Fréttablaðið - 22.11.2019, Blaðsíða 16
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s.
550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Jóhanna Helga Viðarsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli
Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is,
s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103,
Framhald af forsíðu ➛
lega mikið í tísku nú um mundir,
sérstaklega í Danmörku. Það finn ég
vel, en Íslendingar eru alltaf aðeins
seinni að taka við sér þótt það leyni
sér ekki að áhuginn hefur aukist hér
heima,“ segir Bjarni.
Krúttlegur jólamarkaður
Nú um helgina stendur Bjarni fyrir
sínum árlega jólamarkaði.
„Þegar ég flutti aftur heim til
Íslands ákvað ég að halda jóla-
markað hér heima, rétt eins og ég
hafði gert á vinnustofu minni í Dan-
mörku. Við maðurinn minn, Guð-
brandur Árni Ísberg, keyptum hús
í Hafnarfirði haustið 2007, fluttum
inn 12. nóvember og þaðan í frá
ákvað ég að jólamarkaðurinn yrði
alltaf á sama tíma ár hvert; helgina
fyrir fyrsta sunnudag í aðventu,“
segir Bjarni sem tjaldar öllu til á
jólamarkaðinum.
„Fyrsti markaðurinn var krútt-
legur; tvær hillur af vörum, enginn
gluggi á vinnustofunni og lítið að
sjá utan frá. Ég bauð upp á smávegis
af veitingum og seldi þó slatta, sem
gladdi mig mikið. Síðan hefur margt
breyst og í dag er jólamarkaðurinn
orðinn það stór að fólk bara hringir
og spyr: „Sami tími, er það ekki?“
Mér þykir vænt um það og hitti
fólk héðan og þaðan sem er yfir sig
spennt að koma,“ segir Bjarni, fullur
tilhlökkunar.
„Ég býð upp á heimagerðar
smákökur, átta til níu sortir, og
kanelsnúðana sem má ekki vanta.
Fólk flippar yfir snúðunum sem eru
meðal annars bakaðir úr kartöflu-
mús. Þetta verður í boði alla dagana
ásamt jólaglöggi, kaffi, rauðvíni og
hvítvíni, jólabjór og gosi,“ upplýsir
Bjarni sem tók ákvörðun um að
bjóða líka upp á dýrindis hnall-
þórur með kaffinu þegar jóla-
markaðurinn varð tíu ára og þannig
hefur það verið allar götur síðan.
„Einnig laufabrauð, ávexti og
gotterí fyrir börnin, og eftir að ég fór
að opna jólamarkaðinn á föstudegi
fyrir fjórum árum hef ég verið með
heitan og kaldan mat, til dæmis
lambalæri með béarnaise-sósu á
súrdeigsbrauði og fleira gómsætt
og jólalegt,“ segir Bjarni sem leggur
mikið upp úr veitingunum. „Mér
þykir gott að gefa af mér og láta fólki
líða vel þegar það kemur.“
Matargestir eignast stellin
Á jólamarkaðnum teflir Bjarni ein-
göngu fram nýjum verkum.
„Það eru bæði stakir og stórir
hlutir, vasar, skálar og slíkt, en líka
matarstell sem njóta mikilla vin-
sælda og ég tala nú ekki um bollar
og glös. Allt eru það söfnunarmunir
sem fólk elskar að bæta í hjá sér en
líka að gefa í jólagjafir,“ útskýrir
Bjarni.
Hann segir tengsl við íslenska
náttúru blasa við í verkum sínum,
ekki síst þegar kemur að litavali.
„Formin fylgja þar fast á eftir og
er áferð hvers hlutar mjög einstök.
Því er engin leið að apa handverkið
mitt eftir því að ég vinn með fleiri
hundruð glerunga og blöndur
og geri eins og mig lystir. Ég hef
gert það frá því í náminu og var
kennarinn minn þá mjög hrifinn
enda fór hann að leika sér á þennan
máta sjálfur,“ segir Bjarni sem
verður með um 500 demantabolla á
jólamarkaðnum og enga tvo eins.
Bjarni segist oft vilja eigna sér
hlutina sjálfur þegar þeir koma úr
ofninum.
„En þó er það þannig, því miður,
eða bara skondið, að ég á mitt eigið
sköpunarverk ekki lengi í eldhús-
inu. Oftar en ekki enda matarboðin
með því að gestirnir kaupa diskana
mína eða þá vasa eða annað af
veggjunum hjá mér. Ég hef gert það,
og finnst skrýtið að fólk vilji eignast
það sem ég hef valið mér sjálfur. En
ég hugsa þá alltaf: Æ, ég geri mér
bara nýjan hlut sem þó gengur ekki
upp því hver hlutur er einstakur.
Mér finnst bara yndislegt að gefa af
mér og leyfa öðrum að njóta líka og
finn mér þá bara eitthvað annað,“
segir Bjarni og hlær.
Á samningi um allan heim
Bjarni gerði nýverið samning við
hið víðfræga vöruhús Illum í Kaup-
mannahöfn.
„Verkin eru komin í sölu og geng-
ur vel, hef ég heyrt. Sjálfur hef ég
ekki séð hvernig þetta kemur út en
heyrt allt gott um það. Maður hefur
ekki alltaf tíma til að fylgja öllu eftir
og vera á staðnum þegar opnun er,
eins og var hjá Illum 15. nóvem-
ber, en þá breyttu þeir allri fjórðu
hæðinni þar sem einungis hand-
gerðir munir eru til sölu, til dæmis
japanskt te og slíkt,“ segir Bjarni um
þann heiður sem honum var sýndur
að vera valinn af Illum.
„Þeir völdu mig vegna þess að
þeim finnst ég hafa einstakan stíl
og þótt hægt sé að sjá hundrað bolla
eftir mig í hillu er engir tveir eins. Ég
átti fund með Illum í júlí og fannst
erfitt að skilja hvert fundurinn væri
að fara því ég hélt að Illum og Illums
Bolighus væri sama fyrirtækið. Svo
er ekki og kom í ljós að fjölskyldan
sem átti Illums Bolighus seldi Illum
úr fyrirtækinu upp úr 1970,“ upp-
lýsir Bjarni en bæði Illums Bolighus
og Illum eru hvort með sína ólíku
muni frá Bjarna.
„Til dæmis vildi Illum fá dem-
antabollana mína og diska sem
Illums Bolighus hefur ekki. Ég vinn
þannig að ég geri ákveðna muni
fyrir ákveðna staði því þá hafa engir
tveir sömu verk frá mér. Þannig er
Louisiana-safnið í Danmörku með
glös sem seljast gífurlega vel hjá
þeim og fást eingöngu hjá þeim en
ég verð með þau á jólamarkaðnum í
ár,“ upplýsir Bjarni.
Hann segir samningana við Illum
og Illums Bolighus vera gæða-
stimpil.
„Vinsældir og viðurkenning
á verkum mínum í Danmörku
hefur aukist gífurlega og nú vinn
ég að samningi við fyrirtæki sem
vill verða umboðsaðli minn fyrir
öll Norðurlöndin; bæði gallerí og
verslanir en einnig veitingastaði og
hótel. Þetta hefur líka gefið mér það
tækifæri að vera valinn einn af tíu
bestu og áhugaverðustu leirlista-
mönnum Norðurlanda og á nýárinu
mun ég einnig starfa með einum
eða tveimur af tíu Michelin-veit-
ingastöðum á Norðurlöndunum
sem einnig verður að sýningu í
Kaupmannahöfn og útgáfu bókar,“
segir Bjarni sem er með mörg járn
í eldinum og samning við eina
stærstu og virtustu lífsstílsverslun
Bandaríkjanna, ABC Carpet and
Home sem verslar eingöngu með
handgerða muni.
Keramik er rómantískt
Vinnudagurinn hjá Bjarna er langur
enda margir um hituna þegar
kemur að eftirsóttum leirmunum
hans.
„Ég vinn tíu tíma á dag alla virka
daga en reyni að halda vinnudeg-
inum innan átta tíma um helgar,
þótt það gangi ekki alltaf upp. Þrátt
fyrir annríkið loðir rómantík við
þetta starf. Ég er gamall banka-
maður og ekkert rómantískt við það
starf en þegar maður er sinn eigin
herra, þótt vinnan sé mikil, þá fylgir
innri hamingja hverju handtaki,
ilmurinn af leirnum og hitinn frá
ofninum á meðan Rás 1 malar. Já,
það er rómó að vera í keramikinu,“
segir Bjarni og hlær hamingjuhlátri.
„Ég tók ákvörðun um að koma
mér á framfæri eftir að ég útskrifað-
ist úr skólanum árið 2000, sem ég og
gerði. Ég vann hörðum höndum að
því að skapa mér nafn og virðingu
innan listarinnar í Danmörku, sem
og tókst. Eftir að heim kom hafði ég
sáð mjög mikilvægum fræjum ytra
sem síðan fóru að vaxa og dafna sem
var gott fyrir mig á meðan ég tókst
á við það drama að vera kominn
til Íslands árið 2007, byrja aftur
að vinna í banka til að ná endum
saman og verða þátttakandi alla
leið í bankahrunið,“ segir Bjarni
sem hætti störfum í bankanum
2010 til að stofna galleríið Kaolin
sem er enn starfandi en nú er hann
einn af eigendum gallerísins Stígs á
Skólavörðustíg.
„Ég hef verið sjálfstætt starfandi
í leirnum síðan 2010 og framleitt
og skapað hin ýmsu verk. Eitt er þó
það sem ég er stoltastur af, má ég
segja, og það eru hringvasarnir. Þá
skapaði ég í skólanum og hef unnið
síðan enda eru þeir mjög vinsælir,
bæði hér heima og í Danmörku.“
Skyggn frá barnsaldri
Bjarni er með vinnustofu í bílskúrn-
um en í vor verður breyting á.
„Ég ákvað að nota það sem ég
hef fengið út úr keramikinu til að
stækka vinnustofuna. Búið er að
gera grunninn og í apríl verður
bílskúrinn rifinn og stærri vinnu-
stofa byggð. Jólamarkaðurinn sem
ég opna í dag verður því sá síðasti í
þessu rými því á næsta ári verður
hann á nýju vinnustofunni, sem
verður yndislegt,“ segir Bjarni.
„Ég hef lifað dálítið eftir því sem
tengdamamma sagði við mig á
sínum tíma: Þú ert það sem þú gefur.
Þegar frítími gefst hitti ég vini og
elska að halda matarboð og eiga
góðar stundir með fólki. Stundum
bjóðum við bara hinum og þessum
sem ekkert þekkjast og komum á
skemmtilegum kynnum. Það er
oft æðislega gaman,“ segir Bjarni
sem nýtur þess líka að eiga náðugri
stundir með sínum heittelskaða.
„Guðbrandur er sálfræðingur og
við eigum oft dýrmætar stundir þar
sem við spjöllum lengi og vel. En tja,
þegar ég vil virkilega slaka á er ég
á vinnustofunni. Þar er svo góður
andi, og já, líka andi,“ segir Bjarni
hinn dularfyllsti.
„Ég hlakkaði svo mikið til að
geta unnið á vinnustofunni þegar
við keyptum húsið. Fyrsta daginn
þar inni var mér gjörsamlega ýtt
út af einhverjum sem þar er en ég
hef síðan náð sáttum við. Við erum
þarna saman á einhvern máta og
þegar ég brenni leir í ofninum hef
ég alltaf kveikt ljós fyrir hann. Ég
hef upplýsingar um að andinn sé
karlmaður sem hafi verið með verk-
stæði hér áður og núna er svolítill
óróleiki á heimilinu og hundarnir
skynja hann vel. Því fer ég með bæn
fyrir andann sem deilir með mér
vinnustofunni því hann finnur
að það eru breytingar í vændum
og óttast, held ég, um sig. Ég þarf
því að spjalla aðeins við hann og
biðja fyrir honum og okkur, en
það er allt í lagi. Hann þarf bara að
vita að hann getur áfram verið hjá
mér þegar nýja verkstæðið verður
tilbúið næsta sumar,“ segir Bjarni
sem frá barnsaldri hefur haft mikla
skyggnigáfu sem fylgir honum enn.
„Sem lítill drengur fékk ég sjaldan
frið fyrir þessu og það jókst bara
með aldrinum. Mikið var komið
inn í herbergið mitt og ég sá hluti
gerast, dyr opnast og annað. Í dag
fæ ég skilaboð um óorðna hluti og
það sem hefur aukist enn fremur,
skilaboð um komandi andlát fólks.
Þegar við Guðbrandur bjuggum í
Danmörku og stóðum eitt kvöld
við eldamennsku fékk ég til dæmis
skilaboð um að jafnaldra mín næði
ekki að lifa fimmtugsafmæli sitt. Þá
vorum við 41 árs en níu árum síðar
hringdi systir mín til að tilkynna
um andlát þessarar manneskju
sem hafði látist af völdum krabba-
meins. Ég hafði sagt systur minni
frá þessum skilaboðum níu árum
áður og hún sagði mér sem var, að sú
látna hefði átt tvo mánuði í fimm-
tugt. Þá fékk systir mín sjokk, og ég
líka. Skilaboðin eru mun fleiri og
ég veit ekki hvers vegna mér er gert
viðvart. Ég hef meira að segja séð
nýkeypt hús vinafólks og getað lýst
þeim að innan og hver bjó þar áður.“
Jólamarkaður Bjarna er opnaður í
dag og verður opinn fram á sunnudag
á vinnustofu hans að Hrauntungu 20
í Hafnarfirði. Allir velkomnir.
Listmunir og
matarstell Bjarna
eru eftirsótt
um allan heim
en nýlega gerði
hann samning
við Illum í Kaup-
mannahöfn og á
nýárinu taka við
ný og spennandi
verkefni, meðal
annars samstarf
við tvo af tíu
Mich elin-stöðum
á Norðurlöndum.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Hver og einn listmunur Bjarna er
einstakur og engum líkur.
Stíll Bjarna er einstakur og hefur vakið eftirtekt og aðdáun um allan heim.Litríkar skálar, vasar og leirtau. Bjarni segir keramikið rómantískt.
Nú er svolítill
óróleiki á heimil-
inu. Ég þarf því að spjalla
aðeins við andann og
biðja fyrir honum og
okkur. Það er í allt í lagi.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 2 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U R
2
2
-1
1
-2
0
1
9
0
4
:2
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
4
B
-8
9
3
8
2
4
4
B
-8
7
F
C
2
4
4
B
-8
6
C
0
2
4
4
B
-8
5
8
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
2
1
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K