Fréttablaðið - 22.11.2019, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.11.2019, Blaðsíða 2
3,5% var atvinnuleysi að jafnaði á þriðja ársfjórðungi. Veður Suðaustlæg átt, 3-10 m/s og víða skúrir í dag, en þurrt að mestu NA til. Hiti 0 til 8 stig að deginum, hlýjast syðst. SJÁ SÍÐU 20 Fimir fætur Dansarar Hátíðarballetts Sankti Pétursborgar æfðu Svanavatnið í Hörpu en sýningar á hinu sígilda verk Pjotr Tsjaíkovskí hófust í gærkvöldi. Svanavatnið var frumf lutt í Bolshoi-leikhúsinu í Moskvu árið 1877. Ballettinn segir af prinsessunni Odette sem illur galdramaður breytir í svan og prinsinum Siegfried sem finnur hana. Vitaskuld verða þau ástfangin en galdramaðurinn leggur stein í götu þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Gæði og glæsileiki endalaust úrval af hágæða flísumFlísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Gæði og glæs ileiki endalaust úrval af hágæ ða flísum Finndu okkur á facebook SAMFÉLAG Ólafur Þór Gunnars- son, þingmaður Vinstri grænna, varði titil sinn í kótilettukappáti á dvalarheimilinu Hrafnistu þar sem blásið var til kótilettuveislu á afmæli Sjómannadagsráðs. Hafði hann algera yfirburði yfir aðra keppendur, og sá eini sem náði að klára 1.200 gramma skammt á fimm mínútum. Ólafur var saddur og sæll þegar Fréttablaðið náði tali af honum eftir sigurinn og vottaði ekki fyrir maga- verk. „Mér líður ljómandi vel, en ég þarf líklega ekki að borða fyrr en einhvern tímann á morgun,“ segir hann. „Mér finnst lambakjöt voða- lega gott, hvort það eru kótilettur sem slíkar skiptir ekki öllu máli.“ Á meðal keppinauta Ólafs voru kollegar hans á þingi, Sjálfstæðis- mennirnir Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason. Burðugir að vöxtum en áttu aldrei mögu- leika í Ólaf. Íþróttafréttamaður- inn skeleggi Hörður Magnússon lýsti viðburðinum með miklum tilþrifum. Ljóst er að Ólafur hefur með- fæddan hæfileika til kappáts, en áhorfendur fylgdust með honum naga letturnar inn að beini með lítilli fyrirhöfn. Hefur hann aðeins tvisvar tekið þátt í kappáti um ævina, kótilettuveislunni í ár og í fyrra, þegar hann lagði meðal ann- ars Hjalta Úrsus að velli. Ólafur vill lítið gefa upp um hver sé lykillinn að sigri. „Ætli það sé ekki bara að mæta og hafa gaman af þessu,“ segir hann og glottir við tönn. Ólafur segist hafa haft gaman af þessum keppnum á Hrafnistu en að það sé ekkert sérstakt kapps- mál hjá sér að vinna. „Á næsta ári hljóta þeir að geta fundið einhvern Þingmaður og læknir vann kótilettukappát Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður var sá eini sem náði að klára skammtinn sinn í kótilettukappáti sem haldið var á Hrafnistu. Ólafur, sem er læknir, segir óhætt að taka þátt einu sinni á ári en að þetta sé alls ekki hollt til lengdar. Ólafur var vel að fyrsta sætinu kominn. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Mér finnst lamba- kjöt voðalega gott. Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna annan en mig til að keppa,“ segir hann. Ólafi verður þó varla kápan úr því klæðinu, því að hann hefur sett viðmiðið hátt. Má því ætla að f leiri vilji fá að reyna sig við hann. Út frá lýðheilsusjónarmiðum kemur nokkuð á óvart að Ólafur skuli hafa tekið þátt en eins og margir vita er hann öldrunarlækn- ir að mennt. „Þetta er alls ekki hollt til lengdar,“ segir hann. „Sennilega er óhætt að gera þetta einu sinni á ári, en alls ekki á hverjum degi.“ kristinnhaukur@frettabladid.is VINNUMARKAÐUR Atvinnuleysi á þriðja ársfjórðungi var að jafnaði 3,5 prósent sem þýðir að 7.200 manns töldust án atvinnu. Jókst atvinnuleysi um 1,3 prósentustig frá árinu áður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. Rúmlega sjö þúsund manns atvinnulaus Atvinnuþátttaka fólks á aldr- inum 16-74 ára var að jafnaði 80,8 prósent sem jafngildir tæplega 209 þúsund manns. Meðalfjöldi vinnustunda í viku var 40,8 klukkustundir. Ef aðeins er litið til þeirra sem voru í fullu starfi var meðaltalið hins vegar 45,2 stundir á viku. – sar SAMGÖNGUMÁL Skýrsla starfshóps um f lugvallakosti á suðvestur- horninu var kynnt í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis í gær. Sig- urður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skipaði starfshópinn á síðasta ári. Formaður starfshópsins er Eyj- ólfur Árni Rafnsson, formaður SA. Verkefni hans var að skoða nánar hugmyndir um nýjan alþjóðaflug- völl í Hvassahrauni og skoða stað- setningu innanlandsf lugvallar á höfuðborgarsvæðinu. RÚV greindi frá því í gær að meðal niðurstaðna skýrslunnar væri að það tæki allt að 20 ár að byggja flugvöll í Hvassahrauni eftir að ákvörðun um slíkt lægi fyrir. Þá myndi kostnaður við flugvöll í Hvassahrauni sem bæði sinnti millilanda- og innanlandsf lugi verða að minnsta kosti 300 millj- arðar króna. Verðmiði á innan- landsflugvelli í Hvassahrauni yrði hins vegar um 40 milljarðar. Samkvæmt frétt RÚV telur starfs- hópurinn ekki vænlegt að endur- nýja Reykjavíkurf lugvöll. Slíkt myndi kosta 15-20 milljarða en lengja þyrfti f lugbrautir yfir Suður- götu og út í Fossvoginn. Flutning ur innanlandsf lugs til Kef lavíkur myndi samkvæmt skýrslunni kosta um 44 milljarða. Til stóð að kynna skýrsluna í dag en vegna óvissu um verkfall blaða- manna á vefmiðlum voru líkur taldar á því að það myndi dragast fram á mánudag. – sar Birting skýrslu gæti dregist vegna verkfalls Skýrslan bíður nú kynningar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 2 2 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 2 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 4 B -6 B 9 8 2 4 4 B -6 A 5 C 2 4 4 B -6 9 2 0 2 4 4 B -6 7 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 2 1 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.