Fréttablaðið - 15.11.2019, Page 21
Sala á tengiltvinnjeppum og rafmagnsbílum hefur farið vaxandi víða um heim und-
anfarin ár þar sem sífellt f leiri velja
umhverfisvæna kosti og Ísland er
þar engin undantekning. Peugeot
leggur sitt af mörkum til að taka
þátt í raforkuskiptum með fram-
boði á langdrægum, kraftmiklum
Peugeot 3008 tengiltvinnjeppa
með allt að 59 km drægni, Peugeot
e-208 raf bíl með 340 km drægni
og Peugeot e-2008 raf bíl sem hefur
310 km drægni.
„Þessir bílar eru merki um
einbeitta stefnu Peugeot um að
allar gerðir Peugeot bíla verði
fáanlegar í rafmagnaðri útgáfu
árið 2025,“ segir Benný Ósk
Harðardóttir, sölustjóri Peugeot á
Íslandi. „Brimborg, umboðsaðili
Peugeot á Íslandi, hefur nú þegar
hafið forsölu á Peugeot 3008 SUV
tengiltvinnjeppanum og Peugeot
e-208 raf bílnum, en forsala á
Peugeot e-2008 raf bílnum hefst í
desember.“
Langdrægur tengiltvinnjeppi
með fram- eða fjórhjóladrifi
„Peugeot 3008 SUV á stóran hlut
í auknum vinsældum Peugeot á
Íslandi og nú kemur hann í tengil-
tvinnútgáfu með 22 cm veghæð og
drægni á 100% hreinu rafmagni
sem er allt að 59 kílómetrar. Bílinn
er hægt að fullhlaða á aðeins einni
klukkustund og 45 mínútum,“
segir Benný. „Eldsneytiseyðsla í
blönduðum akstri er ekki nema 1,6
til 2,2 l á hverja 100 kílómetra og
CO2 losun er aðeins 33-49 grömm
á kílómetra, samkvæmt WLTP-
mælingu.
Í Peugeot 3008 SUV PHEV er
val um tvær aflrásir,“ segir Benný.
„Annars vegar 225 hestöfl með
framdrifi og hins vegar 300 hestöfl
með fjórhjóladrifi. Báðar útgáfur
bjóða upp á átta gíra sjálfskipt-
ingu, fimm ára heildarábyrgð og
átta ára ábyrgð á rafhlöðu.
Í fyrstu verður Peugeot 3008
SUV PHEV í boði í GT útfærslu,
hlaðinn staðalbúnaði auk 300
hestafla vélar og fjórhjóladrifs,“
segir Benný. „Hann er annars vegar
knúinn áfram af bensínvél og hins
vegar af tveimur rafmagnsvélum
sem skila samanlagt 300 hest-
öflum, miklu afli og einstökum
aksturseiginleikum. Það er líka
hægt að nota fjórhjóladrifið á
100% rafmagnsstillingu.
Peugeot 3008 SUV er marg-
verðlaunaður og hefur fengið
sérstakt lof fyrir einstaka hönnun.
Að innan er nútímaleg i-Cockpit
innrétting í lykilhlutverki með
nýjustu tækni, þar sem allar
upplýsingar eru í sjónlínu öku-
manns,“ segir Benný. „Nýr Peugeot
3008 SUV PHEV er væntanlegur í
febrúar 2020.“
100% rafbíll með
340 km drægni
„Glænýr Peugeot e-208 er sjálf-
skiptur, 136 hestafla raf bíll með 50
kW rafhlöðu sem skilar allt að 340
kílómetra drægni við kjöraðstæð-
ur, samkvæmt WLTP mælingu.
Rafhlöðuna er hægt að hraðhlaða
í allt að 80% hleðslu á 30 mínútum
og í 100% hleðslu á 7,5 klst. með
heimahleðslustöð,“ segir Benný.
„Hönnun nýja Peugeot e-208 hefur
hlotið einróma lof fyrir framsækið
útlit að innan sem utan og bíllinn
er rúmgóður að innan, þar sem
rafhlaðan tekur ekkert pláss frá
innra rými bílsins.
Þú sest inn í fullkominn staf-
rænan heim í Peugeot e-208,
með nýjustu kynslóð af tækni og
þrívíddarmælaborð,“ segir Benný.
„Bíllinn hefur nýjustu aksturs- og
öryggistækni sem
aðstoðar ökumann-
inn við akstur og
tryggir örugga
ökuferð. Peu-
geot e-208 er
væntanlegur
í janúar og
verð er frá
3.790.000 kr.“
Nýr Peugeot
e-2008 SUV
rafbíll með 300
km drægni
„Nýr Peugeot e-2008 SUV
er sjálfskiptur, 136 hestafla raf bíll
með 50 kW rafhlöðu sem skilar
drægni við kjöraðstæður allt að
310 kílómetra, samkvæmt WLTP-
mælingu. Rafhlöðuna er hægt að
hraðhlaða í allt að 80% hleðslu á
30 mínútum og í 100% hleðslu á
7,5 klst í heimahleðslustöð,“ segir
Benný. „Útlitið
er nútímalegt
og sportlegt að
innan sem utan og
óhætt er að segja að
nýr 2008 gefi Peugeot
3008 SUV ekkert eftir.
Með stafrænu i-Cockpit þrí-
víddarmælaborði hefur þú
akstursupplýsingar og stjórntæki
á skjánum fyrir framan þig eða
í stýrinu. Sportstýri i-Cockpit
eykur líka stjórn og veitir næmara
viðbragð, en þetta gerir þér sem
ökumanni kleift að einbeita þér að
því skemmtilega; að keyra!“ segir
Benný. „Peugeot e-2008 SUV er
væntanlegur í apríl 2020 og verður
kynntur nánar síðar.“
Nýtt snjallsímaforrit sem
gefur yfirsýn og aukna stjórn
„Samhliða þessum nýju bílum
kynnir Peugeot snjallsímaforritið
My Peugeot App, þar sem þú hefur
yfirsýn og getur stjórnað aðgerð-
um. Má þar nefna stöðu á hleðslu,
tölfræði um rafmagnsnotkun í
síðustu ferðum og möguleika á
að virkja, stöðva eða tímasetja
hleðslu,“ segir Benný. „Það er
meira að segja hægt að tímastilla
forhitun svo að þú getir sest inn í
heitan bíl.
Vinsældir Peugeot bíla á Íslandi
hafa aukist síðustu ár og nýtt raf-
magnað framboð mun bara auka
vinsældirnar enn frekar,“ segir
Benný. „Nú þegar hafa viðbrögðin í
forsölu á nýjum Peugeot 3008 SUV
PHEV og Peugeot e-208 farið fram
úr björtustu vonum.
Sala tengiltvinnjeppa hefur
aukist víða um heim og því verður
takmarkað magn í boði á Íslandi,
en Brimborg hefur tryggt sér
takmarkað magn bíla sem eru nú
til forsölu í nýjum vefsýningar-
sal á brimborg.is og í sýningar-
sal Peugeot við Bíldshöfða 8 í
Reykjavík og á Tryggvabraut 5 á
Akureyri,“ segir Benný. „Komdu og
láttu gæðin heilla þig og stökktu
með okkur inn í næstu kynslóð af
tækni og rafmagnaða framtíð hjá
Peugeot.“
Allar nánari upplýsingar má fá
hjá sölustjóra Peugeot á Ís-
landi, Benný Ósk Harðardóttur,
bennyh@brimborg.is eða í síma
515 7802.
Rafmögnuð framtíð með Peugeot
Peugeot ætlar að bjóða alla sína bíla í rafmagnaðri útgáfu fyrir árið 2025. Nú þegar er von á
tveimur nýjum rafmagnsbílum og 300 hestafla tengiltvinnjeppa frá framleiðandanum.
Benný hvetur fólk til að líta inn í sýningarsali Peugeot við Bíldshöfða í Reykjavík og Tryggvagötu á Akureyri og láta gæðin heilla sig. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Peugeot 3008 tengiltvinnjeppinn er með allt að 59 km drægni á hreinu raf-
magni og það er hægt að fullhlaða hann á aðeins einni klukkustund og 45
mínútum. Hægt er að nota fjórhjóladrifið á 100% rafmagnsstillingu.
Peugeot e-208 rafbíllinn er sjálfskiptur og hefur allt að 340 kílómetra drægni.
Bíllinn er rúmgóður að innan og búinn nýjustu aksturs- og öryggistækni.
Peugeot e-2008 SUV er sjálfskiptur og með allt að 310 kílómetra drægni.
Hann hefur nútímalegt og sportlegt útlit og er með sportstýri.
Allar gerðir Peugeot bíla
verða fáanlegar í raf-
magnaðri útgáfu
árið 2025.
KYNNINGARBLAÐ 5 F Ö S T U DAG U R 1 5 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 VISTVÆNIR BÍLAR
1
5
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:0
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
3
E
-0
D
E
8
2
4
3
E
-0
C
A
C
2
4
3
E
-0
B
7
0
2
4
3
E
-0
A
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
0
s
_
1
4
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K