Fréttablaðið - 22.11.2019, Blaðsíða 44
Það er í nógu að snúast hjá tónlistarmanninum Snorra Helgasyni þessa dagana, en hann gaf út barnaplötuna Bland í poka með samnefndri
hljómsveit fyrr í mánuðinum á
netinu. Frá og með deginum í dag
er hún svo loksins fáanleg á disk en
með henni fylgir skemmtileg bók
sem í eru fallegar teikningar með
hverju lagi gerðar af Elínu Elísabetu
Einarsdóttur. Í tilefni útgáfu disks-
ins og bókarinnar standa hljóm-
sveitin og Snorri fyrir heljarinnar
barnaballi í Iðnó á sunnudaginn.
Þar verður öllu tjaldað til og fær
Snorri góða gesti til að koma og
spila lögin á plötunni.
Í tilefni af útgáfu plötunnar og
ballsins fékk Fréttablaðið nokkra
hressa krakka til að dæma
hana, enda eru þau mark-
hópur hennar. Svo eru
þau líka svo skemmtileg
og hreinskilin! Miða á
tónleikana er hægt að
nálgast á tix.is, en húsið
er opnað klukkan 15.00
og tónleikarnir hefjast
klukkan 16.00.
steingerdur@fretta -
bladid.is
Halda heljarinnar barnaball í Iðnó
Stella Guðlaugsdóttir
Stella Guðlaugsdóttir eru fjögurra
ára gömul og er á leikskólanum
Björtuhlíð. Hún æfir fótbolta og
hefur mjög gaman af söng og leik-
list. Henni fannst söngleikurinn
Matthildur æði. Ekkert elskar hún
þó meira en að fá vin-
konur sínar í heim-
sókn!
Hvernig
myndir þú lýsa
plötunni?
Skemmtileg
og frábær.
Hvert er
uppáhalds-
lagið þitt og
hvers vegna?
Fyrst var
það Namminef því mamman sefur
í rúminu sínu en kannski sefur
hún í ruggustól. Svo var það Lilla
gumman, eða nei, ég skildi það
ekki. En svo skildi ég það. Hvað
þýðir Lilla gumman? Ég vil bara
hlusta á Lilla gumman, það er
uppáhaldslagið mitt því það er
skemmtilegt.
Hvert er minnst uppáhaldslagið
þitt og hvers vegna?
Framorðið. Ég verð þreytt á að
hugsa um það, það er bara hund-
leiðinlegt. Það er ekki skemmti-
legast í öllum heiminum.
Hvað finnst þér um lagið Viltu
spjalla?
Afi minn er ekki með skalla,
hann er með pínu hár að aftan.
Mér finnst þetta lag frábært út af
því.
Hvað gefurðu henni margar kara-
mellur, frá einni til fimm?
Eina á hvert lag. Ef ég hitti lagið
aftur þá gef ég því aftur og þá eru
þetta tvær á mann.
Katla og Gauti Einarsbörn
Katla er 9 ára í Melaskóla og hún
elskar samverustundir með fjöl-
skyldunni og uppáhaldsmaturinn
hennar er frá Noodle Station. Gauti
bróðir hennar er líka í Melaskóla,
en hann elskar að fá fisk í matinn
en borðar ekki Domino’s-pitsur.
Hvert er uppáhaldslagið þitt á
plötunni?
Katla: Kringlubarnið. Af því að
það kemur mér í fíling og er bara
svo skemmtilegt. Textinn mjög
skemmtilegur líka og fyndinn.
Hann er bara svo vel gerður.
Gauti: Mér finnst Gefðu mér
gaum af því að það er svona mest
róandi.
Hvaða lag finnst þér minnst
skemmtilegt?
Katla: Lagið sem að Gauta finnst
skemmtilegast.
Gauti: Namminef. Það er pínu
barnalegt og endalaust um
nammi.
Ef þessi plata væri nammi,
hvernig nammi væri hún?
Katla: Hún er svona Haribo
Golden Bears.
Gauti: Ég myndi segja M&M.
Hvað gefurðu henni margar kara-
mellur, frá einni til fimm?
Katla: Fimm.
Gauti: Fjórar og hálfa.
Platan Bland í poka
með samnefndri
hljómsveit kom
út fyrr í mánuð-
inum og kemur svo
út á disk í dag en
með honum fylgir
skemmtileg bók
skreytt teikningum
eftir Elínu Elísabetu.
Í tilefni útgáfunnar
verður slegið upp
heljarinnar barna-
balli í Iðnó.
Tómas Friðgeirsson
Hann Tómas Friðgeirsson er í sex
ára bekk í Haukelandskole í Bergen
Noregi. Hann er mjög flinkur að
teikna og uppáhaldsnammið hans
er Mars en það heitir Japp í Noregi.
Hvert er uppáhaldslagið þitt á
plötunni Bland í poka?
Namminef – það er svo
skemmtilegt út af því að það er
laumuhvísl í því.
Hvaða lag finnst þér síst á henni?
Kannski Gefðu mér gaum. Ég
hata róleg lög, nema lagið Litla
kisa því það eru kisur sem syngja
mjá í því.
Ef þessi plata væri nammi,
hvernig nammi væri hún?
Kókflaska sem er búin til úr
hlaupi.
Hvað gefurðu henni margar kara-
mellur, frá einni til fimm?
Fem karameller!
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
Nán ri upplýsi ar um blaðið veitir
Jón Ívar Vilhelmsson markaðsfulltrúi Fréttablaðsins.
Sími 550 5654 / jonivar@frettabladid.is
JÓLAHREINGERNINGAR
Veglegt sérblað Fréttablaðsins
um jólahreingerningar kemur út 27. nóvember nk.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
2 2 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R24 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ
2
2
-1
1
-2
0
1
9
0
4
:2
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
4
B
-8
E
2
8
2
4
4
B
-8
C
E
C
2
4
4
B
-8
B
B
0
2
4
4
B
-8
A
7
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
8
s
_
2
1
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K