Fréttablaðið - 15.11.2019, Side 2
Veður
Suðaustan 15-23 og talsverð
rigning eða slydda sunnan og
vestan til með morgninum. Hægari
og úrkomulítið norðan- og austan-
lands. Lægir og styttir að mestu
upp vestan til síðdegis, en sunnan
13-18 og dálítil væta um landið
norðaustanvert. SJÁ SÍÐU 18
Hlustað á spillingarumræðu
SEYÐISFJÖRÐUR „Matvælastofnun
er að reyna að láta okkur borga
aðgerð sem við vorum búin að meta
sem hættulega,“ segir Rúnar Gunn-
arsson, formaður bæjarráðs Seyði-
fjarðar.
Matvælastofnun vill að Seyð-
firðingar borgi 804 þúsund króna
reikning frá björgunarsveitinni
Héraði á Fljótsdalshéraði. Fram
kemur í bréfi stofnunarinnar að
henni hefði 30. janúar í fyrra borist
ábending um fé á útigangi hátt uppi
í hlíðum Bjólfs. Þar væri djúpur
snjór og jarðlaust og féð því bjargar-
laust. Þáverandi bæjarstjóri hefði
upplýst að vitað væri af fénu en að
félagar í björgunarsveitinni Ísólfi á
Seyðisfirði hefðu hafnað því að taka
að sér að bjarga skepnunum.
Sagði Matvælastastofnun ljóst að
ákvæði um hjálparskyldu í lögum
um dýravernd hefðu verið brotin.
Félagar úr Björgunarsveitiinni
Héraði á Fljótdalshéraði hafi verið
fengnir til að aðstoða við björgun
kindanna sem farið var í hinn 1.
febrúar. Um hafi verið að ræða fé af
tveimur bæjum í Seyðisfirði. Ætlar
Matvælastofnun þeim að taka þátt
í kostnaðinum.
„Fjallskilastjórinn á Seyðisfirði
var búinn að meta að það væri
hættulegt að reyna að ná þeim
niður svo það var ákveðið að fara
ekki héðan. Matvælastofnun tók
upp á því upp á eigin spýtur að
senda björgungarsveitarmenn ofan
af Héraði til þess að bjarga þeim,“
útskýrir Rúnar Gunnarsson, for-
maður bæjarráðs á Seyðisfirði.
Rúnar og Aðalheiður Borgþórs-
dóttir bæjarstjóri benda á að björg-
unarsveitarreikningnum hafi áður
verið hafnað af Vilhjálmi Jóns-
syni, fyrrverandi bæjarstjóra. Aðal-
heiður segir Matís á Egilsstöðum
hafa viðurkennt að þarna hafi verið
gerð mistök er tekið var fram fyrir
hendurnar á fjallskilakóngi Seyðis-
fjarðarkaupstaðar. Skýrt væri í fjall-
skilasamþykkt fyrir Múlasýslur að
leitast ætti við að bjarga fé úr fjalli
en aðeins ef það þætti fært.
„Það þótti ekki forsvaranlegt að
fara eftir fénu á þeim tímapunkti
sem stjórnandi aðgerða vildi enda
aðstæður óhagstæðar á þeim tíma-
punkti. En þá valdi stjórnandi
aðgerða að fá björgunarsveitina á
Héraði í verkið,“ segir Aðalheiður.
„Eftir því sem ég kemst næst þá var
mikið glæfraverk að fara í Bjólfinn
á þessum degi og aðstæður mjög
erfiðar.“
Átta kindum mun hafa verið
bjargað niður úr Bjólfi þennan dag.
Nokkrar kindur sem þá var talið of
hættulegt að nálgast urðu eftir en
þær náðust síðar. gar@frettabladid.is
Eftirlegukindur draga
áfram dilk á eftir sér
Matvælastofnun vill enn að Seyðfirðingar borgi reikning vegna björgunar
kinda úr Bjólfi í fyrra. Heimamenn töldu sjálfir aðgerðina hættulega og vísa
ábyrgð á hendur Matvælastofnun sem réð björgunarsveit af Héraði í verkið.
Átta kindum var bjargað úr Bjólfi 1. febrúar í fyrra. Fleiri kindur náðust síðar.
Matvælastofnun
tók upp á því upp á
eigin spýtur að senda
björgunarsveitarmenn ofan
af Héraði til þess að bjarga
þeim.
Aðalheiður Borg-
þórsdóttir, bæjar-
stjóri á Seyðisfirði
JÓLA
FJÖR
1. desember
Kl. 17.00
Silfurberg
stjórnandi og útsetjari
Haukur Gröndal
gestasöngvari
Ragnheiður Gröndal
með
Bergrúnu Írisi
Frábær jólaskemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fylgdist af áhuga með sérstökum umræðum um spillingarmál. Mikið var rætt um
Samherja og athafnir félagsins í Namibíu, en Kristján Þór var stjórnarformaður Samherja fyrir tveimur áratugum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
VIÐSKIPTI Þorsteinn Már Bald-
vinsson hefur vikið tímabundið úr
starfi forstjóra Samherja á meðan
rannsókn fer fram á starfsemi
fyrirtækisins í Namibíu. Björgólfur
Jóhannsson verður forstjóri og fer í
leyfi frá Íslandsstofu á meðan.
Rannsóknin verður gerð af lög-
mannsstofunni Wikborg Rein og
heyrir beint undir stjórn Samherja.
Þorsteinn Már sagði í samtali
við Vísi í gær að hann víki þar sem
honum blöskraði umræðan um
Samherja og vildi með því reyna að
róa umræðuna. Sagði hann aðgerðir
fyrirtækisins standast skoðun og að
hann óttaðist ekki að lenda í fang-
elsi. – ab
Víkur úr sæti
tímabundið
Þorsteinn Már
Baldvinsson.
UMHVERFISMÁL Evrópsk nýtni-
vika hefst næstkomandi laugardag.
Markmið átaksins er að hvetja fólk
til að draga úr óþarfa neyslu og
nýta hluti betur sem leiði til minni
úrgangs. Í ár er lögð áhersla á fræðslu
um úrgangsmál undir slagorðinu
„Minni sóun – minna sorp“.
Umhverfisstofnun stendur í vik-
unni fyrir viðburðum í tengslum við
átakið. Fyrirtæki og almenningur
eru hvött til að kynna sér úrgangs-
mál og breyta neysluvenjum sínum.
Á heimasíðu stofnunarinnar eru
hugmyndir sem fyrirtæki og stofn-
anir geta nýtt sér. Þannig sé hægt
að efna til f lokkunarkeppni milli
deilda, setja markmið um hærra
endurvinnsluhlutfall og standa fyrir
fyrirlestrum um flokkun. – sar
Hvetja fólk til
minni sóunar
Sorpa í Álfsnesi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
REYKJAVÍK Hverfisgata hefur nú
verið opnuð á ný, en þar hafa staðið
yfir framkvæmdir eins og kunnugt
er. Rekstraraðilar við götuna hafa
opinberlega lýst vandræðum sínum
á meðan á framkvæmdum stóð og
hafa kallað eftir skýringum á töfum
sem orðið hafa á framkvæmdunum.
Upphaf lega var fyrirhugað að
umferð yrði hleypt á Hverfisgötu
aftur í lok ágústmánaðar en það varð
ekki fyrr en nú. – jþ
Hverfisgata
opnuð á ný
1 5 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
5
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:0
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
3
D
-F
5
3
8
2
4
3
D
-F
3
F
C
2
4
3
D
-F
2
C
0
2
4
3
D
-F
1
8
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
0
s
_
1
4
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K