Fréttablaðið - 15.11.2019, Qupperneq 6
Við erum að eyða
gríðarlegum fjár-
hæðum í að kaupa aðgang
að rannsóknarniðurstöðum.
Sigurgeir Finnsson, verkefnastjóri
hjá Landsbókasafni
VÍSINDI „Við erum svolítið á eftir
þegar kemur að opnum aðgangi.
Á hinum Norðurlöndunum hefur
verið mörkuð stefna um hvernig
eigi að ná fram markmiðum um
opinn aðgang. Íslensk stjórnvöld
eru ekki með neina stefnu en vinna
er þó í gangi,“ segir Sigurgeir Finns-
son, verkefnastjóri hjá Landsbóka-
safni.
Sigurgeir, sem einnig er ritstjóri
vefsins openaccess.is, sem fjallar
um opinn aðgang, verður meðal
frummælenda á málþingi Vísinda-
félags Íslendinga um opinn aðgang
að rannsóknarniðurstöðum. Mál-
þingið verður haldið í Þjóðminja-
safninu í dag klukkan 12 til 14.
Hugtakið opinn aðgangur snýst
um þá kröfu að almenningur, nem-
endur og vísindafólk um allan
heim hafi óheftan aðgang að niður-
stöðum rannsókna sem unnar hafa
verið fyrir almannafé.
Sigurgeir bendir á að samkvæmt
lögum um opinberan stuðning við
vísindarannsóknir skuli niðurstöð-
ur rannsókna sem styrktar eru úr
rannsóknarsjóði eða innviðasjóði
birtar í opnum aðgangi nema um
annað sé samið.
„Það eru nokkrir háskólar hér
sem hafa markað sér stefnu um
opinn aðgang, Háskóli Íslands,
Háskólinn í Reykjavík og Bifröst,
en þar er líka gefið færi á undan-
þágum,“ segir Sigurgeir.
Undanþágur séu veittar vegna
þess að f lestir vilji birta rannsóknir
sínar í virtustu og áhrifamestu
ritunum sem oft þurfi að kaupa
áskrift að.
„Við hérna á Landsbókasafni
sjáum um landsaðgang sem er
samlag íslenskra háskóla og rann-
sóknarstofnana um kaup á þessum
áskriftum. Það er verið að borga um
200 milljónir árlega fyrir það.“
Sigurgeir segir að á heimsvísu sé
um gríðarlegar fjárhæðir að ræða
en háskólar og bókasöfn séu á árs-
grundvelli að borga á bilinu 7 til 8
milljarða evra fyrir þessar áskriftir.
„Það sem þessi hreyfing um opinn
aðgang gengur út á er að breyta
þessu módeli. Fá fólk frekar til að
birta í tímaritum í opnum aðgangi.“
Í landsaðganginum séu ekki allar
vísindagreinar aðgengilegar og
þótt hægt sé að nálgast mikið efni
í gegnum íslenskar IP-tölur sé ekki
um opinn aðgang að ræða þar sem
búið sé að borga fyrir aðganginn.
Einn stærsti útgefandi vísinda-
rita er Elsevier en hagnaður fyrir-
tækisins á síðasta ári nam um 1,2
milljörðum dollara eða sem nemur
um 150 milljörðum króna.
„Það sem er að gerast úti í heimi
er að margir aðilar eru hættir að
kaupa þessar áskriftir að Elsevier.
UCLA-háskóli ákvað til dæmis að
hætta þessum áskriftum en vís-
indamenn við skólann koma að um
tíu prósentum allra vísindagreina
sem eru birtar í Bandaríkjunum.“
Þar að auki hafi hópur opin-
berra evrópskra rannsóknarsjóða
sett fram markmið um að árið 2021
verði allar niðurstöður rannsókna
sem fengið hafi opinbera styrki
birtar í opnum aðgangi.
„Við erum að eyða gríðarlegum
fjárhæðum í að kaupa aðgang að
rannsóknarniðurstöðum og vís-
indamenn eru að reyna að leysa alls
kyns vandamál. Þá viltu komast í
nýjustu rannsóknir eins f ljótt og
auðið er.“ sighvatur@frettabladid.is
Rannsóknir séu sem
flestum aðgengilegar
Verkefnastjóri hjá Landsbókasafni segir Ísland á eftir hinum Norðurlönd-
unum þegar komi að opnum aðgangi að niðurstöðum vísindarannsókna.
Málefnið verður rætt á málþingi Vísindafélagsins í Þjóðminjasafninu í dag.
Háskólar og bókasöfn greiða um 200 milljónir króna á ári í áskriftir að vísindaritum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Eigum nokkra yfirfarna nýlega Hyundai hjá
okkur í Kauptúni 1, Garðabæ sem eru enn
í ábyrgð. Komdu og gerðu frábær kaup!
Notaðir
ALLT AÐ
5 ÁRA
ÁBYRGÐ
Hyundai notaðir bílar Kauptúni 1 - 210 Garðabæ
Sími: 575 1200 - notadir@hyundai.is
Opið frá kl. 9–18 virka daga og á laugardögum frá kl. 12–16.
KJARAVERÐ:
4.090.000 kr.
VERÐ:
3.790.000 kr.
VERÐ:
2.490.000 kr.
KJARAVERÐ:
1.990.000 kr.
VERÐ:
5.590.000 kr.
VERÐ:
3.540.000 kr.
KJARAVERÐ:
2.190.000 kr.
KJARAVERÐ:
2.190.000 kr.
Rnr. 121786
Rnr. 121707
Rnr. 103932
Rnr. 170458
Rnr. 146323
Rnr. 121785
Rnr. 103941
Rnr. 103938
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
9
6
8
1
9
B
íl
a
la
n
d
H
y
u
n
d
a
i
n
o
t
a
ð
ir
2
x
3
8
1
5
n
o
v
HYUNDAI IONIQ PHEV Style
Nýskr. 05/19, ekinn 2 þ.km,
bensín/rafmagn, sjálfskiptur.
HYUNDAI i30 Premium
Nýskr. 05/18, ekinn 20 þ.km,
bensín, sjálfskiptur.
HYUNDAI i20 Premium
Nýskr. 11/18, ekinn 13 þ.km,
bensín, beinskiptur.
HYUNDAI i10 Premium
Nýskr. 09/19, ekinn 100 km,
bensín, beinskiptur.
HYUNDAI Santa Fe III Premium
Nýskr. 07/16, ekinn 50 þ.km,
dísil, sjálfskiptur.
HYUNDAI i30 Comfort
Nýskr. 04/19, ekinn 2 þ.km,
bensín, sjálfskiptur.
HYUNDAI i20 Classic
Nýskr. 09/19, ekinn 100 km,
bensín, beinskiptur.
HYUNDAI i10 Comfort
Nýskr. 07/19, ekinn 300 km,
bensín, sjálfskiptur.
HEILBRIGÐISMÁL „Á heilbrigðis-
þingi verður fjallað um siðferðileg
gildi og forgangsröðun í heilbrigðis-
þjónustunni. Það er tímabært að
fram fari víðtæk umræða um þenn-
an mikilvæga grundvöll f lókinna
ákvarðana sem heilbrigðisstarfs-
fólk þarf að glíma við á hverjum
degi,“ segir Svandís Svavarsdóttir
heilbrigðisráðherra.
Heilbrigðisþing 2019 fer fram á
Hilton Nordica í dag. Í fyrsta hluta
þingsins verður fjallað um mann-
helgi og virðingu fyrir mannlegri
reisn. Einnig verður fjallað um þörf
fyrir heilbrigðisþjónustu og rétt
þeirra sem eru í viðkvæmri stöðu.
Í síðasta hlutanum verður svo
rætt um hagkvæmni og skilvirkni.
Svandís segir að ákvörðunum um
siðferðileg gildi og forgangsröðun
muni fjölga með nýrri tækni, f lókn-
ari lyfjum og framförum í vísindum
og nýsköpun.
„Ég stefni að því að leggja fram
þingsályktun um gildi og forgangs-
röðun á vorþingi til að treysta enn
betur grundvöll okkar öfluga heil-
brigðiskerfis.“
Umræðuefni þingsins tengist
áherslum sem fram koma í heil-
brigðisstefnu til 2030 sem sam-
þykkt var á Alþingi í júní síðast-
liðnum.
Í aðdraganda þingsins var hald-
inn fjölmennur vinnufundur til að
leggja grunn að umfjöllun þings-
ins. Þar tóku þátt stjórnendur og
fagfólk frá stofnunum heilbrigðis-
ráðuneytisins og fulltrúar háskóla-
samfélagsins.
Dagskrá heilbrigðisþings hefst
klukkan 9 í dag og stendur til klukk-
an 16. Streymt verður frá þinginu á
vefslóðinni heilbrigdisthing.is. – sar
Tímabært að ræða um siðferðileg gildi
og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu
Svandís
Svavarsdóttir.
1 5 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
5
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:0
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
3
E
-1
C
B
8
2
4
3
E
-1
B
7
C
2
4
3
E
-1
A
4
0
2
4
3
E
-1
9
0
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
0
s
_
1
4
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K