Fréttablaðið - 22.11.2019, Qupperneq 32
Við erum á
Bókamessunni
Kíktu í kaffi og hlustaðu á viðtöl við þekkta rithöfunda
SunnudagurLaugardagur
13:00 Einar Már Guðmundsson
13:30 Borghildur Tumadóttir
14:00 Sigursteinn Másson
14:30 Sandra B. Clausen
15:00 Einar Kárason og Kamilla E.
15:30 Bergrún Íris Sævarsdóttir
Benný Sif Ísleifsdóttir
Hallgrímur Helgason
Lilja Sigurðardóttir
Óttar Sveinsson
Ragnar Jónasson
Guðrún Eva Mínervud.
16 KYNNINGARBLAÐ 2 2 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RBÓKAMESSA
Sagan af don Kíkóta á enn erindi í
dag. NORDICPHOTOS/GETTY
Don Kíkóti er talin mest selda skáldsaga allra tíma. Bókin kom út snemma á 17. öld
og er talið að hún hafi selst í 500
milljónum eintaka. Sagan er eftir
spænska rithöfundinn Miguel
de Cervantes og fjallar um don
Kíkóta, mann sem hefur misst
vitið eftir óhóflegan lestur á ridd-
arasögum. Sagan sem er skopstæl-
ing á riddarasögunum fylgir don
Kíkóta og fylgisveini hans, Sansjó
Pansa, á ferð um heiminn þar sem
hann berst við vindmyllur eins og
frægt er. Sagan er talin vera fyrsta
nútímalega skáldsagan og hefur
hún verið fjölda höfunda innblást-
ur allar götur síðan og haft gífurleg
áhrif á evrópska frásagnarlist.
Vinsæl í 400 ár
Það er alltaf mikil spenna fyrir jólin
um hvaða bækur hljóti tilnefningu.
Íslensku bókmenntaverð-launin eru verðlaun sem veitt eru þremur bókum ár hvert.
Tilnefningar eru kynntar þann 1.
desember ár hvert og verðlaunin
síðan veitt síðla í janúar eða í upp-
hafi febrúar. Óháðar tilnefninga-
nefndir, skipaðar þremur dóm-
bærum fulltrúum hver, velja þær
fimm bækur í hverjum flokki sem
helst þykja skara fram úr. Lokaval
er í höndum formanna nefndanna
þriggja og forsetaskipaðs dóm-
nefndarformanns. Velja þeir eina
bók úr hverjum flokki þannig að
þrjár bækur hljóta á endanum
Íslensku bókmenntaverðlaunin.
Forseti Íslands afhendir verð-
launin á Bessastöðum við hátíð-
lega athöfn.
Verðlaunin voru fyrst veitt árið
1989 í tilefni af hundrað ára afmæli
Félags íslenskra bókaútgefanda
þannig að í ár fagna þau þrjátíu ára
afmæli. Árið 2013 bættist þriðji
f lokkurinn við, f lokkur íslenskra
barnabóka. Áður höfðu verðlaunin
verið veitt í tveimur flokkum,
flokki fagurbókmennta og í f lokki
fræðirita og rita almenns efnis.
Félag íslenskra bókaútgefenda
hefur tekið við skráningu á fram-
lögðum verkum til Íslensku bók-
menntaverðlaunanna þetta árið.
Þátttaka er öllum útgefendum
opin en skilyrði er að framlagðar
bækur séu útgefnar árið 2019.
Verðlaunin eru ein milljón fyrir
verðlaunaverk hvers f lokks.
Verðlaun fyrir
íslenskar bækur
Það verður ótal margt skemmtilegt í boði fyrir börn á öllum aldri á Bóka-
messunni í Hörpu.
Þar má nefna perlustund fyrir
unga messugesti og spennandi
sögustundir fyrir hressa krakka
þar sem höfundar nýrra barna-
bóka lesa fyrir yngstu lesendurna.
Þá verður hægt að fylgjast með
köku skreytingum Evu Lauf-
eyjar og hamingjustundir verða
haldnar þar sem lífinu og bók-
menntunum er fagnað. Rætt
verður um ungmennabækur við
Taumlaus gleði fyrir unga bókaorma
Lestur er bestur og það vita ungir lestrarhestar sem fá nóg að gera í Hörpu.
valinkunna höfunda og jóla-
föndur verður með börnunum.
Teiknismiðja verður í boði og
ratleikur með jólasveininum um
alla Hörpu. Þá geta allir krakkar
mátað búninga og fengið spenn-
andi andlitsmálningu, svo fátt eitt
sé upptalið.
Það er um að gera að skoða dag-
skrána vel á bokmenntaborgin.is
og hér í Fréttablaðinu til að finna
rétta stund og stað til að njóta
Bókamessunnar til fulls með smá-
fólkinu og unglingunum sem hafa
munu nóg fyrir stafni.
2
2
-1
1
-2
0
1
9
0
4
:2
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
4
B
-9
8
0
8
2
4
4
B
-9
6
C
C
2
4
4
B
-9
5
9
0
2
4
4
B
-9
4
5
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
8
s
_
2
1
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K