Fréttablaðið - 22.11.2019, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 22.11.2019, Blaðsíða 11
USSSSSSS ÞURFUM VIÐ EITTHVAÐ AÐ RÆÐA ÞETTA? HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · BVA Egilsstöðum Sjötta kynslóð Mitsubishi L200 pallbílsins byggir á 40 ára reynslu þessa harðduglega vinnuþjarks og nú birtist hann glæsilegri, öflugri og áreiðanlegri en nokkru sinni fyrr. Komdu og kynntu þér nýjan L200 á grjóthörðu verði. Hlökkum til að sjá þig! Grjótharður nýr Mitsubishi L200 Aðeins frá 5.490.000 kr. Í DAG Þórlindur Kjartansson Í sjónvarpsþáttunum Pabba­helgar, sem nýlega voru sýndir á RÚV, blasir sitthvað við sem er ískyggilega kunnuglegt fyrir margt fjölskyldufólk á Íslandi. Ofurmömmurnar þjóta milli skuld­ bindinga allan liðlangan daginn. Pakka nesti ofan í börnin, klæða þau og velja föt framyfir fermingaraldur, fylgjast með því hvað fer í töskurnar, sauma skott á grímubúninga, skipu­ leggja „hittinga í hádeginu“ með vinkonum, sinna ábyrgðarmiklum stöðum í atvinnulífinu, keppast við að sinna sjálfum sér og viðhalda ljóma æsku og kvenleika, láta aldrei finna á sér bilbug gagnvart neinum, eru með á hreinu nýjustu vendingar í innanhúsarkitektúr, skrautmunum og ilmkertum úr Epal og IKEA, versla og elda á hollan, umhverfisvænan og siðferðislega verjandi hátt, eru hressar og sjarmerandi, klárar og kynþokka­ fullar, gáskafullar og ábyrgar. Karldýrin á heimilum virðast hins vegar oft býsna gagnslaus, jafnvel minna en það. Þeim er oftast um megn að fylgja einföldustu fyrirmælum og allt „kerfið“ er líklegt til þess að hrynja eins og spilaborg ef þeim er treyst fyrir því að taka að sér of veigamikið hlutverk, hvað þá að beita eigin „dómgreind“ um þarfir barna og heimilis. Þeir verða nánast eins og enn eitt barnið til þess að hafa áhyggjur af og oftast betra að þeir þvælist ekki fyrir heldur en að þeir reyni að hjálpa til. Ekkert nýtt undir sólinni Fólk af þeirri kynslóð sem nú er með börn á öllum aldri og nálgast sjálft miðjan aldur, upplifði margt í Pabba­ helgum eins og sjónvarpið væri að hluta til að breytast í spegil. Persón­ urnar og aðstæðurnar eru ýktar en f lestir gátu ef laust séð sitthvað af sjálf­ um sér og vinum sínum í þeim veru­ leika sem gerð eru skil í þáttunum. Og þar var ekkert dregið undan og engum hlíft, síst af öllu söguhetjunni Karen sem togaðist svo átakanlega milli þess að reyna að endurheimta það litla sem hún átti eftir af sjálfri sér eða að halda áfram að fórna sér í þágu barnanna, fjölskyldunnar, vinnunnar og hins villuráfandi eiginmanns. Það er ekki skrýtið að hún hafi verið nálægt því að fara á taugum. Höfundur Pabbahelga, Nanna Kristín Magnúsdóttir, gæti hafa verið að reisa minnisvarða um tilvistar­ kreppu sinnar eigin kynslóðar. Það er líklega ástæða þess að þættirnir höfðu djúpstæð áhrif á mjög marga, enda eru lýsingarnar nístandi. Það er líka nístandi að heyra sungið „Fjölskylda sem fyrirtæki mörgum vex í augum. Fjölmörg dæmi um manneskjur sem farið hafa á taugum,“ í laginu „Hvað um mig og þig“ eftir Magnús Eiríksson. Það kom út árið 1982 og lýsir líklega sömu tegund til­ finningaróts hjá þeirri kynslóð sem eru foreldrar þeirra sem í dag sjá brot úr spegilmynd í Pabbahelgum. „Ég sé þig þreytta með barnavagninn baksa heim á kvöldin. Þar bíða bréf með rukkunum sem birta ógreidd gjöldin. Er lífið aðeins fallinn víxill, oft þau spyrja sig,“ og þá eins nú hugsuðu ef laust margir: „Þau reyna að stefna í rétta átt. En hvað um mig og þig?“ Reyna að stefna í rétta átt Á níunda áratugnum gat glugga­ pósturinn virst yfirþyrmandi áreiti og áminning um að streðið væri rétt að byrja og lyki aldrei. Núna gengur fólk um með síblikkandi tæki sem senda stöðugt áminningar um allar þær skuldbindingar sem engin leið er að uppfylla. Það er heldur ekki skrýtið að það heyrir til undantekninga ef fólk á þessu æviskeiði er ekki búið að koma sér upp einhvers konar dellu til þess að díla við hömlulausa síbyljuna. Sumir fara í jóga og hugleiðslu, aðrir út að hlaupa eða hjóla, setja sér markmið um að vera Landvættur eða björgunarsveitarmaður, sökkva sér í trúarbrögð eða sjálfshjálparbækur, mæta til sálfræðings eða markþjálfa, háma í sig Hraunbita og snúða eða hella í sig áfengi og eiturlyfjum. Allt eru þetta leiðir—misgóðar þó—til þess að f lýja raunveruleikann, þar á meðal, og kannski ekki síst, heimilis­ lífið sjálft. Allir vilja meira Sömu ástæður liggja auðvitað að baki angistinni í Pabbahelgum og laginu hans Magnúsar. „Íbúð, bíl, öll lífsins gæði. Allir vilja meira,“ og nú er ekki nóg að eignast þetta allt heldur þarf að sýna heiminum fram á að maður fari létt með það. Að maður geti skjalfest og sannað að maður sé alltaf fallegur og vel upplagður; glansandi af lífsgleði og til í tuskið. Og þarna liggur kannski úlfurinn á sauðargærunni, ef svo má að orði komast. Hvernig er hægt að öðlast þetta allt? Fjárhagslegt öryggi, innri kyrrð, hamingjuríkt fjölskyldulíf, djúp vin­ áttutengsl, hressilegar gleðistundir, óslökkvandi ástríður, óbilandi líkam­ lega heilsu og styrk, vitsmunalegan þroska, virðingu og starfsframa, and­ lega yfirvegun og útrás fyrir ævintýra­ þrána. Sorrí, það er ekki hægt. Kertin er ekki hægt að brenna í báða endana. Helgidómur eða rekstrareining Það tíðkast mjög að tala um heimilis­ lífið með sama orðfæri og rekstur fyrirtækja. Það þarf að láta hlutina ganga upp, skipuleggja, straumlínu­ laga og stefnumóta. Það segir kannski einhverja sögu um gildismatið sem ríkir þegar tungutak atvinnulífs þykir boðlegt til að lýsa heimilinu, og fæstum þykir það fela í sér van­ helgun á því sem sem skiptir mestu máli í lífinu. Hugmyndin um „fjöl­ skyldu sem fyrirtæki“ rænir af okkur eina raunverulega skjólinu sem við getum ætlast til frá umheiminum. Þegar „rekstur“ heimilisins breytist úr því að byggjast á afslappaðri og ást­ ríkri umhyggju yfir í streituvaldandi kvöð þá er örugglega erfitt að halda sönsum; alveg sama hvað kveikt er á mörgum ilmkertum, farið í marga jógatíma eða hlaupið marga kíló­ metra. Þetta benti texti Magnúsar Eiríks­ sonar okkur á fyrir tæpum fjörtíu árum. En líklega er langt þangað til okkur lærist almennilega sá sann­ leikur að mikilvægasta spurningin í lífinu er kannski einmitt þessi: „Hvað um mig og þig?“ Fjölskylda sem fyrirtæki Karldýrin á heimilum virðast hins vegar oft býsna gagnslaus, jafnvel minna en það. Þeim er oftast um megn að fylgja ein- földustu fyrirmælum og allt „kerfið“ er líklegt til þess að hrynja eins og spilaborg ef þeim er treyst fyrir því að taka að sér of veigamikið hlutverk, hvað þá að beita eigin „dómgreind“ um þarfir barna og heimilis. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11F Ö S T U D A G U R 2 2 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 2 2 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 4 B -6 B 9 8 2 4 4 B -6 A 5 C 2 4 4 B -6 9 2 0 2 4 4 B -6 7 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 2 1 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.