Fréttablaðið - 27.11.2019, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 27.11.2019, Blaðsíða 13
G-rjómi geymist vel Laktósalaus G-rjómi er tilbúinn til notkunar þegar þér hentar. gottimatinn.is Vinnuverndarlöggjöfin leggur ríkar skyldur á herðar vinnu­veitendum að tryggja öryggi og heilbrigði starfsfólks. Meðal ann­ ars er vinnuveitendum skylt að taka á og koma í veg fyrir kynbundna áreitni og of beldi á vinnustöðum. Samkvæmt löggjöfinni skal vinna sérstakt áhættumat fyrir hvern vinnustað og móta skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnu­ staðnum. Atvinnurekandi sem verður var við einelti, kynferðis­ lega áreitni, kynbundna áreitni eða of beldi á vinnustað verður að grípa til aðgerða í samræmi við áætlunina. Í áhættumati skal m.a. leggja mat á svokallaða sálfélagslega áhættu­ þætti sem geta t.d. tengst samskipt­ um og upplýsingaflæði á vinnustað. Slíkir áhættuþættir geta varðað miklu um líðan starfsfólks. Óheil­ brigt vinnuumhverfi einkennist t.d. af baktali, slúðri, sögusögnum og útilokun. Slíkt getur haft mjög nei­ kvæð áhrif á starfsanda og skaðað heilsu þeirra sem fyrir verða. Þekkjum öll dæmin Sálfélagslegir áhættuþættir eiga sér oft kynbundnar hliðar. Því miður þekkjum við öll dæmi af kynbundinni áreitni eða of beldi á vinnustöðum, höfum sjálf orðið fyrir henni eða orðið vitni að henni. Þegar slíkrar hegðunar verður vart er mjög mikilvægt að starfsfólk viti hvert það á að leita eftir ráðgjöf og aðstoð. Það er líka grundvallaratriði að átta sig á því að slík breytni þrífst aðal­ lega í aðstæðum þar sem valdaójafn­ vægi ríkir á milli einstaklinga. Það að tryggja jöfnuð og jafnræði í hópi starfsfólks er því mikilvæg forvörn gegn kynbundnu ofbeldi hvers konar. Hlutverk stéttarfélaga Fáum dylst hversu slæmar af leið­ ingarnar geta orðið af kynbundinni áreitni á vinnustöðum, bæði fyrir einstaklingana sem um er að tefla og vinnustaðinn sem heild. Það er mikilvægt að starfsfólk sé vel upp­ lýst um réttindi sín og hvert það geti leitað eftir aðstoð. Stéttarfélög hafa hér mikilvægu hlutverki að gegna og geta stutt við einstaklinga sem leita aðstoðar. Hvort tveggja með lögfræðilegri ráðgjöf sem og með því að vera til staðar, hlusta og veita góð ráð í fullum trúnaði. Stéttarfélög veita stuðning gegn kynbundnu ofbeldi Þórunn Sveinbjarnar- dóttir formaður BHM Ýmsir hafa komið fram að undanförnu og lýst yfir efa­semdum um áhrif manna á loftslagið og vilja að dregið verði úr aðgerðum gegn meintum loftslagsbreytingum. Á einhvern yfirmáta fáránlegan hátt hefur umræðan um málefnið snúist algerlega á hvolf. Þeir sem vara við loftslagsbreytingum eru komnir í vörn gagnvart þeim sem efast, sem að sjálfsögðu ætti að vera öfugt. Eins og f lestir, er ég enginn lofts­ lagsvísindamaður og dettur þess vegna ekki í hug að fullyrða um áhrif losunar koltvísýrings á lofts­ lagið. Sama gildir um efasemdir en á því sviði hef ég heldur engar faglegar forsendur né þekkingu til afneitunar. Þetta snýst nefnilega ekki um hver hefur rétt fyrir sér, heldur hvað er skynsamlegast að gera. Afstaða mín er því afar ein­ föld; ég vil og vona að efasemda­ hópurinn hafi rétt fyrir sér en vel auðvitað að fylgja ráðleggingum hinna. Af hverju? Jú, einfaldlega vegna þess að það eru efasemda­ mennirnir sem þurfa að hafa 100% rétt fyrir sér, svo eitthvert smá vit sé í því að grípa ekki til aðgerða. Þeir sem vara við hamförum þurfa hins vegar ekki að vera 100% viss­ ir, þeir þurfa bara að sýna fram á að sterkar líkur séu á neikvæðum loftslagsbreytingum. Hér er myndlíking. Bifreið er á ferð í kolniðamyrkri, líkt og jörðin sem er á eilífri vegferð með óvissa framtíð. Við stýrið er bílstjóri líkt og mannkynið sem stýrir í raun framtíð jarðar. Við stígum á eldsneytisgjöfina og kveikjum í brunahreyf lum vélarinnar líkt og mannkynið sem brennir jarðefna­ eldsneyti í óhóflegu magni. Í aftur­ sætinu eru tveir aðilar sem rýna í landakort til að meta framhaldið. Annar segir „hægðu á því ef ég skil kortið rétt þá er hengif lug fram undan!“ en hinn segir „hvaða rugl, þú ert bara að lesa kortið vitlaust“. Hvað á bílstjórinn á ökutækinu jörð að gera í svona stöðu? Er skyn­ samlegra að stíga af inngjöfinni og hætta að dæla olíu inn í sprengi­ rými vélarinnar eða hlusta á efa­ semdamanninn sem fullyrðir um kortalesblindu hins? Hættum þessari dæmalausu hringavitleysu og grípum strax til afgerandi aðgerða sem snar­ minnka brennslu jarðefnaelds­ neytis og losun gróðurhúsaloft­ tegunda. Á sama tíma skulum við hins vegar öll sameinast um vonina um að efasemdamenn og afneitunarsinnar hafi fullkomlega rétt fyrir sér. Efasemdir og skynsemi Sigurður Ingi Friðleifsson framkvæmda- stjóri Orku- seturs Greinin er liður í 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 13M I Ð V I K U D A G U R 2 7 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 2 7 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 1 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 5 7 -A C 2 4 2 4 5 7 -A A E 8 2 4 5 7 -A 9 A C 2 4 5 7 -A 8 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.