Fréttablaðið - 22.11.2019, Blaðsíða 30
Aragrúi bóka kemur út fyrir þessi jól og ekki fá þær allar ríflega athygli. Ekki er gott
ef góðar bækur fara fram hjá öfl-
ugum lestrarhestum.
Glæsilegur Potter
Fáir barnabókahöfundar hafa glatt
æsku heimsins í jafn ríkulegum
mæli og J. K. Rowling með bókum
sínum um Harry Potter. Tuttugu ár
eru síðan fyrsta bókin um galdra-
strákinn kom út á íslensku, Harry
Potter og viskusteininn. Af því
tilefni er komin út einkar glæsileg
útgáfa af bókinni með myndum
eftir Jim Kay. Hann er virtur
myndskreytir og myndskreytti til
dæmis á listilegan hátt Skrímsl-
ið kemur eftir Patrick Ness sem
kom út í íslenskri þýðingu fyrir
örfáum árum. Myndir hans í
þessari bók eru hreint stórkost-
legar og minna á hversu mikil
upplifun það er að lesa dásam-
lega barnabók með myndum
sem styðja vel við söguna og
auka á upplifunina.
Harry Potter og
viskusteininn
er ævintýrarík,
spennandi og
fyndin bók sem
gleður alla sem
eru svo lánsamir
að hafa varðveitt
barnið í sér.
Gefandi lestur
Smásögur
heimsins er
ritröð þar sem
er að finna
íslenskar
þýðingar á
smásögum
úr öllum heimsins hornum. Í nýj-
asta bindinu, því fjórða í röðinni,
er að finna á annan tug smásagna
frá Afríku. Á undan hverri sögu er
sagt frá viðkomandi höfundi og
verkum hans í stuttum og skýrum
texta.
Meðal höfunda eru nokkrir
Nóbelsverðlaunahafar, Nadine
Gordimer, Naguib Mahfouz og
J. M. Coetzee. Aðrir eru ekki vel
þekktir eins og Fatmata A. Conteth
sem á eina eftirminnilegustu sögu
bókarinnar, Bréf til systra minna,
en þar skrifar múslimakona, sem
svipta á frelsi sínu, átakanlegt
bréf þar sem hún skýrir
frá áformum sínum.
Önnur áhrifamikil
saga í látleysi sínu er
Prófessorinn eftir
Edwige-Renée Dro
um einstakt sam-
band kennara og
nemanda.
Þetta er bók sem
unnendur góðs skáld-
skapar eiga ekki að
láta fram hjá sér
fara.
Ómótstæði-
legar sögur
Hinir heillandi
múmínálfar
Tove Jansson
mæta til leiks
í stórbók sem
hefur að geyma
þrjár sögu:
Minningar
múmínpabba,
Örlaga-
nóttina og
Vetrarundur
í Múmín-
Faldar perlur
í bókaflóðinu
Fréttablaðið sér ástæðu til að minna
á nokkrar klassískar perlur sem eiga
skilið að fá athygli í bókaflóðinu.
Svör við getraun
1. Þögn: Yrsa Sigurðardóttir
2. Korngult hár grá augu: Sjón
3. Aðferðir til að lifa af: Guðrún
Eva Mínervudóttir
4. Hvítidauði: Ragnar Jónasson
5. Helköld sól: Lilja Sigurðardóttir
6. Tregasteinn: Arnaldur Indriða-
son
7. Innflytjandinn: Ólafur Jóhann
Ólafsson
8. Delluferðin: Sigrún Pálsdóttir
dal. Sú fyrstnefnda er að koma út
á íslensku í fyrsta sinn í þýðingu
Þórdísar Gísladóttur, hinar tvær
þýddi Steinunn Briem.
Það er sérstakur fengur að
Minningum múmínpabba, sem
er mjög sennilega skemmtilegasta
sagan um múmínálfana. Þar
ákveður múmínpabbi að skrifa
endurminningar sínar. Hann veltir
sér upp úr harmrænni æsku sinni
um leið og hann minnir stöðugt á
eigið ágæti og finnur fyrir mikilli
gleði við að hugsa stöðugt um
sjálfan sig. Fyndnari bók um
sjálfhverfan rithöfund hefur varla
verið skrifuð.
Í Örlaganóttinni verða nátt-
úruhamfarir í Múmíndal og það
reynir á fjölskylduna og vini
hennar en þau rata vitanlega í
mikil ævintýri. Í Vetrarundrum í
Múmíndal vaknar múmínsnáðinn
óvænt, þegar ætlast er til hann
liggi í dvala, og sér tilveruna í
algjörlega nýju ljósi.
Þetta eru ómótstæðilegar bækur
sem hlýja lesandanum, kæta hann
og gleðja.
Sígildur Balzac
Sigurjón Björnsson hefur glatt
unnendur heimsbókmennta
með þýðingum sínum á verkum
Honoré de Balzac. Nú bætist enn
ein við, Svarti sauðurinn. Þar
eru litríkar persónur á ferð og
viðburðarík atburðarás þar sem
nokkrum persónum er komið
fyrir kattarnef. Eins og í f lestum
sögum Balzac eru peningar mikið
hreyfiafl og græðgi kemur mjög
við sögu.
Sigurjóni ber að þakka
fyrir að koma Balzac,
einum af risum bók-
menntasögunnar, til
Íslendinga. Balzac er
höfundur sem er sannar-
lega þess virði að kynnast.
Eðalskáldskapur
Jóns
Jón Helgason var eitt
dáðasta ljóðskáld
tuttugustu aldar
á Íslandi. Hann á
enn fjölda aðdáenda
sem kunna hendingar úr
ljóðum hans utan að, sumir
jafnvel heilu ljóðin. Nú eru
120 ár liðin frá fæðingu hans og í
tilefni þess koma bækur hans út
í einu safni, auk annarra kvæða.
Bergsveinn Birgisson rithöfundar
skrifar einkar skemmtilegan eftir-
mála um skáldið ástsæla.
Enginn ljóðaunnandi má láta
þessa bók fram hjá sér fara. Þegar
hann leggur hana frá sér að lestri
loknum er hann líklegur til að
tauta upphátt: Liðið er hátt á aðra
öld; enn mun þó reimt á Kili …
Rómuð skáldsaga
Endurfundir á Bri-
deshead er frægasta
verk Evelyn Waugh.
Eftir bókinni var gerð
árið 1981 rómuð
sjónvarpssería með
Jeremy Irons og
Anthony Andrews
í aðalhlutverkum.
Endurgerð mörgum
árum síðar þótti ekki
heppnast jafn vel. Í
bókinni segir frá
sambandi Charles
Ryder við hinn
ógæfusama og
auðuga Sebastian
Flyte. bókin var
valin ein af 100
bestu skáldsögum
nútímabókmennta af
tímaritinu Time.
Howard-kastali í Yorkshire var hluti af sögusviði Brideshead Revisited í samnefndum sjónvarpsþáttum.
Daniel Radcliffe sem Harry Potter.
Mía litla úr
Múmínálfunum.
„Ein besta bók um stangveiði
sem hefur komið út á Íslandi
fyrr og síðar.“
– Karl Lúðvíksson, visir.is
KOMDU OG FÁÐU
ÁRITAÐA BÓK!
Sigurður Héðinn áritar
bók sína á laugardag
kl. 13 -16 á bás Drápu.
JÓLAGJÖF
VEIÐI-
MANNS IN
S!
14 KYNNINGARBLAÐ 2 2 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RBÓKAMESSA
2
2
-1
1
-2
0
1
9
0
4
:2
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
4
B
-9
C
F
8
2
4
4
B
-9
B
B
C
2
4
4
B
-9
A
8
0
2
4
4
B
-9
9
4
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
8
s
_
2
1
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K