Fréttablaðið - 08.11.2019, Qupperneq 12
Þegar ég var búin
með 37 kílómetra
og ég var á góðum tima vissi
ég að ég gæti klárað hlaupið.
Það var bara spurning um
það á hversu góðum tíma ég
myndi hlaupa.
Hvað Ólympíuleika
varðar þá fjarlægð-
ist sá draumur svolítið þegar
lágmarkið var hert í sumar.
Það er hæpið að ég nái að
bæta mig nóg til að komast
inn á leikana í Tókýó næsta
sumar en ég ætla alls ekki að
gefa upp vonina.
8 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
HLAUP „Lykillinn að því að ég náði
að bæta mig svona mikið er að ég
náði upp stöðgugleika í æfinga
rútínu minni fyrir hlaupið. Ég var
reyndar aðeins meidd í upphafi
æfingatímabilsins og nældi mér svo
í smá pest í aðdraganda hlaupsins
en þess utan var ég ekki að detta
út úr æfingaplaninu í langan tíma.
Mér tókst að æfa stöðugt í nokkra
mánuði fyrir hlaupið og það skilaði
sér í þessari bætingu. Mögulega
hefði bætingin getað orðið meiri
og ég finn það alveg að ég á inni
og get bætt tíma minn enn frekar í
næsta hlaupi,“ segir Elín Edda um
aðdraganda hlaupsins.
„Það reyndar hefur aðeins áhrif
á æfingaplanið að það er ákveðinn
óstöðugleiki sem tengist starfinu
mínu en ég hef aftur á móti náð að
búa mér til góða rútínu í samstarfi
við Mörthu. Þá skipti líka máli
að ég náði upp góðum svefni og
mataræðið var gott fyrir hlaupið.
Martha er svo mjög góð í að setja
upp plan sem miðar út frá vakta
planinu í vinnunni og álagsstýr
ingin er mjög góð,“ segir Elín Edda
sem starfar sem læknir.
„Þessi mikla bæting kom mér
klárlega á óvart en þetta kom í
kjölfar á bætingu í 10 kílómetra
hlaupi og hálfu maraþoni frá því í
sumar. Eftir að hafa náð jafn góðum
tíma og raun bar vitni í fyrsta heila
maraþoninu mínu þá fór ég bara
með raunhæfar væntingar inn í
hlaupið í Frankfurt og þetta var
umfram það sem ég stefndi að. Ég
byrjaði hlaupið aðeins hægar en ég
ætlaði að gera en vann mig svo vel
inn í hlaupið og náði upp góðum
hraða og tilfinningu þar sem ég
hlóð á hálferðri sjálfsstýringu,“
segir hún um hlaupið sjálft.
Tilfinningin í hlaupinu var góð
„Ég fór í háfjallabúðir í aðdragada
hlaupsins sem hjálpaði mér mikið.
Svo átti ég einnig góða viku fyrir
hlaupið þar sem ég mætti tíman
lega til Frankfurt og náði að vera
ein í nokkra daga æfði, fór í gufu,
rúllaði og bjó líkamann vel undir
komandi átök. Ég náði líka betri
tökum á stressinu og ég hafði það á
orði við Mörthu degi fyrir hlaupið
og á keppnisdegi að ég hefði smá
áhyggjur af því að stressið eða
spennan væri ekki nógu mikil.
Fiðringurinn kom hins vegar í tæka
tíð og ég var enn með það bak við
eyrað að ég gæti lent á vegg sem
getur bara alltaf gerst,“ segir þessi
öflugi hlaupari.
„Þegar ég var búin með um það
bil 37 kílómetra og ég var á góðum
tíma vissi ég að ég gæti klárað
hlaupið. Það var bara spurning um
það á hversu góðum tíma ég myndi
hlaupa. Þá leið mér mjög vel og
kláraði hlaupið með góðri tilfinn
ingu. Þá skipti líka miklu máli að ég
náði að borða rétt og ég féll ekki í
blóðsykri þannig að það hefði áhrif
á mig,“ segir Elín Edda enn fremur.
„Eins og ég sagði áðan þá finn ég
alveg að það er rúm fyrir bætingu
en ég ætla að læra af því hvernig
ég æfði og keppti í kjölfar síðasta
heila maraþons. Nú ætla ég að hvíla
mig hvað keppnir varðar í nokkra
mánuði, ná góðri endurheimt, æfa
vel og byggja mig upp fyrir næstu
verkefni. Ég er á leiðinni til Kenýu
í janúar í Mekka langhlaupanna í
háfjallabúðir Ég hlakka mikið til
þess að æfa við þær aðstæður sem
fremstu langhlauparar sögunnar
alast upp við og æfa í.
Næsta mögulega verkefni er HM
í lok mars þar sem ég vonast til þess
Á leið í Mekka langhlaupsins í Kenýu
Elín Edda Sigurðardóttir hljóp nýverið sitt annað heila maraþon í Frankfurt en þar bætti hún tíma sinn um tæpar fimm mínútur
með því að koma í mark á 2:44,48 sekúndum. Hún á næstbesta tíma íslenskra kvenna á eftir þjálfara sínum Mörthu Ernstsdóttur.
Elín Edda er hér
ásamt þjálfara
sínum Mörthu
Ernstsdóttur
í Frankfurt.
MYND/AÐSEND
Elín Edda er
hér glaðbeitt
í hlaupi sínu
í Frankfurt
þar sem hún
bætti tíma sinn
umtalsvert.
Hún var þarna
að hlaupa sitt
annað heila
maraþon á
hlaupaferli
sínum en hún
stefnir á að
bæta tíma sinn
enn frekar á
næsta ári.
MYND/AÐSEND
að fá að keppa í hálfu maraþoni.
Svo stefni ég á að taka næsta heila
maraþon í apríl. Það er raunhæft
fyrir mig að taka þátt í tveimur
heilum maraþonum á ári.
Hvað Ólympíuleika varðar þá
fjarlægðist sá draumur svolítið
þegar lágmarkið var hert í 2:29,00
sekúndur í sumar. Það er hæpið
að ég nái að bæta mig svo mikið í
tæka tíð fyrir leikana í Tókýó næsta
sumar, en ég ætla alls ekki að gefa
upp vonina. Markmiðið er að
fara einhvern tímann á Ólympíu
leika en ég einblíni meira á það
þessa stundina að halda áfram að
bæta tímann minn með hverju
hlaupi sem ég hleyp og við sjáum
svo til hverju það skilar mér,“
segir Elín Edda um framhaldið.
hjorvaro@frettabladid.is
0
8
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:1
6
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
2
F
-D
D
2
4
2
4
2
F
-D
B
E
8
2
4
2
F
-D
A
A
C
2
4
2
F
-D
9
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
0
s
_
7
_
1
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K