæð ur þess að í til boði til Ís lenskra að al­ verk taka í Vaðla heið ar göng, er boð­ ið norskt sem ent, en ekki ís lenskt sem til þessa hef ur þótt á kjós an­ leg ast til ganga gerð ar. Hann seg­ ir að í þessu til felli ráði sam keppn­ in við er lent sem ent. Strax og mik­ ill flutn ings kost að ur bæt ist við sem ents verð ið inn an lands, sé sam­ keppn in við inn flutn ing á sem enti í ná grenni fram kvæmda stað ar mjög erf ið. Það er því ljóst að þrátt fyr­ ir að ráð ist verði í Vaðla heið ar­ göng, verði Sem ents verk smiðj an ekki ræst. En er það þá þannig að til þess að Sem ents verk smiðj an verði ræst að nýju þurfi að koma til mikl­ ar fram kvæmd ir á suð vest ur horn­ inu, þannig að ekki bæt ist við mik­ ill flutn ings kostn að ur ofan á sem­ ents verð ið? „Já, í raun inni er það þannig að sam keppn in við inn flutt sem ent, set ur okk ur þess ar skorð ur. Þeg­ ar flytja þarf sem ent ið lang ar leið­ ir til stórnot enda í bygg ing ar iðn aði er erfitt að keppa við inn flutn ing­ inn. Bygg inga mark að ur inn þarf að efl ast til muna til að það verði hag­ kvæmt að fram leiða sem ent á Ís­ landi. Heild ar sal an á sem enti í ár með inn flutn ingn um er um 55 þús­ und tonn. Þótt við hefð um alla þá sölu þá dug ar það okk ur ekki. Við þurf um að selja á árs grund velli 70­ 80 þús und tonn til að sem ents fram­ leiðsl an standi und ir sér hjá okk ur,“ seg ir Gunn ar H. Sig urðs son for­ stjóri Sem ents verk smiðj unn ar. þá Stöðugt þreng ir að Sem ents­ verk smið unni á Akra nesi og eft­ ir síð ustu upp sagn ir verða ein ung­ is eft ir 14 starfs menn. Bæj ar bú ar og marg ir þeir sem vilja að þessi at vinnu starf semi haldi á fram um ó komna tíð ótt ast að stefni í hægt and lát verk smiðj unn ar. Frá því að fyrsta sem ent var fram leidd í verk­ smiðj unni eru lið in 53 ár og nú­ ver andi starfs menn ótt ast að þeg ar slökkt var á ofni verk smiðj unn ar fyrr í þess um mán uði hafi kom ið úr hon um síð asta gjall ið til fram­ leiðslu sem ents í verk smiðj unni. Í síð ustu upp sögn, sem tek ur gildi nú um mán aða mót in, er fram leiðslu­ deild in lögð nið ur og starfs mönn­ um við halds deilda, raf magns­ og véla verk stæð is, sagt upp. Af 14 starfs mönn um sem eft ir verða eru ein ung is þrír sem hafa tækni lega þekk ingu til að vera leið bein andi við gang setn ingu verk smiðj unn ar að nýju, ef fram kvæmd ir í land inu myndi kalla á slíkt. Með al þeirra starfs manna sem fengu upp sagn­ ar bréf í síð ustu viku er raf virk inn Guð jón Við ar Guð jóns son sem jafn framt er að al trún að ar mað ur starfs manna fyr ir tæk is ins. Guð­ jón tel ur að verk smiðj an verði ekki gang sett að nýju, ein fald­ lega vegna þess að stærsti eig andi verk smiðj unn ar, Norcem, hafi yf­ ir gnæf andi hag muni, og raun­ ar þá einu, að flytja sem ent hing­ að til lands ins. Þess fyr ir utan sé vand séð að það verði á færi þeirra þriggja „keyrslu manna“ sem eft­ ir eru að ráða við að þjálfa upp starfs lið til gang setn ing ar verk­ smiðj unn ar ef til kæmi. Mislukk uð einka væð ing Guð jón tel ur að stór kost leg mis tök hafi ver ið gerð við einka­ væð ingu Sem ents verk smiðj unn­ ar 2003, þeg ar að il um sem bein­ lín is höfðu hag af því að kom ast yfir verk smiðj una til að nýta hana í eig in þágu voru seld ir stór ir eign­ ar hlut ar. Þar er hann sér stak lega að tala um BM Vallá og norska sem ents fram leið and ann Norcem, en hvor um sig keypti 25% hlut, Björg un keypti einnig 25% eign­ ar hlut og fjár fest inga sjóð ur af­ gang inn. Þeg ar BM Vallá fór í gjald þrot 2009 skuld aði fyr ir tæk ið Sem ents verk smiðj unni að minnsta kosti 400 millj ón ir króna. Guð jón tel ur að Norð menn irn ir hafi allt frá upp hafi stefnt að því að leggja nið ur sem ents fram leiðslu á Akra­ nesi. Með inn komu þeirra hafi sú ó heilla þró un byrj að að í stað þess að verk smiðj an fram leiddi úr rúm­ lega 90% inn lendra hrá efna sé það nú kom ið í núllið. Inn koma Norcem hafi líka veikt Sem ents­ verk smiðj una að verj ast inn flutn­ ingi. Með Norð menn ina inn an­ borð hafi ekki ver ið ein ing með al eig end anna að kæra til Sam keppn­ is stofn un ar und ir boð danska sem­ ents fram leið and ans Aal borg á ís­ lensk an mark að. Sam keppn in við inn flutn ing hafi ver ið einn af stóru nögl un um í lík kistu Sem ents verk­ smiðj unn ar. Þar hafi eig end ur sýnt alltof mikla lin kind sem og ís lensk stjórn völd og stjórn mála menn með af skipta leysi sínu. Rík is vald­ ið hefði get að beitt sér á ein hver hátt, líkt og er lend ur iðn að ur fær í mörg um til fell um með að stoð sem ekki kall ast styrk ir, en eru það engu að síð ur. Norð menn irn ir farn ir að stjórna Fyr ir utan þá skuld sem BM Vallá skildi eft ir þeg ar það fé lag fór í þrot, var það að sögn Guð­ jóns ekki fyrr en á þessu ári sem kaup end ur við einka væð ing una borg uðu kaup verð ið á Sem ents­ verk smiðj unni. Við sölu rík is­ ins á verk smiðj unni 2003 óskaði danska fyr ir tæk is ins Aal borg eft ir skoð un á gjörn ing um hjá eft ir lits­ stofn un á Evr ópska efna hags svæð­ inu. Sú skoð un og mála rekst ur tók lang an tíma og á með an töldu nýir eig end ur sig ekki geta geng ið frá greiðsl um. Þeg ar verk smiðj an var síð an greidd á vor dög um 2011 var ein ung is greidd ur lít ill hluti þeirra 67 millj óna sem borga átti í pen­ ing um fyr ir verk smiðj una, vegna bótakrafna nýju eig end anna, að sögn Guð jóns. Norcem og Björg un eru að al­ eig end ur í Sem ents verk smiðj unni. Guð jón seg ir að Norð menn irn ir í Norcem eigi með 15­20% eign ar­ hluta sín um í Björg un þannig ráð­ andi hlut í fyr ir tæk inu. „Mér virð­ ist sem Norð menn irn ir hafi frá miðju þessu ári tek ið yfir stjórn fyr ir tæk is ins, eins og þeir stefndu á reið an lega að í upp hafi.“ Guð jón seg ir ís lenska sem ent­ ið hafa haft á kveð in gæði fram yfir inn flutt sem ent og þakk ar það kís­ il ryki sem bland að er í sem ent­ ið í fram leiðslu ferl inu. Það hef­ ur þótt ein stak lega gott og nán ast ó missandi við fóðr un ganga, bæði í virkj un um og sam göngu mann­ virkj um. Nú bregði hins veg ar svo við að í til boði Ís lenskra að al verk­ taka, sem var það lægsta í Vaðla­ heið ar göng, sé norskt sem ent í boði frá Sem ents verk smiðj unni. Það sé því al veg ljóst að þó svo að Vaðla heið ar göng verði næsta stór­ fram kvæmd á Ís landi, verði Sem­ ents verk smiðj an ekki ræst vegna þeirra. þá Guð jón Við ar Guð jóns son að al trún að ar mað ur starfs manna Sem ents verk smiðj­ unn ar á samt vinnu fé laga sín um á raf magns verk stæð inu og elsta starfs manni verk smiðj unn ar, Smára Hann essyni. Ótt ast að verk smiðj an verði ekki ræst að nýju Spjall að við Guð jón Við ar Guð jóns son að al trún að ar mann Sem ents fram leiðslu hætt á Akra nesi nema mark aðs að stæð ur breyt ist Gunn ar H. Sig urðs son, for stjóri Sem­ ents verk smiðj unn ar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.