Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.11.2019, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 08.11.2019, Qupperneq 36
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Svava O’Brien svava@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is Tryggðu þér áskrift Í KVÖLD KL. 20:10 KAUPTU STAKAN LEIK: E ins og vandlega hefur verið fært til bókar í íslenskri tónlistarsögu v a r S t u ð m a ð u r i n n Jakob Frímann Magn-ússon á öndverðum níunda áratugnum Jack Magnet og sinnti köllun sinni í Los Angeles. Í þeirri háborg af þreyingar- menningarinnar kitlaði brasilíska tónlistargoðsögnin Sérgio Mendes hann með bossanova-tónum sem urðu honum slíkur innblástur að hann hélt suður á bóginn í bossa- nova-leiðangur. Þetta reyndist ferð með óræð fyrirheit þar sem Jakob sneri aftur með raftónlistarveislu og heimildarmyndina Brasilíufar- arnir í farangrinum. Uppnuminn af hinum elektr- óníska frumtóni gerði hann tíma- mótaplötuna A Historical Glimpse of the Future ásamt tónlistarmann- inum tæknivædda Alan Howarth og þar sem Jakob dansar í takt við örlaganornirnar ætlar hann af ærnu tilefni að dusta rykið af plötunni á Airwaves í Gamla bíói í kvöld. Leitin að nýja tóninum „Ætli það megi ekki segja að Brasilíuförin hafi kveikt rafræna neistann, að Brasilíufararnir hafi markað upphaf tölvutónlistar Frí- mannsins eða eitthvað svoleiðis,“ segir Jakob sem verður Magnet aftur í kvöld. Bossanova-kóngurinn Sérgio Mendes er ekki síst þekktur fyrir að blanda djassi og fönki saman við suðuramerísku tónlistina og hermt er að hann hafi séð eitthvert gull í Jakobi þegar leiðir þeirra lágu saman í borg englanna. „Sérgio Mendes var búinn að bóka fyrir mig bæði hljóðver og hljóðfæraleikara til þess að gera bossanova-plötu en síðan eigin- lega breyttist sú Brasilíuför í þessa kvikmyndagerð,“ rifjar Jakob upp. „Þannig að í staðinn fyrir bossa- nova-plötu varð til kvikmynd og í staðinn fyrir að bossanova-mús- íkin yrði notuð í kvikmyndina hófst þarna þessi tölvuleiðangur vegna þess að bossanova var ekki komið til sögunnar á tíma Brasil- íufaranna.“ Fyrstu landflóttamennirnir „Þetta er heimildarmynd um fyrstu landf lóttamenn Íslands sem ég gerði 1981 og var sýnd í Sjónvarp- inu nokkrum sinnum,“ segir Jakob um myndina sem enn er mörgum sem þá voru komnir til ára og ein- hvers vits enn í fersku minni. Brasilíufararnir eru 39 Íslending- ar sem fluttust búferlum til Brasilíu á árunum 1863 og 1873 og settust að í því sem síðar varð vagga bossa- Jakob Segulmagnaði í rafmögnuðu ryki Þegar Jakob Frímann var Jack Magnet í upphafi níunda ára- tugarins leitaði hann að hinum tæra bossanova-tóni í Brasilíu en fann hinn elektróníska frumtón sem síðar ómaði á tíma- mótaplötu sem fær uppreist æru á Airvawes í kvöld. Jack Magnet og Hermigervill eru búnir að greiða úr snúruflækjunni og tilbúnir ti þess að taka flugið á svuntuþeys- unum og sörfa hinar margrómuðu íslensku loftbylgjur í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Tæknitröll Jakobs gekk í björg þann- ig að sjálfur Hermigervill var kall- aður út. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI nova-tónlistarinnar og enn síðar rafmögnuð tónlistaruppspretta Jakobs. Þegar kom að því að finna tón- list við hæfi fyrir heimildarmynd- ina stóð Jakob frammi fyrir því að bossanova var tímaskekkja og íslensk þjóðlög hæfðu eiginlega ekki heldur. „Þannig að þá brá ég á það ráð að fara inn í þennan eigin- lega nýbakaða elektróníska heim og tölvutónlistin er því „innblásin“ af Brasilíuförunum innan gæsa- lappa. Spámaður fjarri föðurlandinu Hljóðgervlarnir, svuntuþeysarnir, hljómborðin sem Jakob lýsir sem hálfgerðum forngripum í dag voru þarna mikil nýmóðins furðuverk og tónarnir sem frá þeim f læddu svifu síðan yfir og mörkuðu var- anlega tónlist áratugarins sem kenndur er við „sítt að aftan“ og nýrómantík. Þett a var sem sag t dálítið skemmtilegt verkefni og þegar búið var að klára kvikmyndina og tónlistina við hana þá var þessu skellt saman á hljómplötu sem fékk þetta ágæta heiti A Histor- ical Glimpse of the Future, Söguleg innsýn í framtíðina, sem segja má að á vissan hátt hafi dálítið gengið eftir. Svona eftir á að hyggja meira en mig grunaði.“ Aftur til fortíðar A Historical Glimpse of the Future braust nýlega undan bláum skugga fortíðar og reyndist standast tím- ans tönn jafnvel betur en popplag í G-dúr þannig að Jakob mat stöð- una svo að réttast væri að dusta rykið almennilega af plötunni á sviði. Og það í gamla bíóinu. „Bandaríska útgáfufyrirtækið Strange Disc Records hafði sam- band við mig í sumar og vildi fá að gefa þetta út á vinýl, segir Jakob og ljóst að fyrirtækið er með allt á hreinu þar sem „fyrsta upplagið seldist upp án tafar og það kom annað upplag“, segir Jakob. „Og þannig kom þetta Iceland Airvawes-gigg til og þar sem Alan Howard er genginn fyrir alllöngu í björg Stevens Spielberg, sem hans umhverf ishljóðameistari og svona, þá fékk ég einn af þeim sem fremstur gæti talist meðal jafningja á Íslandi, sjálfan Hermi- gervil, Sveinbjörn Thorarensen Björnsson, Mezzoforte-stofnanda, til þess að ganga í þetta með mér,“ segir Jakob, sem fer yfir málin í mun lengra máli á Fréttablaðið.is í dag. Engin leið að hætta „Það verður sem sagt kortér yfir níu í kvöld í Gamla bíói sem þetta verður keyrt af stað,“ heldur Jakob áfram. „Og tryggð haldið, skulum segja, við gömlu hljóðgervlana og þau tól sem notuð voru og f lokk- ast f lest undir það sem kallað er „retró“ í dag. Þetta er skemmtilega gamall og fallegur gír sem verið er að dusta rykið af. En það er ansi líklegt að þetta verði aðeins í boði þetta eina sinn. Himintunglin röðuðu sér bara upp þannig núna og eitt leiddi af öðru,“ segir Stuðmaðurinn sem sér þó enga leið til að hætta í brans- anum. „Sú tilhugsun hefur eiginlega aldrei ratað til mín og ef það skyldi gerast þá mun ég taka upp sæmdar- heitið Helgisteinn og láta þar við sitja.“ Hæpið, þar sem tónlistin er æskubrunnur Jakobs og hann heldur sér ekki síst ungum með því að stíga á svið. toti@frettabladid.is ÞAÐ ER ANSI LÍKLEGT AÐ ÞETTA VERÐI AÐEINS Í BOÐI ÞETTA EINA SINN. HIMINTUNGLIN RÖÐUÐU SÉR BARA UPP ÞANNIG NÚNA OG EITT LEIDDI AF ÖÐRU. ÆTLI ÞAÐ MEGI EKKI SEGJA AÐ BRASILÍU- FÖRIN HAFI KVEIKT RAFRÆNAN NEISTANN, AÐ BRASILÍUFAR- ARNIR HAFI MARKAÐ UPPHAF TÖLVUTÓNLISTAR FRÍMANNS- INS EÐA EITTHVAÐ SVOLEIÐIS. 8 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R28 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 8 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 6 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 2 F -F 5 D 4 2 4 2 F -F 4 9 8 2 4 2 F -F 3 5 C 2 4 2 F -F 2 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 7 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.