Fréttablaðið - 08.11.2019, Síða 13

Fréttablaðið - 08.11.2019, Síða 13
Audi Q5 TFSI e er knúinn rafmótor sem dregur allt að 40 km. skv. WLTP. Þú getur farið flestra þinna ferða í borginni eingöngu knúinn rafmagni. Vertu velkomin/nn í reynsluakstur. Tilkomumikið útlit, framsækin tækni og kraftur. HEKLA · Laugavegi 170-174 / Audi.is / 590 5000 Q5 TFSI e með kynningarpakka verð 9.990.000 kr. Skoðaðu sýningarsalinn okkar á netinu á www.hekla.is/audisalur Nýr & rafmagnaður Audi Q5 TFSI e. FÓTBOLTI Erik Hamrén tilkynnti í gær hvaða 23 leikmenn þjálfara- teymið hefði valið fyrir næsta verk- efni karlalandsliðsins. Fram undan eru lokaleikir Íslands í H-riðli undankeppni Evrópumótsins 2020 gegn Tyrklandi og Moldóvu ytra og kemur liðið saman til æfinga í Ant- alya á mánudaginn þar sem það hefur dvalið í aðdraganda síðustu leikja Íslands gegn Tyrklandi. „Við vitum það auðvitað að möguleikinn er að seinni leikurinn muni ekki skipta öllu máli en fyrst og fremst þurfum við að vinna Tyrkina til að halda möguleikum okkar opnum fyrir lokaumferðin. Að miði á Evrópumótið sé enn í boði fyrir lokaumferðina. Ef okkur tekst ekki að vinna Tyrki, þá förum við að skoða næstu skref en við erum alls ekki af baki dottnir. Fyrst og fremst erum við að einblína á Tyrkland,“ sagði Hamrén, aðspurður út í sér- kennilegan undirbúning þar sem allt verður undir í fyrri leiknum og að örlög Íslands séu ekki í þeirra höndum. „Tyrkir eru með frábært lið og þetta verður erfitt, þeir hafa aðeins fengið þrjú mörk á sig í allri undan- keppninni. Þeir hafa náð frábærum úrslitum eftir að hafa kosið að treysta á styrkleika liðsheildarinnar og tekist að skapa góða blöndu í tyrkneska liðinu sem hefur oft vant- að. Á sama tíma vita strákarnir sem hafa mætt Tyrkjum áður að það er hægt að vinna Tyrkina á útivelli sem auðveldar undirbúninginn.“ Líkt og einkennt hefur f lest landsliðsverkefni undir stjórn Eriks Hamrén eru lykilleikmenn fjarverandi vegna meiðsla. Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson gátu ekki gefið kost á sér vegna meiðsla frekar en Albert Guðmundsson en aðrir eru klárir í slaginn. Út úr hópnum detta tveir reynsluboltar með 161 leik á bakinu í Birki Má Sævarssyni og Emil Hall- freðssyni. Inn í þeirra stað koma Hörður Björgvin Magnússon og Mikael Neville Anderson frá síðasta landsliðshóp. Þá kemur Rúnar Alex Rúnarsson aftur inn í hópinn fyrir Ingvar Jónsson. „Það er mjög jákvætt að Birkir Bjarnason sé kominn með félagslið og farinn að spila, fjarveru Emils má rekja til þess að hann er enn án félags. Það kemur sá tími sem leikmenn verða að finna sér félag til að æfa með og leika. Ég gleðst fyrir hönd Birkis og okkar en auð- vitað eru vonbrigði að Emil sé ekki kominn með félag. Emil er frábær leikmaður og hefur sýnt það áður, hann byrjaði gegn Tyrkjum í sumar og átti frábæran leik þar,“ sagði Hamrén, aðspurður hvort hann væri feginn því að Birkir væri farinn að leika með félagsliði og út í fjar- veru Emils. Er þetta í fyrsta sinn sem Mikael er valinn í landsliðshópinn hjá Hamrén en þessi 21 árs gamli leik- maður Midtjylland lék fyrsta leik sinn fyrir Ísland í æfingaleik gegn Indónesíu í ársbyrjun 2018. „Við höfum fylgst vandlega með Mikael, bæði hjá U21 og í dönsku úrvalsdeildinni þar sem hann hefur leikið vel. Hann færir liðinu öðruvísi hæfileika og gæti reynst íslenska liðinu mjög mikilvægur í framtíðinni. Hann fær tækifæri til að sýna sig og sanna í þessu verk- efni. Ég hef rætt við hann en fæ betra tækifæri til þess núna,“ sagði Hamrén sem segist fylgjast vand- lega með yngri landsliðum Íslands. „Við vitum af spennandi leik- mönnum í yngri landsliðunum sem gætu átt bjarta framtíð en við þurfum fyrst og fremst að hugsa um að vinna næstu leiki og komast á Evrópumótið.“ Í undankeppninni hefur Hamrén iðulega þurft að breyta leikmanna- hópnum á síðustu stundu vegna meiðsla í lokaleikjum félagsliðanna fyrir landsleiki. Hann sagði lítið vera hægt að gera í því, aðspurður hvort hann myndi krossleggja fing- ur þegar hann fylgdist með leikjum helgarinnar. „Þannig er líf landsliðsþjálfarans, við fylgjumst vandlega með um helgina. Ég vona að við séum búnir að taka út okkar skammt,“ sagði Hamrén léttur að lokum. kristinnpall@frettabladid.is Vita að þeir geta sótt þrjú stig Tilkynnt var í gær hvaða 23 leikmenn væru í hóp landsliðsins fyrir leiki gegn Tyrklandi og Moldóvu. Erik Hamrén segir að reynslan innan hópsins auðveldi undirbúning liðsins fyrir erfiðan útileik í Tyrklandi. Erik Hamrén segist fylgjast með yngri landsliðum Íslands í von um að stækka hópinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Mikael Neville færir okkur öðruvísi hæfileika og gæti reynst íslenska liðinu mjög dýr- mætur í framtíðinni. Erik Hamrén KEILA Íslenski keiluspilarinn Arnar Davíð Jónsson lenti í öðru sæti í lokakeppni Heimstúrsins í keilu 2019, degi eftir að hann lenti í öðru sæti á Kuwait Open mótinu. Aftur var það Englendingurinn Dominic Barrett sem stóð í vegi fyrir Arnari og hrósaði sigri en í gær var sigurinn heldur öruggari eftir að aðeins einu stigi munaði á Arnari og Dominic á miðvikudaginn. Arnar mætti Barrett í úrslitaein- víginu í gær en náði sér ekki á strik og lauk úrslitaeinvíginu með 276- 232 sigri Barrett. Fyrir annað sætið á mótinu fékk Arnar Davíð tæpa milljón íslenskra króna og fékk hann samtals tæpar fjórar milljónir fyrir mótin í Kúveit. Arnar Davíð flýgur til Álaborgar í Danmörku í dag þar sem síðasta mótið á Evróputúrnum þetta tíma- bilið fer fram. Þar freistar hann þess að halda efsta sætinu á Evr- ópulistanum og verða þar með fyrsti íslenski keilarinn til að vinna Evrópumótaröð í keilu. – kpt Arnar Davíð aftur í öðru sæti Arnar á Íslandsmótinu í keilu fyrir tveimur árum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI Arnar Pétursson til- kynnti í gær hvaða 22 leikmenn hann hefði valið fyrir tvo æfinga- leiki kvennalandsliðsins í hand- bolta gegn Færey jum síðar í mánuðinum. Þetta verða fyrstu æfingaleikir liðsins síðan Arnar tók við liðinu en liðið lék tvo leiki í undankeppni Evrópumótsins gegn Króatíu og Frakklandi á dögunum . Mar iam Eradse, leik maður franska liðsins Toulon, er eini nýlið- inn í hópnum og tekur sæti Hildi- gunnar Einarsdóttur sem dettur úr úr hópnum. – hó Einn nýliði í hóp Íslands S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 13F Ö S T U D A G U R 8 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 0 8 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 6 F B 0 4 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 2 F -E B F 4 2 4 2 F -E A B 8 2 4 2 F -E 9 7 C 2 4 2 F -E 8 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 0 s _ 7 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.