Fréttablaðið - 15.11.2019, Page 18
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumaður auglýsinga: Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657,
Við hjá Heklu tókum snemma ákvörðun um að leggja áherslu á vistvæna valkosti
frá okkar birgjum,“ segir Hjör-
dís. „Við bjóðum fjölbreytt úrval
vistvænna bíla og sífellt bætist í
vöruúrvalið hjá okkur. Við skil-
greinum vistvæna bíla sem valkost
sem nýtir sér íslenska orku og
keyrir á henni óháð aðkomu hefð-
bundinna orkugjafa í skemmri
eða lengri tíma. Þá í okkar tilfelli,
rafmagnsbíla, tengil tvinnbíla og
metanbíla, þ.e. bílar sem hægt
er að setja í samband eða nýta
metanbirgðir á Íslandi.“
Árangurinn af samstarfinu
við birgjana sé dæmalaus. „Það
er skemmtilegt að segja frá því
að með okkar öflugu birgjum þá
höfum við verið söluhæsta bílaum-
boðið í þessum flokki og lengi vel
hefur yfir helmingur allra seldra
bíla hjá okkur verið vistvænn.
Einnig er mest seldi bíll landsins til
einstaklinga vistvænn Mitsubishi
Outlander PHEV.“ Tölurnar tali
sínu máli. „Rétt tæplega annar
hver bíll sem Hekla hefur selt árið
2019 er vistvænn og það er árangur
sem við erum mjög stolt af.“
Hagkvæmni og sveigjanleiki
Hekla býður upp á nokkrar gerðir
vistvænna bíla en raf bíllinn er
sennilega sá sem flestir kannast
við. „Raf bíll er til að mynda bíll
sem gengur eingöngu fyrir raf-
magni. Má þar nefna að þeir eru
hljóðlátari og mun hagkvæmari
í rekstri.“ Munurinn á kostnaði
er sláandi. „Til dæmis þá notar
e-Golf 13,2 kWst á 100 km akstri
sem kostar aðeins um 185 krónur.
Að aka sömu vegalengd á bíl sem
notar 5 lítra af bensíni á 100 km
kostar 1.196 kr.,“ útskýrir Hjördís.
„Í dag bjóðum við til að mynda
fimm mismunandi hreina raf bíla,
allt frá smábílnum Volkswagen
e-Up! yfir í sportjeppann Audi
e-tron 55 quattro og sendibílinn
Volkswagen e-Crafter. Hægt er að
velja á milli fjögurra ólíkra tengil-
tvinnbíla allt frá Volkswagen
Passat GTE yfir í vinsælasta bílinn
á Íslandi Mitsubishi Outlander
PHEV.“
Þá eru tengiltvinnbílar líka vin-
sælir en þeir bjóða upp á mikinn
sveigjanleika. „Tengiltvinnbílar
(Plug in Hybrid) eru tvíorkubílar
sem hægt er að stinga í samband og
ganga hvort tveggja fyrir rafmagni
og annað hvort bensín- eða dísil-
olíu. Tengiltvinnbílarnir okkar ná
því að dekka allan daglegan akstur
á raforku en þegar farið er í lengri
ferðir þá notast bíllinn við hefð-
bundið jarðefnaeldsneyti.“
Spennandi tímar eru fram
undan í heimi tengiltvinnbíla.
„Skoda kynnir fyrstu tengiltvinn-
bílana sína Superb iV og Octavia
iV auk þess sem Mitsubishi kynnir
nýjan tengiltvinnbíl sem mun von-
andi fá eins góðar viðtökur og Out-
lander PHEV. Hjá Audi koma nýjar
útgáfur af vinsælu tengiltvinn-
bílunum A3 TFSIe og Q7 TFSIe sem
hafa selst mjög vel hér á Íslandi.“
Öfugt kolefnisspor
„Metanbílar eru sá hópur vist-
vænna bíla sem kannski fær
minnsta umfjöllun,“ segir Hjördís.
„Ökutækin hafa tvo eldsneytis-
geyma, metan- og bensíngeymi.
Vél metan/bensínbíls er að öllu
upplagi eins og í bensínbíl sömu
gerðar og stjórn- og öryggisbún-
aður hinn sami. Í akstri finnur
ökumaður engan mun á því hvort
vélin gengur fyrir metani eða
bensíni.“
Ávinningurinn af metanbílum
er með ólíkindum. „Helsti kostur
metanbíla, fyrir utan það að vera
hagkvæmari í rekstri heldur en
hefðbundnir bílar, er að þeir hafa
öfugt kolefnisfótspor. Það sem
ég á við með því er að bíll sem
brennir metani dregur úr gróður-
húsaáhrifum þar sem óbrunnið
metangas hefur yfir tuttugufalt
meiri áhrif en koltvísýringurinn
sem verður til við brunann. Með
notkun á íslensku metangasi í stað
hefðbundins jarðefnaeldsneytis
er dregið verulega úr því magni
af koldíoxíði sem annars myndi
losna út í umhverfið.“
Mikilvæg þróun
Hjördís segir vistvænar lausnir í
þessum málaflokki þýðingarmikl-
ar fyrir íslensku þjóðina. „Fyrir
okkur Íslendinga eru vistvæn
ökutæki ekki eingöngu mikilvæg
til þess að minnka kolefnisspor
okkar heldur einnig í ljósi þess að
með tilkomu vistvænna ökutækja
þá getum við nýtt hreina íslenska
orku og erum ekki eins háð inn-
flutningi á jarðefnaeldsneyti.
Þróunin í vistvænum ökutækjum
sem og eftirspurnin eftir slíkum
ökutækjum hefur margfaldast á
síðustu misserum og við teljum að
sú þróun haldi áfram.“
„Meðalaldur bifreiða í dag er
yfir 12 ár og því þörf á endurnýjun
á gömlum flota Íslendinga og því
nauðsynlegt að skipta þeim út
fyrir vistvænni bifreiðar. Eftir-
spurn eftir vistvænum bílum er að
aukast og því eigum við von á því
að hlutdeild þeirra aukist töluvert
á næstu árum og því mikilvægt að
huga að uppbyggingu innviða. Nú
þegar er stór hluti af okkar sölu í
f lokki vistvænna ökutækja, Audi
og Mitsubishi selja nánast ein-
göngu bíla í þeim flokki.“
Þá ríki mikil eftirvænting eftir
næstu skrefum. „Vöruúrvalið eykst
töluvert á næsta á ári og við sjáum
að verðið er að verða enn hagstæð-
ara með aukinni framleiðslu. Til
að mynda þá er mikil eftirvænting
eftir ID-línu Volkswagen sem er
væntanleg á næsta ári, þar ætlar
Volkswagen að endurtaka leikinn
frá því þeir kynntu Bjölluna og
Golf og bjóða rafmagnsbíla fyrir
alla á viðráðanlegu verði.“
Sáraeinfalt að skipta
Hjördís segir að huga þurfi að
ýmsu þegar kemur að kaupum á
vistvænum ökutækjum, en mark-
viss þjálfun sölufólks geri þeim
kleift að aðstoða viðskiptavini við
valið. „Það er misjafnt hvað hentar
hverjum og einum og því höfum
við lagt mikið upp úr því að þjálfa
söludeildir okkar til að geta svarað
helstu spurningum.“
„Það gildir það sama þegar
kemur að vali á vistvænum öku-
tækjum eins og öðrum ökutækjum
að fólk þarf að vera búið að greina
hvernig bíllinn verður notaður.
Hversu mikið verður hann keyrður
og við hvaða aðstæður, hversu
rúmgóður þarf hann að vera og
þar fram eftir götunum. Með því
að vera búin/n að hugsa þetta fyrir
fram þá eru mun meiri líkur á að
fólk velji bíl við hæfi sem uppfyllir
þær kröfur sem fólk gerir.“
Þá sé umstangið í kringum raf-
bíla stórkostlega ofmetið, raunin
sé sú að þeir séu þægilegir í notkun
og krefjist ekki mikillar fyrirhafn-
ar. „Drægni raf bíla er gott dæmi
um hindrun sem margir setja fyrir
sig en með mikilli uppbyggingu á
innviðum er sá þröskuldur orðinn
lægri og ef við tökum meðaltals-
akstur á íbúa hér á suðvesturhorn-
inu þá er meðalakstur á dag um 30
km. Þá raf bíla sem standa til boða
í dag þarf eingöngu að hlaða 2-4
sinnum í mánuði eftir því hvernig
bíl þú velur,“ útskýrir hún.
„Aðrir þættir sem vert er að hafa
í huga er hvernig þjónustu við
bílinn er háttað og hvort innflutn-
ingsaðili ökutækis hafi þekkingu
og tæki og tól til að bregðast við
ef eitthvað kemur upp varðandi
bílinn.“
Hjördís hvetur áhugasama til að
kynna sér úrvalið. „Inni á heima-
síðu Heklu, hekla.is, höfum við
tekið saman svör við alls kyns
spurningum sem fólk kann að hafa
þegar kemur að vali á vistvænum
bíl og hægt er að skoða úrval vist-
vænna bíla á vistvænir.is.“
Mitsubishi Outlander PHEV er einn mesti seldi bíll landsins. Audi e-tron 55 bílarnir hafa slegið í gegn og er mikil tilhlökkun eftir Audi e-tron 50 Quattro.
Með tilkomu
vistvænna öku-
tækja þá getum við nýtt
hreina íslenska orku og
erum ekki eins háð
innflutningi á jarðefna-
eldsneyti.
Hjördís María
Ólafsdóttir
Framhald af forsíðu ➛
Það ríkir mikil eftirvænting eftir hinum rafknúna Volkswagen ID3 sem er væntanlegur á næsta ári en framleiðandinn hefur sagt bílinn vera táknrænan fyrir nýja tíma.
2 KYNNINGARBLAÐ 1 5 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RVISTVÆNIR BÍLAR
1
5
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:0
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
3
E
-2
1
A
8
2
4
3
E
-2
0
6
C
2
4
3
E
-1
F
3
0
2
4
3
E
-1
D
F
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
0
s
_
1
4
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K