Fréttablaðið - 15.11.2019, Page 14
Tryggðu þér áskrift
Í KVÖLD
KL. 20:10
KAUPTU STAKAN LEIK:
Lið Íslands í leiknum (4-4-2)
Hannes Þór Hallórsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Kári Árnason
Ragnar Sigurðsson
Ari Freyr Skúlason
(Mikael Neville Anderson) (85.)
Arnór Ingvi Traustason
(Hörður Björgvin Magnússon) (63.)
Birkir Bjarnason
Gylfi Þór Sigurðsson (f)
Jón Daði Böðvarsson
Alfreð Finnbogason
(Arnór Sigurðsson) (24.)
Kolbeinn Sigþórsson
✿ Undankeppni EM
Tyrkland
0 0-
Ísland
Hörður Björgvin Magnússon var nálægt því að tryggja íslenska liðinu stigin þrjú í Istanbúl í gærkvöldi en skalli hans var varinn á línu. NORDICPHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Ísland mun þurfa umspil
til þess að tryggja sér farseðilinn í
lokakeppni Evrópumótsins í knatt
spyrnu karla en það varð ljóst eftir
jafntef li íslenska liðsins á móti
Tyrklandi í leik liðanna í Istanbúl
í gærkvöldi.
Það var ljóst fyrir leikinn að jafn
tefli myndi duga Tyrklandi til þess
að komast áfram og leikmyndin
litaðist töluvert af þeirri staðreynd.
Tyrkneska liðið, sem hafði fengið
þrjú mörk á sig í undankeppninni
fyrir þennan leik, varðist vel og var
ávallt hættulegt þegar liðið sótti
hratt.
Tvö af mörkunum sem Tyrkland
hafði fengið á sig í riðlinum komu
í fyrri leik Íslands og Tyrklands á
Laugardalsvellinum en þau komu
bæði eftir föst leikatriði.
Íslenska liðið tók við sér undir
lok leiksins
Það var einmitt eftir eitt slíkt sem
Hörður Björgvin Magnússon sem
kom inn á sem varamaður í seinni
hálf leik fékk langbesta tækifæri
Íslands til þess að tryggja íslenska
liðinu sigurinn og halda lífinu í von
inni um að enda í öðru af tveimur
efstu sætum riðilsins fyrir lokaum
ferðina.
Skalla Harðar Björgvins eftir
hnitmiðaða hornspyrnu Gylfa Þórs
Sigurðssonar var bjargað á mark
línu af tyrkneskum varnarmanni.
Skipulagið sem Erik Hamrén
og Freyr Alexandersson, þjálfarar
íslenska liðsins, og teymið í kring
um liðið hafði gert fyrir leikinn
riðlaðist líklega þó nokkuð þegar
Alfreð Finnbogason fór meiddur af
velli um miðbik fyrri hálfleiks.
Hörður var nálægt því að kasta líflínu
Íslenska karlalands-
liðið í knattspyrnu gerði
markalaust jafntefli á
móti Tyrklandi á útivelli
í næstsíðustu umferð í
undankeppni EM 2020
í gærkvöldi. Þar með er
það ljóst að Tyrkland
og Frakkland fara beint
áfram í lokakeppnina
og Ísland fer í umspil
um laust sæti á mótinu.
Hamrén og Freyr skiptu Arnóri
Sigurðssyni inn á en þeir hafa lík
lega haft Arnór í huga sem vara
mann fyrir annan leikmann og
seinna í leiknum.
Eftir að hafa leikið varfærnis
lega framan af leiknum fóru leik
menn íslenska liðsins að taka meiri
áhættu þegar um það bil hálftími
var eftir af leiknum. Það leikplan
var nálægt því að ganga upp.
Umspilsleikur fram undan í
vetrarkuldanum í mars
Viðar Örn Kjartansson var síðan
veikur í gærkvöldi og það fækkaði
sóknarmöguleikunum af vara
mannabekknum ofan á þau meiðsli
sem herjuðu á hópinn fyrir lands
liðsgluggann.
Það er ljóst að Ísland fer í umspil
um laust sæti á Evrópumótinu
en þeir leikir fara fram í mars á
næsta ári. Eins og staðan er núna
verður andstæðingur íslenska liðs
ins þar Búlgaría, Rúmenía eða Ísrael.
Fari svo að Sviss komist áfram úr
Driðli keppninnar verður andstæð
ingurinn hins vegar NorðurÍrland,
Írland eða Slóvakía. Sviss er í þriðja
sæti Driðilsins eins og sakir standa
en liðið mætir Georgíu í kvöld og
Gíbraltar í lokaumferð riðilsins.
Fari úrslit eftir bókinni í þeim
leikjum sem eftir eru í Driðlinum
verður seinni sviðsmyndin raunin
í mars.
Næsta verkefni íslenska liðsins
er hins vegar að klára riðilinn með
sóma en liðið mætir Moldóvu í loka
umferðinni á sunnudaginn kemur.
Alfreð verður fjarri góðu gamni
í þeim leik en hann fór úr axlar
lið í leiknum í gær. Ekki er ljóst
hversu alvarleg meiðsli Arnórs
Ingva Traustasonar eru. Arnór Ingvi
virtist hafa tognað aftan í læri en
hann fór af velli í seinni hálfleik. Þá
er spurning hvort Viðar Örn verði
búinn að hrista af sér veikindin í
tæka tíð fyrir þann leik.
Nú þurfa svo vallarstarfsmenn
Laugardalsvallar að fara upp á
tærnar og íslenskir knattspyrnu
áhugamenn að biðja til veður
guðanna í von um að Laugardals
völlurinn verði leikfær þegar að
umspilinu kemur. Litlar líkur eru
á því að bygging Laugardalsvallar
verði komin úr undirbúnings
nefnd í tæka tíð fyrir þá viðureign.
hjorvaro@frettabladid.is
Kári Árnason
Var eins og
klettur í vörn
íslenska liðsins
og gerði sig
gildandi í
föstum leikat-
riðum. Eldist eins
og gott rauðvín og lætur engan
bilbug á sér finna þótt kominn sé
hátt á fertugsaldur.
✿ Maður leiksins
1 5 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R14 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
1
5
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:0
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
3
E
-1
2
D
8
2
4
3
E
-1
1
9
C
2
4
3
E
-1
0
6
0
2
4
3
E
-0
F
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
0
s
_
1
4
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K