Fréttablaðið - 22.11.2019, Síða 20
Bókaunnendur
þurfa að kynna sér
þessa nýju höfunda því
þetta eru meistarar
framtíðarinnar.
Bryndís segir að í könnuninni megi finna margar áhuga-verðar upplýsingar. „Ég veit
ekki til þess að áður hafi verið
spurt hvað Íslendingar vilji helst
lesa en niðurstaða könnunarinnar
sýnir að yfirgnæfandi meirihluti
lesenda sækir í spennusögur eða
um 60 prósent. „Þetta sýnir styrk-
leika spennusögunnar sem hefur
einmitt verið í mikilli þróun á
liðnum árum. Til eru bóksalar sem
greina spennusögur niður í allt
að 20 mismunandi undirflokka
svo hér er engin jaðarbókmennta-
grein á ferð,“ segir hún. „Fólk mátti
nefna fimm mismunandi bóka-
flokka sem það vildi lesa meira af
og spennusögur komu þar sterkt
fram hjá öllum hópum, óháð kyni
og aldri. Þessi niðurstaða ætti að
hjálpa þeim sem eru í vandræðum
með jólagjafavalið, það eru yfir-
gnæfandi líkur á að spennusögur
hitti í mark,“ segir Bryndís sem
bendir á að í Bókatíðindunum sem
dreift var í hús í vikunni séu nítján
nýjar, íslenskar spennusögur.
„Að auki eru yfir þrjátíu þýddar
glæpasögur svo úrvalið í þessum
flokki er alveg glæpsamlega gott.
Fyrir 30 árum, árið 1989, voru
kynntar fimmtán glæpasögur í
Bókatíðindum og þar af aðeins
tvær eftir íslenska höfunda.
Alls voru 2.285 sem fengu senda
könnunina og voru þeir 18 ára og
eldri. Svarhlutfall var 56 prósent.
Heimsmet í lestri
Í könnuninni kemur glöggt fram
að Íslendingar eru mikil bóka-
þjóð og halda enn heimsmetinu í
lestri. Bryndís segist frekar merkja
aukinn lestur á liðnu ári. „Könn-
unin getur gefið útgefendum vís-
bendingu um á hvaða bækur þeir
ættu að leggja áherslu fyrir jólin,“
segir hún. „Rómantískar sögur
voru til dæmis mjög vinsælar
fyrir þrjátíu árum en þegar maður
skoðar Bókatíðindi það ár voru
mun fleiri ástarsögur gefnar út en
spennusögur. Nú eru ástarsögur
aftur að sækja í sig veðrið, en þær
hafa, líkt og glæpasögurnar, þróast
mikið á undanförnum árum og
teygja sig nær fagurbókmenntum
í gæðum.
Það er bara svo gott að setjast
niður í friði og ró með nýja bók
og leyfa höfundi að leiða sig inn
í annan heim. Um leið er hægt
að hvíla sig frá áreiti snjalltækja
og öðlast frið frá f lestum lífsins
raunum,“ segir hún.
Meistarar framtíðarinnar
Bryndís segir að ný kynslóð
öflugra rithöfunda sé að spretta
upp. „Bókaunnendur þurfa að
kynna sér þessa nýju höfunda því
þetta eru meistarar framtíðarinn-
ar. Þetta ár hefur verið gríðarlega
sterkt skáldverka- og ljóðabókaár
og auk þess metútgáfa skáldverka
fyrir börn upp í tólf ára. Bókin
verður áfram langvinsælasta jóla-
gjöf þjóðarinnar og jólabókaflóðið
í ár er sannkallað skáldverkastór-
flóð.“
Íslendingar
spenntastir fyrir
spennusögum
Félag íslenskra bókaútgefanda lét fyrr á þessu ári fram-
kvæma könnun á lestri og kaupum Íslendinga á bókum
og hvers konar bækur væru vinsælastar auk annars. Bryn-
dís Loftsdóttir segir að margt hafi komið sér á óvart.
Bryndís starfar hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR
Rithöfundurinn Sigrún Elías-dóttir gaf út sína fyrst barna-bók á dögunum sem ber
heitið Leitin að vorinu. Hún segir
að börn séu á vissan hátt kröfu-
harðari lesendur en fullorðnir.
„Ég myndi segja að það væri að
mörgu leyti erfiðara að skrifa fyrir
börn. Mörg nútímabörn hafa frek-
ar litla þolinmæði og gera kröfu
um hraða byrjun og atburðarás í
bókum. Ef athygli þeirra er er ekki
gripin á fyrstu síðunum, snúa þau
sér bara að einhverju öðru áhuga-
verðara,“ segir Sigrún. „Það sama
gildir um unga áheyrendur; það
getur verið erfitt að halda athygli
þeirra með upplestri
á bókum á meðan
fullorðnir sitja yfirleitt
kyrrir í sætunum sínum
og grípa ekki fram í.“
Sonur Sigrúnar lagði
henni lið við skrifin en
hann er áhugasamur og
fróður um kynjaverur
af öllum toga. „Eldri
sonur minn Ernir, sem
er 13 ára, hefur alltaf
verið mikill aðdáandi
furðusagna, skrímsla,
kynjaskepna og goðsögu-
legra vera, kannski hann hafi erft
það frá mér. Þær skepnur í bókinni
Góður boðskapur
er mikilvægur
Sigrún Elíasdóttir segir góðan boðskap mikilvægan í barnabókum. Mér hefur verið sagt að Sterkasta kona í heimi sé aðgengilegasta bókin
mín. Aðgengilegri en Samfeðra og
Raddir úr húsi loftskeytamanns-
ins. Kannski er það rétt, segir rit-
höfundurinn og myndlistarkonan
Steinunn G. Helgadóttir um sína
þriðju skáldsögu sem kom nýverið
út.
Steinunn segir sköpunarferlið
hafa verið ánægjulegt.
„Það var alla vega gaman
að „byggja“ þessa bók,
reikna út burðarþol,
smíða útskotsglugga
með útsýni og setja svo
inn þetta fólk, fólkið
mitt. Sterku konuna,
Gunnhildi, sem montar
sig aldrei af ofurkröft-
unum, sem er eftirsótt-
ur líksnyrtir (því hún
lætur allar sögur enda
vel), sem er einstæð
móðir, sem er sögu-
hetjan í þessari bók. Og bróður
hennar, sem ekki trúir lengur að
mótmæli beri árangur en verður
engu að síður ófús foringi í samtín-
ingslegum hópi aðgerðasinna auk
viðskiptavina Gunnhildar sem
hafa mikla þörf fyrir að tjá sig.“
Þá hefur Steinunn einnig starfað
töluvert við myndlist sem hún
segir að mörgu leyti áþekkt starfi
rithöfundarins. „Ég finn ekki
mikinn mun á að vera mynd-
listarmaður og rithöfundur. Þetta
er alltaf spurning um að vinna
vinnuna sína, hvernig sem þú
ert stemmd. Þú verður
að trúa á það sem þú
ert með í höndunum
og höfðinu og mátt
aldrei láta aðra teyma
þig út fyrir það sem þú
vilt og getur staðið við.
Og þegar upp er staðið
þarftu svo auðvitað að
gefa öllum skotleyfi á
það sem þú skapar, því
hvort sem þú gerir mynd-
verk eða skrifar þá er
verkið aldrei tilbúið fyrr
en það mætir lesandanum (eða
hlustandanum eða sýningargest-
inum). Þá fyrst hefst samtalið.“
Margt líkt með skrifum og myndlist
Steinunn segir myndlist að mörgu leyti áþekka starfi rithöfundarins.
sem ekki eru norrænar þjóð-
sagnaskepnur eru mestmegnis
hannaðar af honum. Ef ég verð
stopp í skrifum ræði ég iðulega
við hann um hvað gæti gerst næst,
hvaða veikleika skepna hafi svo
hægt sé að sigra hana eða hvaða
skýringu væri hægt að gefa á hinu
eða þessu.“
Þá er boðskapur í barnabókum
mikilvægur. „Í fjölskyldubók-
menntum mætti alveg og ætti
jafnvel að vera einhver góður
boðskapur undir niðri, án þess þó
að fara út í leiðinlegar predikanir.
Ég fagna alltaf góðum undirtóni
í bókum þegar ég les fyrir mín
börn, það gefur aukna möguleika
á góðum umræðum okkar á milli.
Í ímynduðum heimi eins
og í Leitinni að vorinu
er svo auðvelt að setja
hlutina í annað sam-
hengi en við höfum fyrir
augunum alla daga og
þannig er til dæmis hægt
að benda á fáránleika
óréttlætis eða misréttis.
Mér finnst líka mikil-
vægt að allir geti verið
hetjur og hafi eitthvað
til málanna að leggja
við að leysa vandamál.
Enginn er fullkominn
eða getur allt og það sem sumir
telja galla á fólki, geta líka verið
helstu kostir þess.“
Mér finnst líka
mikilvægt að allir
geti verið hetjur og hafi
eitthvað til málanna að
leggja við að leysa
vandamál.
4 KYNNINGARBLAÐ 2 2 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RBÓKAMESSA
2
2
-1
1
-2
0
1
9
0
4
:2
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
4
B
-9
8
0
8
2
4
4
B
-9
6
C
C
2
4
4
B
-9
5
9
0
2
4
4
B
-9
4
5
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
8
s
_
2
1
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K