Fréttablaðið - 08.11.2019, Page 34

Fréttablaðið - 08.11.2019, Page 34
Nú þegar haustið mæt i r vet r i er kominn tími til að draga fram hlýjustu peysurnar og klæð-ast þeim til skiptis, helst bara þar til fer að vora á ný. Það er ekkert betra en þægileg og falleg peysa sem maður getur nánast týnst í, svona í vetrarkuldanum. Það er ekki bara afslappað heldur einfald- ar gott safn af fallegum kósí peysum fatavalið á nöprum vetrarmorgnum þegar mann langar helst bara til að skríða undir sæng. Þá er um að gera leita í það næstbesta; hlýja og góða peysu. steingerdur@frettabladid.is Aldrei of mikið af peysum Zara er alltaf með puttann á púlsinum og gefur þessi klassíska hvíta kaðlapeysa ekkert eftir í smartheitum. Lillablá peysa frá Zara. Síðar peysur eru frábærar þegar maður nennir ekki að pæla of mikið í fatavalinu, það er nóg að skella sér í þykkar leggings við. Þessi fæst í H&M. Skemmtileg grængul peysa sem fæst í verslunum H&M. Falleg ljósblá peysa frá Zara. Ótrúlega flott og kósí peysa sem gengur jafn vel með blúndupilsi og við gallabuxur. Í vetrarvindum og frosti er fátt betra en að skella sér í hlýja peysu. Það ein- faldar brasið við klæðavalið á morgnana og svo er líka fátt meira kósí en þykk og þægileg peysa. Það er töff að klæðast víðri peysu við pils og stígvél þótt veðrið bjóði kannski ekki alltaf upp á það. Peysur þurfa ekki að vera einlitar, ekki hika við að klæðast lit- ríkum og öðruvísi peysum til að hleypa smá birtu inn í skammdegið. Þykkt og hlýtt pesyuvesti, sem eflaust gengur ekki alveg jafn vel upp í íslensku veðri og vindum. MYNDIR/NORDICPHOTOS/GETTY 8 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R26 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ 0 8 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 6 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 2 F -F A C 4 2 4 2 F -F 9 8 8 2 4 2 F -F 8 4 C 2 4 2 F -F 7 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 7 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.