Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.11.2019, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 08.11.2019, Qupperneq 4
Ég skil læknana mjög vel, þeir eru í erfiðri stöðu með þau úrræði sem eru í boði. Það sem við þurfum er með- ferðarfangelsi. Baldur Borg­ þórsson, vara­ borgarfulltrúi Miðflokksins Af vefnum Í dag 8. nóvember er hinn árlegi Dagur gegn einelti og kynferðis-of beldi í öllum aldurshópum. Í tilefni dagsins er vert að staldra við og skoða hvar við erum stödd með þessi erfiðu, viðkvæmu mál. Þessi grein fjallar um aðgerðir gegn einelti meðal barna. Enda þótt margt hafi áunnist í eineltis- málum, forvörnum og viðbrögðum við þeim er enn einelti í skólum, íþróttum og tómstundum barna. Lestu greinina í heild á frettabladid.is/skodun Láttu mig vera Einelti meðal barna má ekki ná fótfestu, hvað þá þrífast. Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og borgar­ fulltrúi Flokks fólksins **** S.J. Fréttablaðið ,,Átakanleg sýning um uppgjör við lífið og dauðann” borgarleikhus.is STJÓRNSÝSLA Seðlabankastjóri telur ekki tímabært að ráðast í byggingu tveggja hæða ofan á núverandi höfuðstöðvar Seðla- bankans. Morgunblaðið greindi frá því í byrjun vikunnar að framkvæmd- irnar væru áformaðar en seðla- bankastjóri vísar því á bug. Aðeins hafi verið kannað hvort möguleik- inn væri fyrir hendi. „Áður en ég settist í stól seðla- bankastjóra hafði Seðlabankinn látið kanna afstöðu borgaryfir- valda til mögulegrar hækkunar á húsnæði bankans ef á þyrfti að halda. Ég tel mjög gott að vita hvort þessi möguleiki stendur raunveru- lega til boða en tel sjálfur að það sé ekki tímabært að ráðast í slíka framkvæmd,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Hann bendir á að höfuðstöðv- arnar séu komnar til ára sinna og vænlegra sé að setja endurbætur á húsinu í forgang frekar en nýbygg- ingu. Þá sé mikilvægt að nýta betur það rými sem er til staðar. Hugmyndirnar um nýju hæðirn- ar tvær komu ekki síst til vegna þess að um næstu áramót munu Seðla- bankinn og Fjármálaeftirlitið sam- einast. Að sögn seðlabankastjóra gengur undirbúningurinn vel. Fyrst um sinn verði starfsemi Fjármála- eftirlitsins í Borgartúni en ráðgert er að starfsemin muni öll verða í húsnæði Seðlabankans. „Húsnæði Seðlabankans ætti vel að geta rúmað starfsfólk beggja stofnana,“ segir Ásgeir. – bþ Engin áform um að hækka Seðlabanka um tvær hæðir HEILBRIGÐISMÁL Hópur langt leiddra vímuefnaneytenda með alvarlega smitsjúkdóma fær úthlutað Ritalin Uno eða Contalgin í skiptum fyrir að taka lyfin sín. Markmiðið er að draga úr útbreiðslu HIV og lifrarbólgu C meðal vímuefnaneytenda. Starfs- menn velferðarsviðs Reykjavíkur- borgar sjá um að koma lyfjunum til einstaklinganna. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Land- spítalanum, segir að um sé að ræða fimm til sex einstaklinga. „Til þess að ná árangri þá gerum við samning við þessa einstaklinga. Við skoðum sjúkrasögu þeirra og ef það er læknisfræðileg ástæða til að ávísa ávanabindandi lyfjum þá gerum við samning við þá. Þá ávísum við ýmist sterku verkjalyfi eða örvandi lyfi í einni töflu gegn því að þeir taki HIV-lyf eða lyf við lifrarbólgu C,“ segir Már. Oftast er það heimilis- læknir sem ávísar lyfinu. Verkefnið hefur staðið yfir í rúmt ár og gefið góða raun. „Okkur hefur tekist að halda þessum einstakling- um, sem hafa engin önnur úrræði, veirufríum,“ segir Már. Vill hann að verkefnið verði eflt. „Oftast nær þarf ekki að grípa til þessa. Það er fullt af fíklum sem þrátt fyrir sína neyslu geta sinnt sinni meðferð, en það er smá kjarni sem er svo langt leiddur að þeir geta ekki komið og er ekki treystandi fyrir lyfjunum.“ Baldur Borgþórsson, varaborgar- fulltrúi Miðflokksins, hefur vakið athygli á málinu að undanförnu. „Úrræðaleysið hefur orðið til þess að okkar verst stöddu fíklar kúga út úr kerfinu kolólögleg lyf,“ segir Baldur „Þeir fá sterk lyfseðilsskyld lyf, sem þeir mylja. Þeir fá svo af hentan búnað, sprautur, nálar, teygjur til að binda um handlegginn, bolla til að malla efnin í og svo fá þeir baðað- stöðuna á Lindargötu til að nota sem neyslurými.“ Hrafnhildur Ólafsdóttir, deildar- stjóri hjá Þjónustumiðstöð Vestur- bæjar, Miðborgar og Hlíða, tekur undir með Má að það þurfi að efla starfið. Tekur hún fram að það sé aldrei starfsmaður gistiskýlisins sem útdeili lyfjunum, heldur starfs- maður vettvangs- og ráðgjafateymis borgarinnar. „Það er alltaf hjúkrun- arfræðingur sem sér um lyfjagjöf,“ segir Hrafnhildur. Baldur segir einstaklingana hafa hótað að smita aðra ef þeir fá ekki stærri skammta. „Það eru dæmi um að þeir hafi hótað að dreifa blóð- ugum nálum á leikskólalóðum.“ Már segir að ekki sé um að ræða stóra skammta og það sé ekki hægt að semja um þá. „Neysla þessa fólks er miklu meiri en sem nemur þessu, það vitum við. Þetta er nægilega góður díll fyrir þessa einstaklinga til að þeir láti sig hafa þetta og taki veirulyfin, það er það sem skiptir máli.“ Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir segir sitt embætti ekki eiga aðkomu að þessu, en hann viti af ýmsum brögðum sem læknar beiti til að meðhöndla sjúklinga. „Þeir sem eru að meðhöndla einstaklinga sem eru með mjög alvarlega og smit- andi sjúkdóma eru með alls konar tilfæringar til að ná fram samvinnu og veita fólki meðferð við smitsjúk- dómum,“ segir hann. „Það eru mjög erfiðir einstaklingar þarna úti sem er erfitt að eiga við, þá þurfa menn að beita alls konar ráðum.“ Hann fagnar því að læknar geti sýnt sveigjanleika. „Þessi skaðaminnkandi úrræði eru einmitt til þess að auðvelda samstarf við þennan hóp.“ arib@frettabladid.is Fá rítalín eða Contalgin í skiptum fyrir að taka lyfin sín Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri Dæmi eru um að sjúklingar fái lyfin afhent í gistiskýlinu við Lindargötu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Hópur langt leiddra fíkla með alvarlega smit- sjúkdóma fær að gera samning um að fá töflu af Ritalin Uno eða Con- talgin í skiptum fyrir að taka veirulyfin sín. Borgarfulltrúi og sótt- varnalæknir ósammála um fyrirkomulagið. SAMFÉLAG Um 300 manns af öllu landinu munu um helgina taka þátt í rökræðukönnun um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Er þetta liður í samráði við almenning um endur- skoðunina. Rökræðukönnunin sem fram fer í Laugardalshöll mun taka fyrir nokkur afmörkuð atriði stjórnar- skrárinnar. Rætt verður um forseta- embættið, þjóðaratkvæðagreiðslur, breytingar á stjórnarskrá, skipan kjördæma, atkvæðavægi og fleira. Framkvæmdin verður þannig að þátttakendum verður skipt í hópa og verða viðfangsefnin rædd út frá rökum með og á móti tillögum. Svo mun þátttakendum gefast tækifæri til að eiga samtal við sérfræðinga. Í upphafi og við lok fundar verður gerð viðhorfskönnun og athugað hvort breytingar hafi orðið á við- horfum fólks. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands annast framkvæmd könnunarinnar. – sar Rökræða um stjórnarskrá Þátttakendum verður skipt í hópa og verða við- fangsefnin rædd út frá rökum með og á móti. 8 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 8 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 6 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 2 F -E 7 0 4 2 4 2 F -E 5 C 8 2 4 2 F -E 4 8 C 2 4 2 F -E 3 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 7 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.