Fréttablaðið - 22.11.2019, Page 4

Fréttablaðið - 22.11.2019, Page 4
SKIPULAGSMÁL „Þetta er allt hið leiðinlegasta mál því í raun er þetta jákvætt verkefni en það verður að vinnast lögum samkvæmt,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitar- stjóri Skútustaðahrepps, um aftur- köllun leyfa til Neyðarlínunnar til að byggja rafstöð í Drekagili við Öskju. Drekagil er í þjóðlendu og því þurfti Neyðarlínan leyfi frá bæði forsætisráðuneytinu og Skútu- staðahreppi fyrir virkjun þar. Virkjunin á að framleiða rafmagn fyrir f jarskiptamastur Neyðar- línunnar á Vaðöldu og fyrir ferða- þjónustu Vatnajökulsþjóðgarðs og Ferðafélag Akureyrar. Eftir að í ljós kom í haust að stíf lumannvirki Neyðarlínunnar var sjöfalt lengra en leyft var aftur- kallaði Skútustaðahreppur fyrir sitt leyti framkvæmdaleyfið. Forsætis- ráðuneytið hefur nú gert slíkt hið sama eftir að frestur sem Neyðar- línan fékk til að gera athugasemdir rann út án þess að svar bærist. „Staðan er sú að það hafa engin viðbrögð heldur borist frá Neyðar- línunni til sveitarfélagsins, þrátt fyrir beiðni þar um,“ segir Þor- steinn. Eftir að Skútustaðahreppur afturkallaði leyfið hafi Neyðar- línan verið beðin um ný og upp- færð gögn. „Því það er ljóst að þessi fram- kvæmd er hvorki í samræmi við deiliskipulag né framkvæmdaleyfi en það hafa engin gögn eða við- brögð borist frá þeim,“ segir hann. Erfitt sé að segja hvernig túlka eigi það. „Þetta veldur okkur bara von- brigðum.“ Aðspurður hvað gerist bregðist Neyðarlínan ekki við segir Þor- steinn sveitarfélagið geta farið fram á að Neyðarlínan fjarlægi mann- virkin. Ef það verði ekki gert geti sveitarfélagið gert það á kostnað Neyðarlínunnar. „En ég vona svo sannarlega að til þess komi ekki,“ segir sveitarstjórinn. Forsætisráðuneytið hefur nú gert Neyðarlínunni að leggja fram uppfærð gögn og nákvæma fram- kvæmdaáætlun og að sækja um nýtt leyfi frá ráðuneytinu eftir að Skútustaðahreppur hefur veitt fyrirtækinu sitt leyfi. Fram kom í Fréttablaðinu 11. október að Skútustaðahreppur hefði kvartað sérstaklega undan framkomu framk væmdastjóra Neyðarlínunnar við fulltrúa sveit- arfélagsins og að stjórn Neyðar- línunnar hefði í kjölfarið harmað „þá hnökra sem urðu á framkvæmd þessa þjóðþrifaverks og þá sérstak- lega þá sem sneru að samskiptum við sveitarfélagið“, eins og sagði í bréfi stjórnar Neyðarlínunnar. Þórha l lu r Óla f s son, f r a m- kvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segist ekkert vilja tjá sig um stöðu mála varðandi framkvæmdirnar í Drekagili. gar@frettabladid.is Mývetningar vonsviknir með stöðuna á Neyðarlínuvirkjun Forsætisráðuneytið hefur nú líkt og Skútustaðahreppur afturkallað leyfi Neyðarlínunnar fyrir rafstöð í þjóðlendunni í Drekagili vegna þess að framkvæmdin er umfangsmeiri en leyft var. Neyðarlínan hefur hvorki svarað ráðuneytinu né hreppnum. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar tjáir sig ekki um málið. STJÓRNSÝSLA Sameiginlegir hags- munir Ríkisútvarpsins og Reykja- víkurborgar urðu til þess að byggt var íbúðarhúsnæði á lóðum í kring- um Útvarpshúsið í Efstaleiti. Með samningnum við Reykjavíkurborg varð RÚV sér úti um 1,5 milljarða króna sem afstýrði því að stofnunin yrði ógjaldfær. Fram kemur í nýrri skýrslu Ríkis- endurskoðunar að heildarsöluverð- mæti byggingaréttarins hafi numið nærri tveimur milljörðum króna. Kostaði það RÚV 495 milljónir til að gera lóðina söluhæfa. Í skýrslunni segir að það sé athyglisvert að Reykjavíkurborg geri ekki kröfu um þátttöku RÚV í stofnkostnaði innviða, en það er sérstaklega tekið fram í samningn- um. Framkvæmdaraðili á lóðinni greiddi borginni alls 523 milljónir króna í gatnagerðargjöld. Lóðin sem um ræðir er 5,9 hekt- arar, sem er nokkru stærra en Útvarpshúsið að flatarmáli. Upphaf málsins má rekja til erindis sem borgin sendi á ríkis- stjórnina árið 2013 um ríkislóðir til að byggja á. Lóðin í kringum Útvarpshúsið var sú fyrsta sem samningar náðust um. Fram kemur í svari borgarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins að Ríkisútvarpið ohf. hafi verið skráður eigandi lóðar- innar í heild sinni. Reykjavíkurborg átti ekki rétt á að afturkalla lóðina vegna ákvæða í samningi frá 1995, sem var breytt útgáfa samnings frá 1990 sem kvað á um að borgin fengi lóðina aftur árið 2040. Það hafi verið sameiginlegir hags- munir beggja að vinna nýtt skipu- lag og fjölga íbúðum á svæðinu. Reykjavíkurborg fékk land til að þétta byggð á, 20 prósent af bygg- ingaréttinum og rétt til byggingar félagslegra íbúa. – ab Sameiginlegir hagsmunir með borginni gerðu RÚV gjaldfært Staðan er sú að það hafa engin viðbrögð heldur borist frá Neyðar- línunni til sveitarfélagsins, þrátt fyrir beiðni þar um. Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps Frá stífluframkvæmdum Neyðarlínunnar við Drekagil sem nú hafa verið stöðvaðar. Framkvæmdir hófust í nóvember 2016. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Forlagið og Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka auglýsa eftir handriti að skáldsögu fyrir unglinga til að keppa um Íslensku barnabókaverðlaunin 2020. Skilafrestur er til og með 10. janúar. Allar upplýsingar á www.forlagid.is DÓMSMÁL Riftunarmál þrotabús ACE Handling ehf. gegn eignar- haldsfélögunum ACE FBO, Global Fuel Iceland og Bjargfasti var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Samkvæmt Sveini Andra Sveinssyni, lögmanni þrotabúsins, var ákveðið að fresta málinu um tíma og reyna sættir. Félögin voru öll í eigu Hilmars Ágústs Hilmarssonar, f lug- og athafnamanns sem búsettur var í Sviss, en nafn hans kom við sögu þegar Panamaskjölin voru opin- beruð. Sumarið 2018 fjallaði DV ítarlega um starfsemina í Skýli 1 á Reykjavíkurflugvelli þar sem félög- in höfðu aðsetur. Áður en ACE Handling ehf. varð gjaldþrota var Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, skráður stjórnar- formaður og framkvæmdastjóri. En hann hefur hlotið dóma fyrir kynferðisbrot, eins og hinn skráði stjórnarmaðurinn, Robert Tomasz Czarny. Báðir höfðu þeir aðgang að haftasvæðum. Í Skýli 1 á Reykjavíkurf lugvelli hafði einnig trúfélagið Postula- kirkjan aðstöðu, en Dan Sommer, prestur kirkjunnar, var lífvörður Sigurðar þegar hann kom fyrir allsherjarnefnd Alþingis árið 2013 vegna Wikileaks-málsins. Greint var frá því að í Skýli 1 hefði verið búið að koma fyrir kapellu og þar færu meðal annars fram skírnir. – khg Flugvallarmáli frestað í bili Sigurður Ingi Þórðarson var fram- kvæmdastjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 2 2 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 2 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 4 B -7 F 5 8 2 4 4 B -7 E 1 C 2 4 4 B -7 C E 0 2 4 4 B -7 B A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 2 1 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.