Fréttablaðið - 08.11.2019, Page 8

Fréttablaðið - 08.11.2019, Page 8
FRAKKLAND Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir að fram- ganga Bandaríkjanna að undan- förnu hafi gert það að verkum að Atlantshafsbandalagið sé í raun „heiladautt“. Bandaríkin hafi ávallt verið burðarstólpinn í varnarsam- starfinu en þeir séu hættir að líta á veru í NATO sem skuldbindingu. „Það sem við erum að horfa upp á er heiladauði NATO,“ sagði Macron við tímaritið The Economist. Vís- aði hann meðal annars til einhliða ákvörðunar Bandaríkjanna um að yfirgefa Sýrland. NATO fagnar 70 ára afmæli sínu á fundi í Lundúnum í desember. Hefur NATO gefið út í til- efni af ummælum Macron að sam- band NATO-ríkjanna sé sterkt. Fimmta grein stofnsáttmála NATO kveður á um að árás á eitt ríki jafngildi árás á þau öll. Macron sagð- ist ekki vita hvort fimmta greinin væri í gildi. „Ég veit það ekki,“ sagði Macron. Bandalagið myndi aðeins virka ef Bandaríkin væru í því af heilum hug. „Ég segi að við þurfum að endurmeta tilgang NATO í ljósi skuldbindingar Bandaríkjanna.“ Hvetur hann Evrópu til að standa saman og líta á sig sem stórveldi, aðeins þannig geti Evrópa haft stjórn á örlögum sínum. – ab 8 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð OPEL INSIGNIA ST SW Skráður: 2017 / Dísel Sjálfskiptur / 60.000 km. VERÐ: 3.290.000 KR. TOYOTA AYGO Skráður: 2019 / Bensín Beinskiptur / 26.000 km. VERÐ: 1.990.000 KR. TRYGGÐU ÞÉR: • Enga vexti • Engin lántökugjöld • Hraðari eignamyndun • Lægri mánaðargreiðslur NOTAÐIR BÍLAR NÚLL VEXTIR Við förum alla leið og bjóðum núll prósent vexti við fjármögnun á völdum notuðum bílum, í takmarkaðan tíma. TOYOTA YARIS ACTIVE Skráður: 2018 / Bensín Sjálfskiptur / 61.000 km. VERÐ: 1.930.000 KR. OPEL KARL ENJOY Skráður: 2018 / Bensín Beinskiptur / 25.000 km. VERÐ: 1.490.000 KR. SSANGYONG KORANDO DLX Skráður: 2018 / Dísel Beinskiptur / 42.000 km. VERÐ: 3.390.000 KR. VOLVO XC60 Skráður: 2012 / Dísel Sjálfskiptur / 140.000 km. VERÐ: 3.290.000 KR. SSANGYONG REXTON HLX Skráður: 2017 / Dísel Sjálfskiptur / 25.000 km. VERÐ: 5.390.000 KR. benni.is Reykjavík Krókháls 9 Sími: 590 2035 Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 Opnunartímar: Virka daga 9-18 Opnunartímar: Virka daga 9-18 Laugardaga 12-16 Núll prósent vextir, allt að 80% ármögnun í allt að 24 mánuði af völdum notuðum bílum. Birt með fyrirvara um mynd og textabrengl. 720138 445948 NISSAN QASHQAI TEKNA Skráður: 2018 / Dísel Beinskiptur / 52.000 km. VERÐ: 3.390.000 KR. OPEL CORSA ENJOY Skráður: 2015 / Bensín Sjálfskiptur / 115.000 km. TILBOÐSVERÐ: 890.000 KR. 445895 590393 Verð áður: 1.190.000 kr. 590424 445801 445949 680056 TOYOTA C-HR HYBRID Skráður: 2018 / Bensín / Rafmagn Sjálfskiptur / 54.000 km. VERÐ: 3.690.000 KR. 445807 TILBOÐ TILBOÐ 445953 Verð áður: 2.100.000 kr. Endurmeta þurfi tilgang NATO Fimmta grein stofnsátt- mála NATO kveður á um að árás á eitt ríki jafngildi árás á þau öll. ÍRAK Íraskar öryggissveitir skutu í það minnsta fjóra mótmælendur til bana og 35 særðust í átökum sem brutust út í nágrenni Shuhada-brú- arinnar í Bagdad, höfuðborg Íraks, í vikunni. Þá kveiktu tugir mótmæl- enda í hjólbörðum umhverfis Umm Qasr-hafnarsvæðið og hindruðu þannig að f lutningabílar kæmust inn á hafnarsvæðið með lífsnauð- synleg gögn fyrir íbúa landsins, svo sem matvæli. Reuters greinir frá. Blóðug mótmæli sem beinast gegn stjórnvöldum í Bagdad og f leiri borgum í suðurhluta Íraks hafa staðið yfir í landinu í rúman mánuð og að sögn írösku lög- reglunnar virðist ekkert lát vera á mótmælunum. Rúmlega 250 mót- mælendur hafa látið lífið síðan 1. október. Mótmælin hófust eftir að gras- rótarhreyfingar ungra Íraka settu fram kröfur um að ráðist yrði í aðgerðir til að skapa þeim atvinnu- tækifæri og að spilling í landinu yrði upprætt. Stjórnvöld í Írak hafa reynt ýmsar leiðir til að róa mótmælend- ur en ekkert virðist ganga. Ríkjandi stjórn landsins hefur aldrei áður í valdatíð sinni staðið frammi fyrir slíkri áskorun en ró hefur verið yfir landinu eftir ósigur Íslamska ríkisins árið 2017. Öryggisgæsla er betri en verið hefur um árabil, en á sama tíma ríkir hömlulaus spilling í landinu, innviðir hafa ekki verið endurbyggðir og atvinnuleysi er mikið. Ein leið sem stjórnvöld hafa beitt til að reyna að stöðva mót- mælin var að slökkva á internetinu í landinu en það hefur ekki skilað tilsettum árangri. Lokun internets- ins hefur hins vegar teygt anga sína inn í bæði einkarekin fyrirtæki og bankakerfi landsins sem hafa þannig tapað stórum fjárhæðum. Áætla má að samanlagt tap banka, fjarskiptafyrirtækja, ferða- þjónustu og bókunarskrifstofa íra- skra f lugfélaga sé um 40 milljónir Bandaríkjadala á hverjum degi, sem þýðir tap upp á einn og hálfan milljarð Bandaríkjadala á þeim rúma mánuði sem mótmælin hafa staðið yfir. Stjórnvöld hafa gefið það út að umræður um að ganga að kröfum mótmælenda standi yfir en ekki hafa enn komið fram tillögur sem mæta kröfum þeirra. Gagnrýnisraddir hafa heyrst úr hópi mótmælenda um að nú sé of seint að mæta kröfum þeirra um aukinn jöfnuð, f leiri störf og upp- rætingu spillingar. Sömu raddir hafa sett fram auknar kröfur um breytt vinnulag ríkisstofnana ásamt breyttu kosninga- og stjórn- kerfi. birnadrofn@frettabladid.is Mótmæli hafa staðið yfir í rúman mánuð Fjórir létust og 35 slösuðust í átökum mótmælenda og öryggissveita í Írak. Mótmæli hafa staðið yfir í mánuð og yfir 250 hafa manns látið lífið. Stjórn- völd hafa reynt ýmsar leiðir, meðal annars að loka á aðgang að interneti.   250 manns hafa látið lífið í átökum mótmælenda og öryggissveita í Írak. Mótmælin hafa staðið yfir í rúman mánuð eða frá 1. október síðastliðnum. Fjórir voru skotnir til bana í vikunni og 35 manns eru særðir. NORDICPHOTOS/GETTY Macron, Frakklandsforseti sagði NATO „heiiadautt“. NORDICPHOTOS/GETTY 0 8 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 6 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 2 F -F 5 D 4 2 4 2 F -F 4 9 8 2 4 2 F -F 3 5 C 2 4 2 F -F 2 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 7 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.